Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 30
Það er margt merkilegt við Ís- land. Á Íslandi eru fallegustu fjöllin, heitustu hverirnir, stærstu jöklarnir og svo mætti lengi telja. Á Íslandi er líka mikil og góð hefð fyrir því að starfsstéttir séu lög- verndaðar. T.d. má ekki hver sem er leggja rafmagn í íbúðirnar okkar. Nei, vegna þess að til þess þarf sérstakt nám og próf. Ekki má heldur hver sem er keyra leigubílinn sem við tökum og því síður strætó. Nei, til þess þarf meirapróf. Það þarf sem sagt sérþjálfað vinnuafl í nánast allt í okkar til- veru. Og það eru líka til starfs- heiti yfir flest sem við vinnum við. Það eru til ræstitæknar, skólaliðar, hagfræðingar og lækn- ar, félagsráðgjafar, skrifstofu- tæknar, verkfræðingar og svo mætti lengi telja. Það má sem sagt segja að Íslendingar búi við visst öryggi í þessum efnum. Þannig að við getum nánast treyst þvi að ef einhver starfar sem læknir, þá er hann líklega læknir og hefur menntun til þess. Og ef við förum upp í leigubíl, þá getum við nánast treyst því að bílstjórinn sé með meirapróf. Annað væri lögbrot. En ef við sendum börnin okkar í skólann kemur annað á daginn. Sérstaklega í skólum á lands- byggðinni. Sums staðar er nefni- lega innan við helmingur kennara við skólana með kennsluréttindi. Það er samt oftast mjög hæft fólk sem kemur að kennslu barnanna. Mjög oft háskólamenntað fólk, en hefur samt ekki réttindi til að kenna. Eða hvað? Jú, það hefur réttindi til að kenna vegna þess að einhver nefnd má veita því tíma- bundin réttindi. Til eins árs í senn. Nema að viðkomandi leiðbeinandi sé ekki með háskólapróf. Þá þarf sérstaka undanþágu frá mennta- málaráðherra. Síðasta vor ætluðu 40 börn í skólaferðalag. Því miður fékkst enginn bílstjóri á rútuna sem þau ætluðu með, þannig að einn kennar- inn sótti um undanþágu til að fá að keyra börnin í þessu ferðalagi. Samgönguráðherra veitti undan- þágu frá meiraprófi fyrir viðkom- andi kennara í eina viku, þannig að börnin komust í ferðalagið. Að vísu fékk bílstjórinn ekki sömu laun og réttindabílstjóri hefði fengið, þannig að þetta var sparn- aður fyriri skólann. Auðvitað var þetta dæmi að framan ekki satt. Það hefði nefnilega enginn fengið undanþágu til að keyra 40 börn í rútu. Það er bara óhugsandi. Það má enginn gera eitthvað sem hann hefur ekki réttindi til. Enginn má stjórna gröfu án réttinda; enginn má stunda lækningar án réttinda; enginn má vera prestur án réttinda; enginn má keyra bíl án réttinda og enginn má leggja raf- magn án réttinda. Það er óhugsandi að gefa undanþágur vegna þessa. Nema hjá kennurum. Þar má veita undanþágur frá lögum um lögvernd á starfsheiti grunnskóla- kennara. Það er meira að segja til sérstök undanþágunefnd. Hún hefur það hlutverk að veita þeim sem eru ekki með kennsluréttindi og sækja um að kenna í grunn- skólum undanþágu. Ef viðkom- andi umsækjandi hefur háskóla- próf fær hann undanþágu hjá nefndinni en ef hann hefur ekki háskólapróf er ráðherra heimilt að veita undanþágu í trássi við úr- skurð nefndarinnar. Það er meira að segja gert ráð fyrir þessu í kjarasamningum! Margir halda að það sé auðvelt starf að vera kennari. Löng frí og stuttur vinnudagur. Það má vel vera að það líti þannig út en fáar eða engar stéttir taka vinnuna með sér heim í jafn miklum mæli og kennarar gera. Það eru líka fáar stéttir sem hafa jafn mikil áhrif á börnin okkar og kennarar. Kennarar eru starfandi með börn- unum