Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 6
6 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Lithái með kókaín í meltingarvegi: Varðhald framlengt um mánuð DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir Litháa sem tekinn var sunnudag- inn 29. ágúst í flugstöð Leifs Eiríkssonar með 300 grömm af kókaíni innvortis hefur verið framlengt til 4. október. Hjá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins stæði yfir og að ekki yrðu gefnar upplýsingar um gang hennar að sinni. „Við fengum gæsluvarð- haldið framlengt og höldum rann- sókninni áfram,“ sagði Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, deildarlög- fræðingur hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Heimildir blaðsins herma hins vegar að málið sé meðal annars rannsakað með tilliti til tengsla við líkfundarmálið í Neskaupstað í febrúar síðastliðnum. Málin eru mjög áþekk, mennirnir á svipuð- um aldri og báðir frá Vilnius í Litháen. Þá er í báðum tilvikum um að ræða mikið magn eiturlyfja sem smyglað er í meltingarvegi í vandlega frágengnum pakkning- um. ■ Fleiri börn deyja í stríði en hermenn Tvær milljónir barna létu lífið í stríði á undanförnum áratug. Fleiri börn hafa látist en hermenn. Fimm milljónir barna hlutu varanlega fötlun og tólf milljónir barna urðu heimilislaus. HJÁLPARSTARF Hin hörmulegu morð á börnunum í barnaskólanum í Beslan í Suður-Rússlandi hafa beint athygli heimsins að ömur- legu hlutskipti fjöldamargra barna í hernaði og stríðsátökum í heimin- um. Samkvæmt tölum frá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, UN- ICEF, dóu tvær milljónir saklausra barna í stríði á undanförnum ára- tug. Létu fleiri börn en hermenn lífið. Þrefalt fleiri börn, eða sex milljónir, hafa slasast alvarlega eða hlotið varanlega fötlun af völd- um stríða og búa við vonlausa framtíð vegna þess. „Sem betur fer er það sjaldgæft þótt það sé því miður ekki einstakt að hernaður beinist beinlínis að börnum í hryðjuverkum líkt og gerðist í Baslan,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Börn verða fórn- arlömb stríða á ýmsan annan hátt. Þegar stríðsástand er við lýði stoppar það oft bólusetningar- herferðir, vatn mengast og öll sam- félagsleg þjónusta fellur niður. Börn eru berskjaldaðri en full- orðnir fyrir slíku og láta börn lífið á hverjum degi af völdum stríðs á óbeinan hátt,“ segir Þórir. Fimm milljónir barna hafa hlot- ið varanlega fötlun vegna stríðsá- taka, tólf milljónir eru heimilislaus og ein milljón barna er munaðar- laus. „Börn verða oft viðskila við foreldra sína í stríði. Það er dag- legt brauð að Rauði krossinn reyni að koma börnum í fóstur til ættingja,“ segir Þórir. Talið er að 300 þúsund barna séu nýtt í stríðsátökum víðs vegar um heiminn. Þau eru notuð sem hermenn, sendiboðar, eldabuskur eða til vændis. „Börn verða á mjög margan hátt fyrir barðinu á ofbeldi. Um 300 þúsund börn eru notuð sem hermenn. Þeim er rænt þegar þau eru mjög ung, oft um sex ára. Svo eru þau alin upp til að vera sam- viskulausar drápsvélar. Það eru dæmi um þetta í Sierra Leone og Líberíu. Eitt af verkefnum Rauða krossins er að endurhæfa slík börn og koma þeim inn í samfélagið aftur. Það er langt frá því auðvelt verk því mörg þessara barna hafa orðið vitni og tekið þátt í miklum hörmungum,“ segir Þórir. Tíu þúsund börn deyja árlega eða missa útlim vegna sprengja þrátt fyrir að samþykkt hafi verið bann gegn framleiðslu og notkun jarðsprengja. „Það veit enginn hversu margar jarðsprengjur eru til í heiminum en giskað hefur verið á 100 milljónir. Þeim er oft komið fyrir þar sem börn eru mikið á ferð, til að mynda nálægt vatnsbólum og verða börn því oft fórnarlömb þeirra,“ segir Þórir. sda@frettabladid.is Innskráning í flug: Skrá sig úr farsíma FINNLAND, AP Viðskiptavinir finnska flugfélagsins Finnair geta frá og með næsta mánuði skráð sig inn í flug með því einu að senda smáskilaboð úr far- síma. Flugfélagið býður þeim farþegum sem fljúga oft upp á þjónustuna en takmarkar hana við það að þeir séu aðeins með handfarangur. Það eina sem farþeginn þarf að gera er að senda tvenn smáskilaboð. Annars vegar um að hann sé á leiðinni og síðan staðfestingu þegar hann hefur fengið allar upplýsingar, svo sem um sætisnúmer og hlið, í smáskilaboðum. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Hvað hét fellibylurinn sem gekk yfirFlórída um helgina? 2Hver er formaður einkavæðingar-nefndar? 3Hversu margir gestir komu á Þjóð-minjasafnið um helgina? Svörin eru á bls. 38 Atvinnuhermenn: Stríða við offituvanda ÍSRAEL, AP Holdafar ísraelskra hermanna veldur yfirmönnum þeirra áhyggjum en nú er svo kom- ið að meira en helmingur hermannanna eru feitari en góðu hófi gegnir. „Atvinnuher- mennirnir okkar eru í slæmu formi,“ sagði Dorit Tekes majór, sem hefur yfirumsjón með prófunum á heilsufari ísrael- skra hermanna. „Offita er ekki vandamál, heldur sjúkdómur,“ sagði Tekes og bætti við: „Þetta er kannski sjúkdómur sem er gaman að verða fyrir, þar sem það felur í sér að borða mikið af súkkulaði og öðrum fitandi mat, en offita er samt sjúkdómur í allri merkingu þess orðs.“ ■ Kajakleiðangur blindra: Norðurljós í fyrsta sinn GRÆNLAND Nú eru aðeins sjö róðrar- dagar eftir hjá fjórmenningunum í kajakleiðangri Blindrafélagsins niður með austurströnd Grænlands. Fjórmenningarnir eru nú á erfið- asta hluta leiðarinnar, og róa í 3ja stiga hita og miklum ís. Blindrafélagið hefur látið opna símanúmer sem hægt er að hringja í og leggja þannig sitt af mörkum til stuðnings leiðangrinum. Númerið er 902 5100, og við það að hringja í það dragast 1000 krónur af sím- reikningi viðkomandi. Margt hefur á daga leiðangurs- manna drifið. M.a. sá einn leiðang- ursmanna, með einungis 10% sjón, norðurljósin í fyrsta skipti. ■ SÆRÐ BÖRN Í RÚSSLANDI Samkvæmt tölum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, dóu tvær milljónir saklausra barna í stríði á undanförnum áratug. Fleiri börn en hermenn létu lífið. FEITUR HER- MAÐUR Um 57 prósent hermanna eru of þungir og margir allt of þungir. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Gæsluvarðhald yfir Litháa sem gripinn var í Leifsstöð fyrir rúmri viku með kókaín inn- vortis hefur verið framlengt um mánuð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.