Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 40
Stríð. Orðið eitt er ógnvekjandi.Lýsir ástandi sem fæstir viljakomast í tæri við. Friður er hins vegar himneskt ástand. Í það minnsta fyrir þá sem búa við raun- verulegan frið í heilsteyptum sam- félögum. Friður eftir stríðslok er ekki slétt sama hamingjuástandið, þótt vissulega sé stríðshrjáðum létt að geta gengið um göturnar án þess að vera skotnir af færi. Við stríðs- lok hefst uppbygging og háværar hjálparhendur alþjóðasamfélagsins keppast við að leggja hönd á plóg. Allt skal verða svo miklu betra en fyrir stríð. Verst hvað hjálparsam- tök eru lélegir langhlauparar. Starf þeirra felst í spretthlaupi, enda alltaf nýtt stríð einhvers staðar í veröldinni. Fersk stríð sem skyggja á hörmulegar afleiðingar gamla stríðsins og óbærileg sárin sem þjóðirnar þurfa að sleikja. Reyndar hafa Þjóðverjar sérstakt orð yfir starfsemi hjálparsamtaka og kalla þau farandleikhús líknarfélaganna. Stríð eru líka fljót að úreldast í minningunni enda mikið sem geng- ur á í hverju stríði og allir orðnir fullsaddir af ástandinu þegar loks kemst á friður og reyna því að gleyma hremmingunum sem fyrst. Eitt af stríðunum sem heyrir sög- unni til og verður æ ryðgaðra í minningunni er stríðið í gömlu Júgóslavíu. Nú þegar tíu ár eru liðin síðan stríðinu lauk, hefur minnkað mjög áhugi fyrir að veita fé til stríðsfórnarlambanna. Vilborg Ísleifsdóttir-Bickel, doktor í sagnfræði, er ein þeirra sem enn standa í fremstu víglínu hjálpar- starfs, en hún stofnaði Þýskalands- og Íslandsdeildir Biser á fyrstu ár- unum eftir stríðslok. Biser eru hjálparsamtök sem reka þrjá lýðhá- skóla kvenna í Bosníu og skipt hafa sköpum í lífi bosnískra kvenna. „Ég fór fyrst til Bosníu 1997, tveimur árum eftir að stríðinu lauk. Stríðið fór hryllilega með konur; þúsundir voru drepnar og tugþús- undum haldið í nauðgunarbúðum þar sem sorinn í þjóðfélaginu hafði að þeim kynferðislegan aðgang hvenær sem hentaði. Ein þeirra kvenna sem til okkar kom hafði horft upp á eiginmann sinn drepinn og var svo nauðgað tímunum saman í viðurvist átta ára gamallar dóttur sinnar. Þá var henni haldið í nauðg- unarbúðum sem serbneski herinn hafði á sínum snærum en slapp þaðan við illan leik hálfu ári síðar. Það eru þessar konur sem leita rétt- ar síns nú en í New York er hægt að kæra þessi ofbeldisverk fyrir kanadískum rétti. Biser-félagið, ásamt þrettán konum sem lent höfðu í nauðgunarbúðum, fóru í mál gegn Karadzic sem er hátt settur og mjög vinsæll í serbneska hluta Bosníu. Við unnum málið og fengum ríflegar skaðabætur. Ef Karadzic næst einhvern tímann þarf ég ekki lengur að ganga um betlandi um rekstrarfé en níðingur- inn er vel varinn og á kafi í vopna- og eiturlyfjasölu, mansali og vændi.