í átta tíma á dag, níu mán- uði á ári. Ef það er einhver stétt í þjóðfélaginu sem þarf á hæfu og dugmiklu starfsfólki að halda, þá er það kennarastéttin. Því miður er það nú þannig að það er gert ráð fyrir leiðbeinendum í kjara- samningum. Ekki ætla ég að gera lítið úr leiðbeinendum enda fylli ég þann flokk sjálfur. Það sem mér svíður hins vegar er sú stað- reynd að stéttarfélag kennara skuli sætta sig við þessa stöðu. Það er nefnilega staðreynd að leiðbeinendur halda launum kenn- ara niðri. Það er hinn blákaldi veruleiki. ■ Í leiðara Fréttablaðsins 31. ágúst er fjallað um þær stórfelldu breytingar sem hafa orðið á íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug. Lagt er út af tölum Sam- taka verslunar og þjónustu (SVÞ) um framlag þjónustugreina til gjaldeyrisöflunar og fjölda starfa í þjónustugreinum og Ísland talið til „þjónustuþjóða“. Sú umfjöllun byggist á þó nokkrum misskiln- ingi um eðli íslenskrar efnahags- starfsemi. Stórþjóðir, eins og Bandaríkin, eru gjarnan taldar hafa „þjón- ustuhagkerfi“ vegna þess að um 70% starfandi eru í þjónustu- greinum ýmiss konar. En það sama á ekki við um Ísland þótt ámóta stórt hlutfall starfi í heil- brigðis- og menntaþjónustu, opin- berri stjórnsýslu, fjármálaþjón- ustu, flutningastarfsemi eða hótel-, veitinga- eða verslunar- rekstri. Ástæðuna er að finna í veigamiklum mun á efnahags- starfsemi landanna. Bandaríkin eru sjálfum sér nóg um flesta hluti. Áhugi þeirra er að mestu á sínum stóra heimamarkaði. Hlut- deild útflutnings þeirra af lands- framleiðslu er rétt um 10%. Í smáþjóðum er þetta hlutfall oftast mun hærra vegna þess að þær þurfa að afla gjaldeyris til að greiða fyrir margvíslegan inn- flutning. Á Íslandi hefur útflutn- ingur lengi verið nær 40% af landsframleiðslunni. Þessi ólíka staða undirstrikar mikilvægi út- flutningsgreina fyrir smáþjóð eins og Ísland. Á liðinni öld litum við á okkur sem fiskveiðiþjóð vegna mikilvægis sjávarafurða fyrir gjaldeyrisöflunina og þrátt fyrir að mikinn meirihluta starfa væri að finna í öðrum greinum. Þá má nefna að tölur SVÞ um að þjónustugreinar hafi aflað um 37% af heildargjaldeyristekjun- um árið 2003 eru ekki alls kostar réttar. Þótt framlag verslunar og þjónustu sé vissulega mikilvægt fyrir þjóðarbúskapinn er ekki við- eigandi að forsvarsmenn þeirra leggi áherslu á það með því að heimfæra á þjónustugreinarnar launa- og vaxtatekjur Íslendinga erlendis. Sá hluti af þáttatekjun- um svokölluðu er um 3,5% af gjaldeyristekjunum. Að skreyta sig með lánsfjöðrum er sjaldnast til bóta. Áætla má að 63% af gjaldeyris- tekjum þjóðarbúsins í ár komi frá framleiðslugreinunum. Þar á eftir koma þjónustugreinarnar með 32% og þáttatekjur með rúm 5%. Það er því ljóst að framleiðslu- greinarnar eru enn mikilvæg- astar fyrir gjaldeyrisöflunina. Varðandi þær stórfelldu breyt- ingar sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi er ljóst að þátttaka þjóðarinnar í EES-samningnum, einkavæðing ríkisstofnana og breytingar á skattkerfinu löguðu starfsskilyrði íslenskra fyrir- tækja mikið og nýjar atvinnu- greinar blómstruðu sem aldrei fyrr. Í kjölfarið komu fram á sjón- arsviðið mörg fyrirtæki sem framleiða hátæknivörur eins og lyf, lækningatæki, vélbúnað, hug- búnað o.s.frv. Það er í raun stór- merkilegt að hlutdeild hátækni- fyrirtækja í gjaldeyristekjunum, sem var hverfandi lítil árið 1990, er nú komin í tæp 7% af gjaldeyr- istekjunum. Mestur vöxtur