Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 4. september 2004 27 VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Hvers vegna hafa Bandaríkja- menn og aðrar þjóðir ekki viður- kennt þjóðarmorð Tyrkja á Armen- um á fyrri hluta 20. aldarinnar? SVAR: Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir” á hann áreiðan- lega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver man eftir Armenum?” Fyrsta þjóðarmorð 20. aldar Árið 1915 hófust aðgerðir tyrk- neskra stjórnvalda sem leiddu til dauða hundruð þúsunda Armena. Um var að ræða fjöldamorð, en líka flutninga á Armenum, sem flestir bjuggu kringum það svæði þar sem Armenía er nú, til svæðis þar sem Sýrland er nú og Írak. Fólkið var rekið fótgangandi þessa þúsund kílómetra vega- lengd, með meðfylgjandi óhæfu- verkum og mannvonsku: aftökum, pyntingum og svo framvegis. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hve margir dóu. Tyrknesk yfirvöld tala um þrjú hundruð þúsund manns, en aðrir nefna eina og hálfa eða jafnvel tvær milljónir fórnarlamba. Líklegasta ágiskunin ku vera að fallið hafi milli sex hundruð þúsund og ein og hálf milljón manna. Þessir atburðir hafa verið nefndir fyrsta þjóðarmorð 20. ald- arinnar en þó er sjaldan minnst á þá og ríki heimsins viðurkenna yfirleitt ekki að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Atburðirnir voru það þó áreiðanlega sam- kvæmt þeirri skilgreiningu sem venjulega er höfð, að þjóðarmorð séu þau fjöldamorð sem framin eru með það fyrir augum að eyða þjóð, ættbálki eða hópi sem skil- greindur er með tilliti til trúar- bragða eða kynþáttar. Tyrknesk yfirvöld réðust ein- mitt á Armena vegna fordóma; hugsunin var „þú skalt deyja því að þú ert Armeni!” Einnig kann það að hafa haft áhrif að Tyrkir óttuðust að kristnir Armenar mundu styðja kristna Rússa í stríðinu sem þeir síðarnefndu háðu við íslamska Tyrki (í fyrri heimsstyrjöldinni börðust Tyrkir, Þjóðverjar, Austurríkismenn- Ungverjar og Búlgarar við Rússa, Frakka, Breta, Ítala og seinna Bandaríkjamenn, svo að stærstu þjóðirnar séu nefndar). Tyrkir viðurkenna ekki sök En hvers vegna er sjaldan minnst á þessi fólskuverk en svo oft á þau, til að mynda, sem áttu sér stað tæpum þrjátíu árum síðar: þjóðarmorð nasista á Gyðingum? Ástæðan virðist þríþætt. Í fyrsta lagi eru fáar menjar um þessa atburði en fjölda margt minnir hins vegar á þjóðarmorðið á Gyðingum. Einungis nokkrar sögusagnir, lýsingar og illa farnar myndir geta minnt á meðferðina á Armenum. Á hinn bóginn stendur uppi fjöldi útrýmingarbúða nasista, hægt væri að fylla bóka- söfn með ritum um Gyðingamorð, gnægð ljósmynda er til af þeim og þar fram eftir götunum. Þessi skýring nægir þó ekki ein, því að sömu menjar og minna á ofsókn- irnar gegn Gyðingum gætu minnt á herferðina gegn Sígaunum sem var líka þjóðarmorð en samt er ákaflega sjaldan minnst á hana. Ber hugann þá að öðrum þætt- inum, sem felst í því að Gyðingar eru gríðarlega áhrifamiklir í vold- ugu vestrænu löndunum, sér í lagi í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Þeir hamra á helförinni, af ástæð- um sem ekki verður fjallað um hér. Þó að Armenar myndi einnig minnihlutahópa í þessum ríkjum eru áhrif þeirra ekki sambærileg. Þeim hefur þó orðið nokkuð ágengt því að ríki eins og Frakk- land, Rússland, Belgía, Grikkland og Kanada hafa viðurkennt opin- berlega að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Í þriðja og síðasta lagi er vilji Þjóðverja til að gangast við verknaðinum ólíkur afstöðu Tyrkja. Þjóðverjar hefðu raunar ekki getað þrætt fyrir atburðina þó að þeir hefðu viljað. Eftir stríð- ið voru Þjóðverjar bugaðir og þá hryllti sjálfsagt flesta