Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 Viðskiptahallinn í fyrra: Mun minni en talið var EFNAHAGSMÁL Viðskiptahallinn við útlönd í fyrra var 32 milljarðar króna en ekki 43,5 milljarðar eins og bráðabirgðatölur Seðlabankans gerðu ráð fyrir. Í frétt frá Seðla- bankanum kemur fram að skekkj- an sé til komin vegna nýrra upp- lýsinga um vaxta- og arðgreiðslur. Þá kemur fram að afgangur á fjármagnsjöfnuði hafi verið mun minni í fyrra en áður var talið. Seðlabankinn segir uppgjör greiðslujafnaðar háð mikilli óvissu og endanlegar tölur komi ekki fram fyrr en að töluverðum tíma liðnum frá því að tímabili lýkur. ■ EFNAHAGSMÁL Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs Íslands, hefur áhyggjur af því að tilhneigingar gæti til þess að auka hlut ríkisins á meðan þróunin í nágrannalöndunum sé þveröfug. Á fundi Íslandsbanka um við- skiptahorfur næsta árs er Þór meðal frummælenda og hefur erindi hans yfirskriftina „Aftur- hvarf til fortíðar.“ Þar fjallar hann um aukin umsvif ríkis- valdsins og setur það í samhengi við aukna umfjöllun um græðgi og óhóf í viðskiptalífinu. „Við erum að horfa upp á vissa ríkisvæðingu. Ríkisstofn- unum hefur ekki fækkað og það er verið að tala jafnvel um fjölg- un þeirra núna. Það hafa komið úr ýmsum áttum hugmyndir um nýja lyfjaverslun ríkisins. Það er að sumu leyti afturhvarf til for- tíðar. Það er trú á því að ríkið geti leyst einhver mál umfram það sem markaðurinn hefur gert,“ segir Þór. Hann segir að þetta gerist á sama tíma og neikvæð umfjöllun um viðskiptalífið hafi aukist. „Á sama tíma virðist sem áhugi fyrir einkavæðingu sé á niðurleið. Þetta gerist þegar þjóðirnar í kringum okkur eru að setja mikinn kraft í einkavæðingu,“ segir Þór. Hann nefnir sem dæmi að nú séu uppi háværar raddir í Dan- mörku sem fari fram á aukna einkavæðingu í heilbrigðis- og menntageiranum. „Hjá okkur er alltaf eins og þetta séu ein- hverjir sértrúarhópar í Versl- unarráðinu eða Heimdalli sem tala svona,“ á meðan annars staðar sé þessi umræða mun almennari. ■ Framkvæmdastjóri Verslunarráðs: Ræðir um afturhvarf til fortíðar » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri Verslunarráðs hefur áhyggjur af því að hér á landi sé ekki næg- ur kraftur í einkavæðingunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.