í öflun gjaldeyristekna á Íslandi hefur orðið hjá slíkum fyrirtækjum. Til samanburðar jókst hlutdeild stór- iðju í gjaldeyrisöfluninni um fjögur prósentustig yfir sama tímabil. Þá jókst hlutdeild þjón- ustugreina um sjö prósentustig, sem má að mestu rekja til aukinn- ar samgöngustarfsemi. Miðað við vaxandi mikilvægi þessara greina fyrir gjaldeyrisöflunina er rétt- ara að segja við séum á góðri leið með að verða „nútíma fram- leiðslu- og viðskiptaþjóð“. Það er jafnframt eftirsóknarverð þróun þar sem framleiðni og laun eru að jafnaði hærri í greinum sem sam- nýta hátt menntastig og tækni- nýjungar. Þá er það jákvætt að í lok þessa áratugar mun útflutningur stór- iðju stóraukast. Iðnaður (ásamt áli), sjávarútvegur og þjónustu- greinar verða þá þrjár megin- stoðir gjaldeyristekna Íslendinga. Um leið er líklegt að iðnaðurinn verði þá orðin stærsta einstaka greinin í gjaldeyrisöfluninni. Mikilvægt er að Íslendingar skilji hvert framlag einstakra greina er til gjaldeyrisöflunar og lífsgæða og hvar framleiðni- og tekjustigið er hæst. Á komandi árum er brýnt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar nýti allar leiðir til að efla nýsköpun á sviði há- tækniframleiðslu, bæði með því að stuðla að framboði af nægu áhættufjármagni, menntuðu starfsfólki og samstarfi við há- skólasamfélagið. Þá mun aukin þátttaka í samstarfi Evrópuþjóða einnig koma slíkri starfsemi og þjóðarbúinu í heild til góða. Ef vel tekst til munu fyrirtæki í hátækni verða enn mikilvægari undirstaða útflutnings, verðmætasköpunar og lífsgæða okkar í framtíðinni. Slík þróun mun einnig draga úr skuldasöfnun erlendis og tryggja okkur jafnan og góðan hagvöxt. Að lokum má benda á mikil- vægi innlendra iðngreina sem keppa við innflutning fyrir jafn- vægið í erlendum viðskiptum. Á næstu árum er fyrirséð að raun- gengið verður hátt og sam- keppnisstaða innlendra fram- leiðslufyrirtækja erfið. Þetta ástand er utan áhrifasviðs fyrir- tækjanna. Það er tilkomið vegna stóriðjuframkvæmdanna og ör- ari launabreytinga hér á landi en erlendis. Við þessar kringum- stæður er skynsamlegt að hvetja Íslendinga til að hlúa að eigin framleiðslu með því að velja íslenskt að því tilskildu að verð og gæði séu sambærileg við inn- fluttar vörur. Það verndar störf í landinu og stuðlar að betra jafn- vægi í erlendum viðskiptum. Að kaupa íslenskt er jafngilt því að draga úr skuldasöfnun þjóðar- búsins erlendis. ■ 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR22 Bróðurparturinn er enn vöruútflutningur Flestum ber saman um það að Jónas hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaðurinn á fyrri hluta tuttugustu aldar, enda lét hann ótrúlega margt gott af sér leiða þótt kreppu- tímar væru lengst af á hans skamma valdaferli. TORFI GUÐBRANDSSON UMRÆÐAN JÓNAS FRÁ HRIFLU ,, Margir halda að það sé auðvelt starf að vera kennari. Löng frí og stuttur vinnudagur. Það má vel vera að það líti þannig út en fáar eða engar stéttir taka vinnuna með sér heim í jafn miklum mæli og kennarar gera. VALDIMAR MÁSSON LEIÐBEINANDI UMRÆÐAN KENNARASTÉTTIN ,, Margir hafa í rás tímans spreytt sig á að hugsa og skrifa um íslensk- an landbúnað og velt vöngum bæði yfir framleiðslu landbúnaðarvara og markaðsmálum og bent á þarfar úrbætur í þeim efnum, enda er ekkert nema gott um það að segja. Öðru máli gegnir þegar í ljós kemur að sagnfræðiþekking þessara menningarvita er í molum eins og berlega kemur í ljós við