við þjóðar- morðunum. Þeir gengust við því sem stjórn þeirra hafði gert. Á hinn bóginn hafa Tyrkir aldrei verið brotnir á bak aftur á sama hátt og Þjóðverjar voru eftir síðari heimsstyrjöldina, og þeir hafa aldrei viljað gangast við því að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Þeir fylgja þessu eftir með með ýmiss konar ráðstöfunum til að hindra aðgang að gögnum og draga úr gagnrýninni umræðu. Tvískinnungur valdamanna Séu þessi þrjú atriði tekin saman má ímynda sér að Bandaríkja- menn og aðrar þjóðir hafi ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldar- innar vegna þess að fátt minnir á atburðina, Armenar hafa ekki getað minnt nægilega á þá og Tyrkir ekki viljað gangast við þeim. Svo að talað sé napurlega, en kannski af raunsæi, má ímynda sér eftirfarandi hugsunargang valdamanns í vestrænu stórveldi: „Hvers vegna ættum við að vera að styggja Tyrki vegna einhverra Armena sem öllum er sama um og enginn heyrir minnst á?” Þetta kemur til að mynda fram í afstöðu núverandi Bandaríkja- forseta. Á meðan á síðustu kosn- ingabaráttu hans stóð sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem greinilega kom fram að umræddir atburðir hafi verið þjóðarmorð (e. genocide). Þetta var gert til að afla atkvæða frá Bandaríkja- mönnum af armenskum uppruna. Síðan, eftir að hann var kosinn forseti, sagðist hann harma „einn mesta harmleik sögunnar: þegar um ein og hálf milljón Armena var neydd í útlegð eða drepin á síðustu árum Ottómana-heims- veldisins...” Þá forðaðist hann að nota orðið „þjóðarmorð”. Dr. Jóhann M. Hauksson, stjórnmálafræðingur. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Eru ilmvötn umhverf- isvæn? Er súrefni endurnýtt í geimstöðvum? Hvað er ljósbogi? Af hverju dregur Adams- eplið nafn sitt? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. ARMENSKIR ÚTLAGAR. Myndin er tekin árið 1915 þar sem nú er Sýrland. Reykjavík - á fleygiferð til fram- tíðar“ nefnist sýning sem opnuð verður í dag í tilefni af 50 ára af- mæli Borgarskjalasafns Reykja- víkur. Þar verður hin hraða breyting Reykjavíkur úr sveit í borg rakin með skjölum, textum, ljósmyndum, frásögnum, tónlist, kvikmyndum og munum af ýmsu tagi. Reykjavík hefur vaxið óvenju- lega hratt ef miðað er við flestar er- lendar borgir. Þegar hún fékk kaup- staðaréttindi árið 1786 var íbúa- talan innan við 300. Eftir að bærinn varð miðstöð stjórnsýslu og þjón- ustu fjölgaði íbúum hratt, en lengi vel var Reykjavík álitin spillingar- bæli hið mesta. Sú afstaða fór ekki að breytast fyrr en eftir seinni stríðsárin, þegar fólki tók að fjölga enn hraðar í Reykjavík. Þessi saga Reykjavíkur er vel varðveitt í öllum þeim skjölum sem borgarstofnanir hafa sent til Borgarskjalasafns, og sömuleiðis í einkaskjalasöfnum borgarbúa frá ýmsum tímum. Öll þessi skjöl gefa skýra heild- armynd af því hvernig borgin breyttist og stundum er þar að finna útskýringar á því af hvaða ástæðum breytingarnar urðu. Í tilefni afmælisins óskar Borgarskjalasafnið einnig eftir því að fá til varðveislu frásagnir fólks á öllum aldri um Reykjavík, „Borgina mína“, þar sem fólk er beðið um að lýsa því hvernig það upplifir Reykjavík, hvernig minn- ingar þess tengjast borginni og jafnvel hvernig það vill sjá fram- tíð Reykjavíkur. Afmælissýningin er haldin í sal safnsins á 6. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Hún stendur til 17. október. ■ HRINGTORG GERT VIÐ ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Þessi ljósmynd er meðal fjölmargra skjala og mynda á afmælissýningu Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Hvernig borgin breyttist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.