Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 44
McCall sagður leiðinlegur Alexander McCall Smith nýtur vinsælda víða um heim fyrir bækur sínar um kvenspæjarann Precious Ramotswe, en bók um hana, Kvenspæjarastofa númer 1, er nýkomin út hér á landi og hefur selst ágætlega. McCall Smith hefur sent frá sér nýja bók um Precious, In the Company of Cheerful Ladies. Í dómi í Sunday Times furðar gagnrýnandinn, Peter Parker, sig á vinsældum bókanna sem hann segir vera hægar og fremur leiðinlegar þótt margt sé þar vissulega þokkalega gert. Í dómnum um hina nýju bók kemur fram að gagnrýnandinn hafi ekki smekk fyrir henni og vill meira spennandi lesningu. BÓKASKÁPURINN 32 4. september 2004 LAUGARDAGUR Geðbilun í ættinni Geðbilun í ættinni eftir William Styron. Hér er að finna safn smá- sagna eftir einn þekktasta höfund Bandaríkjanna á sínum tíma. Í sög- unum blandast kímni og tregi á sér- lega heillandi hátt. Gyrðir Elíasson þýðir og eins og allir eiga að vita eru það sérstök meðmæli með bók taki hann að sér að þýða hana. Áður hefur Gyrðir þýtt Ég heiti Aram eftir sama höfund. AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR RÖDDIN - KILJA Arnaldur Indriðason DA VINCI LYKILLINN Dan Brown DÖNSK-ÍSLENSK/ÍSL.-DÖNSK Orðabókaútgáfan VERKEFNI FYRIR GLUGGAUMHVERFI Námsbók KALDALJÓS - KILJA Vigdís Grímsdóttir DÖNSK ÍSLENSK SKÓLAORÐAB. Mál og menning EXCEL 2002 Offset fjölritun ENSK-ÍSLENSK/ÍSLENSK-ENSK Orðabókaútgáfan KÁRAHNJÚKAR - MEÐ OG Á MÓTI Ómar Ragnarsson ÍSLENDINGAR Sigurgeir Sigurjónss. og Unnur Jökulsd. SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR RÖDDIN Arnaldur Indriðason DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KALDALJÓS Vigdís Grímsdóttir ÚLFURINN RAUÐI Liza Marklund GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason KORKUSAGA Vilborg Davíðsdóttir LOVESTAR Andri Snær Magnason KVENSPÆJARASTOFA NÚMER 1 Alecander McCall-Smith HJARTASTAÐUR Steinunn Sigurðardóttir ÍSLANDSKLUKKAN Halldór Laxness KILLIANSFÓLKIÐ Einar Kárason SJÁLFSTÆTT FÓLK Halldór Laxness DAUÐARÓSIR Arnaldur Indriðason ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA Hallgrímur Helgason MÝRIN Arnaldur Indriðason HÍBÝLI VINDANNA Böðvar Guðmundsson EDDUKVÆÐI Mál og menning FÁTÆKT FÓLK Tryggvi Emilsson ÝMISLEGT UM RISAFURUR OG TÍMANN Jón Kalman Stefánsson ANDSÆLIS Á AUÐNUHJÓLI Listinn er gerður út frá sölu dagana 25. 08. - 31.08. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Jóhann Sigurjónsson ákvað rúmlega tvítugur að helga sig skáldskap. Hann hætti námi í dýralækningum við Landbúnað- arháskólann í Kaupmannahöfn við litla hrifningu Sigurjóns föður síns, stórbónda að Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu sem þótti lítið til ritiðju sonar- ins koma. Jóhann var hinsvegar viss í sinni sök og er einn af fyrstu höfundum íslenskra bók- mennta sem gera ritstörf að at- vinnu. Jón Viðar Jónsson hefur skráð sögu Jóhanns sem án efa er frægasta leikritaskáld Ís- lendinga. Verk hans hafa verið sýnd beggja vegna Atlantsála og notið virðingar og vinsælda. „Ferill Jóhanns var á margan hátt mjög sérkennilegur,“ segir Jón Viðar. „Hann er auðvitað alinn upp í leikhúslausu landi og þekkir lítið til alvöruleikhúss þegar hann kemur til Kaup- mannahafnar 19 ára að aldri. Með Fjalla-Eyvindi slær hann í gegn og verður frægur um öll Norðurlönd.“ Jón Viðar velkist ekki í vafa um sess Jóhanns í bókmennta- sögunni. „Hann er eitt af höfuð- skáldunum. Hann lyftir ís- lenskri leikritun nánast upp á heimsbókmenntalegt plan með Fjalla-Eyvindi. Og sem ljóð- skáld er hann eitt af stóru nöfn- unum, það má kannski segja að hann sé síðasti stóri róman- tíkerinn og fyrsti módernist- inn.“ Uppfinningar og hafnargerð Jóhann Sigurjónsson átti sér stóra drauma og stefndi hátt. Ekki bara í skáldskap heldur í lífinu yfirleitt. Athuganir Jóns Viðars leiddu í ljós aðrar hliðar skáldsins. „Jóhann vissi að hann gæti ekki lifað af því að vera skáld. Þótt hann hefði góðar tekjur á stundum var tilveran óviss og þar sem hann vildi lifa góðu lífi hafði hann ýmislegt annað á prjónunum. Hann fékkst t.d. við uppfinningar og fékk einkaleyfi á klemmum til að halda höttum á höfðum fínu kvennanna og lokum til að verja bjórkrúsir fyrir ryki. Klemm- urnar fóru aldrei í framleiðslu en þónokkuð var búið til af ryk- lokunum sem reyndar ryðguðu illilega með tímanum.