“ Fórnarlömb nauðgana drepin af ættingjum sínum Biser rekur þrjár deildir, staðsettar í bosnísku borgunum Sarajevo, Travnik og Tuzla. Á öllum stöðun- um hafast við þúsundir flótta- kvenna sem flokkast sem innan- landsflóttamenn. Þess má geta að í fyrrverandi Júgóslavíu eru milljón- ir innanlandsflóttamanna á ver- gangi. „Þessu fólki líður hræðilega. Mikill meirihluti flóttamannanna er múslimar sem komust af úr Srebr- enica-fjöldamorðunum sem voru mestu fjöldamorð í sögu Evrópu síðan í heimstyrjöldinni síðari. Þar voru drepnir tíu þúsund karlmenn og drengir en konurnar komust í gegnum skógana og flúðu til Tuzla. Þeir sem verða fyrir svona lífs- reynslu jafna sig aldrei. Þeir sem eftir lifa eru svo veikir að þeir „funkera“ varla sem manneskjur. Því eru alltof margir sjúklingar á hvern vinnandi mann, ofan á sextíu prósenta atvinnuleysi í Bosníu. Efnahagsástand nú er verra en í stríðslok og ríkið því sem næst gjaldþrota. Vegna þess getum við ekki sóst eftir fjármunum frá bosn- íska ríkinu sem tæplega ræður við að reka barnaskóla landsins.“ Biser-lýðháskólarnir eru allir í bosnísk-króatíska hluta Bosníu. Við stríðslok var meirihluti íbúa Sara- jevo múslimar en í skólana eru allar konur velkomnar til aðhlynn- ingar og náms, burtséð frá uppruna eða trúarbrögðum. „Vandinn við afskipti alþjóða- samfélagsins er að það drífur alltaf í kosningum eftir að friður kemst á, til þess eins að fara og skilja allt eftir í skötulíki og með leppstjórn til að þurfa ekki að standa í raun- verulegri uppbyggingu. Hin vest- rænu ríki vilja spandera sprengj- um og vopnum en ekki eyða krónu í menntun eða fátækraframfærslu. Kosningarnar 1997 voru þannig til mikillar óþurftar því fólk kaus bara þá sem það þekkti; helstu stríðs- herrana og afturhaldsseggina. Síðan hefur hvorki gengið né rekið. Pólitík á Balkanskaganum merkir að halda öllu niðri og bregða fæti fyrir náungann. Fólk er vant því að einn maður ráði öllu og þess vegna verða menn lengi að koma á lýð- ræði.“ Vilborg segir menntunarleysi kvenna dragbít á þessi samfélög, en múslimskar konur eru upp til hópa bæði ólæsar og óskrifandi. Hún bætir við, þótt ljótt sé að segja það, að tækifæri kvenna hafi legið í þessu stríði því þegar karlarnir voru dauðir hafi skapast olnboga- rými fyrir konur að mennta sig. „Því stofnuðum við þennan lýð- háskóla, sem eru námsflokkar fyrir fullorðnar konur. Ólæsi þeirra gerir aðkallandi að fá þær inn í skólana svo þær seinna meir reki eigin dæt- ur til náms. Skólahald er óskaplega lýðræðislegt fyrirbæri. Maður þarf bara að hafa viljann til að læra til að hafa rétt á inngöngu og vera vel- kominn. Við bjóðum áfallahjálp fyrir nauðgunarfórnarlömbin en það er ekki aðalatriðið. Það vill eng- inn vera stimplaður fórnarlamb og með því að einblína á nám vildum við forða konunum frá þessum stimpli. Mikilvægast er að auka sjálfsvirðingu þeirra og kenna þeim að komast af. Þannig geta þær sagst vera á leið í enskutíma en talað við sálfræðing í leiðinni. Það er mikil skömm að vera nauðgunar- fórnarlamb, jafnvel þótt allir hafi lent í þessu. Fórnarlömbin eru jafn- vel elt inn á spítala af sinni eigin fjölskyldu og drepin þar, ef ekki annars staðar. Í þessum múslimsku samfélögum er ekki lögregla eins og við þekkjum, heldur hefur stór- fjölskyldan lögreglumálin á sinni könnu og leysir þau svona.“ Grimmilegt stríð gegn konum og börnum Þeim konum sem stundað hafa nám í lýðháskólum Biser hefur að sögn Vilborgar gengið vel að fá vinnu eftir námið en vegna mikils at- vinnuleysis er takmörkunum háð að fá vinnu. Þeim gengur best sem kunna erlent tungumál, eru af góðum ættum og komast í störf hjá alþjóðaskrifstofum en flestir draga fram lífið á landbúnaði. Þjóðverjar, sem sjálfir hafa lent í stríðs- hörmungum, hafa sýnt raunhæfar lausnir í atvinnusköpun og hafa verið örlátir á fé til hvers kyns upp- byggingar í gömlu Júgóslavíu. „En það er afskaplega erfitt að fá peninga í hvers kyns kvenna- verkefni og eftir viðskipti mín við skrifræðið í Brussel finnst mér sú stofnun vera orðin framgangskerfi fyrir unga, evrópska bírókrata. Nú skipta verkefnin ekki máli heldur að þeir haldi stöðum sínum. Merki- legt líka með hjálparstarfsemi að menn byrja alltaf á því að setja upp rándýrar skrifstofur. Hvað eru 28 4. september 2004 LAUGARDAGUR Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR Biser er bosníska og þýðir perla eða tár, en perlur eru klassískt skart bosnískra kvenna. Íslenska stuðningsdeildin var stofnuð árið 2000, í henni eru, auk dr. Vilborgar Ísleifsdóttur-Bickel, þær Hildigunnur Ólafsdóttir af- brotafræðingur, Guðrún Guð- laugsdóttir blaðamaður, Valdís Elísabet Baldvinsdóttir kennari, Sigurveig Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur, Þórunn Klem- ensdóttir hagfræðingur og Kristín Guðmundsdóttir kennari. Formaður er Kristín Ástgeirs- dóttir fyrrverandi þingmaður. Biser-lýðháskólarnir hafa að markmiði að miðla til kvenna þekkingu sem nýst getur þeim á atvinnumarkaði. Samhliða er reynt að koma til kvenna félags- legri aðstoð, læknishjálp og lög- fræðilegri aðstoð. Til starfa eru valdar konur sem kunna sitt fag, ásamt því að hafa sama fé- lagslega og menningarlega bak- grunn og nemendur skólans. Einnig er mikilvægt að þær hafi þekkingu á þeim skelfilegu hremmingum sem konurnar hafa gengið í gegnum og stríðs- átökunum í fyrrverandi Júgó- slavíu. Boðið er upp á námskeið í handavinnu, lestri, tungumál- um, tölvunotkun, bókhaldi og ritarastörfum, ásamt námskeið- um í stofnun og rekstri fyrir- tækja. Handavinnunámskeiðin eru eftirsóttust og brúa bilið yfir í aðra og meiri þekkingu. Á almennum kvennavettvangi er rætt um mál sem brenna á konum og fengnir til þess vel menntaðir fyrirlesarar. Í kjöl- far fyrirlestranna eru um- ræður, helgarnámskeið og vinnustofur starfræktar. Biser-lýðháskólarnir eru starfræktir í borgunum Sara- jevo, Tuzla og Travnik. Banka- reikningur Biser á Íslandi er í Landsbankanum. Númerið er 011-26-002000. ■ Perlur og tár í þekkingarleit VILBORG ÍSLEIFSDÓTTIR-BICKEL Rekur námsflokka fyrir bosnísk fórnarlömb nauðgana úr stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu. Hún leitar nú fjárhagsstuðnings til áframhaldandi reksturs Biser-lýðháskólanna hjá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja leggja þessum þjáðu konum lið og hjálpa þeim að öðlast betri framtíð. Tíu ár eru síðan byssuskoltarnir í fyrrum Júgóslavíu þögnuðu. Þeir sem eftir lifa hafa varanleg ör á sálinni, ekki síst konurnar, sem margar eru ekkjur og fórnarlömb nauðgunarbúða. Í Bosníu er ólæsi meðal kvenna landlægt og atvinnutækifærin engin. Dr. Vilborg Ísleifsdóttir- Bickel er ein sterkra hugsjónakvenna sem reka lýðháskóla fyrir fórnarlömb nauðgana í stríðinu í Bosníu. Áfallahjálp og lestrarkennsla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI O G Ú R EI N K AS AF N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.