“ Í ofanálag hafði Jóhann há- leitar hugmyndir um gerð síld- arhafnar í Höfðavatni í Skaga- firði. Hafði hann fengið danska fjárfesta og verkfræðinga í lið með sér og eitt stærsta verktakafyrirtæki Danmerkur virðist hafa verið komið á kaf í málið. Tæknilega voru þetta raunhæf áform og verkefnið var komið vel á veg þegar Jó- hann dó 1919. Um svipað leyti varð aflabrestur og að auki féllu fleiri frá sem tengdust málinu. Var álfunum í Þórðar- höfða kennt um en þeir voru sagðir mótfallnir hafnargerð- inni. Sögulegt einkalíf Jón Viðar segir einkalíf Jóhanns hafa verið býsna sögu- legt á köflum. „Í mörg ár átti hann í leynilegu ástarsambandi við gifta konu, Ingeborg, sem varð svo kona hans skömmu eftir að fyrri maður hennar lést. Hún var stóra ástin í lífi hans. Áður hafði Jóhann eignast dótt- urina Grímu en erfiðleikar í samskiptum hennar og Inge- borg gerðu að verkum að sam- bandið milli föður og dóttur var stopult. Um Grímu vildi enginn vita á Íslandi og hér var ekki talað um hana.“ Að sama skapi var lítið talað um hneigðir Jóhanns til víns en hann fór illa með sig á drykkju. „Þá eru traustar heimildir fyrir því að hann hafi veikst af sýfil- is og þó að hann hafi komist að mestu yfir sjúkdóminn er talið að hann hafi átt sinn þátt í dauða skáldsins. Vitneskja um allt þetta skiptir okkur máli því að Jóhann sótti sem skáld í til- finningar sínar og einkalíf.“ Talsvert til af heimildum Jón Viðar vann að bókinni í nokkur ár samhliða öðrum störfum. Tveggja ára starfslaun frá Launasjóði rithöfunda gerðu honum svo kleift að helga sig verkefninu. „Það er til gletti- lega mikið af heimildum um Jóhann en þær eru brotakennd- ar og oft á tíðum var tafsamt að komast yfir þær. Ég fann ýmis- legt sem ekki hefur áður verið notað t.d. handrit Ingeborgar að æviminningum hennar, sem komu fyrst út á dönsku 1932, en margt sem hún skrifaði þótti ekki prenthæft og var því rit- skoðað út úr bókinni á sínum tíma. Þá styðst ég við frásagnir Líneyjar Jóhannesdóttur, bróð- urdóttur Jóhanns, en hún vissi margt sem var viðkvæmt í nán- ustu fjölskyldu hans og menn vildu síður tala um. Þá skoðaði ég einkabréf, bæði í söfnum og einkaeigu, margt sem aldrei hefur áður komið fram. Sumt af því verður raunar prentað sem viðauki með bókinni, bréf hans til Ingeborg og eins nánasta vinar hans, Guðmundar Bene- diktssonar.“ Jón Viðar segir að bókin sé ekki hefðbundin ævisaga. „Þetta er tilraun til að draga upp heildarmynd af skáldinu og rannsókn á ákveðnum megin- þemum í lífi og skáldskap Jóhanns.“ Nafn bókarinnar, Kaktus- blómið og nóttin, vísar í mynd- mál það sem gengur eins og rauður þráður í gegnum mikið af ljóðlist Jóhanns. Hún kemur út hjá bókaforlaginu Hólum á Akureyri og er væntanleg eftir nokkrar vikur. bjorn@frettabladid.is [ BÓK VIKUNNAR ] Enska skáldkonan Mary Renault fæddist á þessum degi árið 1905. Átta ára ákvað hún að verða rithöfundur og var afkastamikil um ævina. Mörg verka hennar eru sögulegar skáldsögur og þríleikurinn um Alexander mikla þeirra þekktast. Reunault eyddi efri ár- unum í Suður-Afríku og lést þar 1983. Nýr metsöluhöfundur? Ævintýrabækur njóta mikilla vinsælda nú um stundir. Menn í breska bókabransanum fullyrða að prestsdóttir frá Nottingham verði senn vellauðug vegna kvikmyndunar á bók sem kemur út í Bandaríkjunum nú eftir helgi. Bókin heitir Jonathan Strange and Mr. Norrell, er 800 síður og segir frá töframönnum sem aðstoða hertogann af Wellington við að vinna orrustuna um Waterloo. Höfundurinn, Susanna Clarke, var tíu ár að skrifa bókina og vinnur nú að annarri bók sinni. Bók- inni er spáð mikilli velgengni og í Hollywood berjast menn um kvikmyndaréttinn. Ég er ráðrík. Ég eigna mér menn. Og ég er vandlát. Vel mér aðeins þá til eignar sem eru myndrænir í hugs- un og dálítið trylltir. Vigdís Grímsdóttir. Kaktusblómið og nóttin Jón Viðar Jónsson hefur skráð ævisögu Jóhanns Sigurjónssonar skálds JÓHANN OG JÓN Jón Viðar Jónsson stendur hér við höfuðmynd af Jóhanni Sigurjónssyni, eftir Gerði Helgadóttur, í Kristalssal Þjóðleikhússins. Hann er eitt af höfuðskáldunum. Hann lyftir íslenskri leik- ritun nánast upp á heims- bókmenntalegt plan með Fjalla-Eyvindi. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.