lestur greinar Þorvaldar Gylfa- sonar prófessors sem birtist í Fréttablaðinu 1. sept. sl. undir fyrirsögninni: „Að byrja á öfugum enda“. Í greininni lýsir höfundur að nokkru bændapólitík á fyrri hluta tuttugustu aldar og dregur upp mjög neikvæða mynd af Jónasi Jónssyni frá Hriflu og segir þar meðal annars: „. ..bændur neyttu aflsmunar á stjórnmálavettvangi til að halda aftur af þéttbýlis- myndun og hefta aðra atvinnuvegi í eiginhagsmunaskyni. [...] Öflug- asti talsmaður þessarar sveitahug- sjónar var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hugmyndir hans og sam- herja hans um landbúnað og lands- byggð hafa reynst þjóðinni dýrar fram á þennan dag og dregið niður lífskjörin, einkum kjör fátæks fólks og bænda.“ Það er með ólíkindum að pró- fessorinn skuli láta frá sér fara slík öfugmæli sem þessi. Flestum ber saman um það að Jónas hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaðurinn á fyrri hluta tuttugustu aldar, enda lét hann ótrúlega margt gott af sér leiða þótt krepputímar væru lengst af á hans skamma valdaferli. Hann lagði ekki stein í götu annarra at- vinnuvega, þvert á móti studdi hann framfarir bæði á verklegum sviðum og í menningarmálum og naut hann þar yfirgripsmikillar þekkingar sinnar eftir námsdvöl í nokkrum Evrópulöndum. Jónas vann stórvirki í höfuðborginni með því að beita sér fyrir byggingu Þjóðleikhússins, Sundhallarinnar, Landsímahússins, Arnarhvols og Háskólans. Ber það framtak hans með sér að hann hafi reynt „að halda aftur af þéttbýlismyndun“? Nei, síður en svo. Þótt þetta séu allt mikil stórvirki mun Jónas þó lík- lega hafa verið stoltastur af þeim þætti sem hann átti í stofnun hér- aðsskólanna sem opnuðu óvænt námsbrautir fyrir æskulýð lands- byggðarinnar. Barnaleg eru þau ummæli að Jónas og samherjar hans hafi dregið niður kjör fátæka fólksins og bænda. Þvert á móti efldu fram- sóknarmenn samvinnufélögin sem áttu mestan þátt í velgengni bændastéttarinnar og framförum í landbúnaði. Á fyrri hluta síðustu aldar bjó almenningur við kröpp kjör bæði til sjávar og sveita. Al- þýðuflokkurinn kom til sögunnar árið 1916 til að gæta hagsmuna verkafólks í þéttbýlinu. Allir ættu að vita hver átti mestan þátt í stofnun hans, því að varla hefur nokkur maður gert meira fyrir fá- tæka fólkið. Já, það var enginn annar en Jónas frá Hriflu! Af framansögðu má sjá að það er ekki að ástæðulausu sem þessi grein er rituð. Jónas var stórbrot- inn persónuleiki og átti sínar góðu hliðar sem oft vilja gleymast. En á hinn bóginn ber síst að skilja orð mín svo, að hann hafi verið ein- hver engill. Hann hafði sína galla eins og aðrir dauðlegir menn. Hann þótti óvæginn og illvígur í ritdeilum. Einkum lét hann fjár- plógsöflin og gróðapungana í Sjálfstæðisflokknum kenna á rit- leikni sinni svo að undan sveið. Hann var óneitanlega ráðríkur og einþykkur og komst því oft upp á kant við samstarfsmenn sína. Fóru þau vandkvæði vaxandi er tímar liðu og ollu því ásamt fleiri ágreiningsmálum að leiðir skildu. En eftir standa verk Jónasar eins og minnisvarðar um mikilmenni sem markaði djúp spor í menning- arsögu þjóðarinnar. Þess vegna er við hæfi að láta Jónas njóta sann- mælis í umfjöllun sagnfræðinga og fræðimanna. ■ Látum Jónas frá Hriflu njóta sannmælis Ódýrt vinnuafl Í SKÓLANUM „Ef það er einhver stétt í þjóðfélaginu sem þarf á hæfu og dug- miklu starfsfólki að halda, þá er það kenn- arastéttin,“ segir greinarhöfundur. Miðað við vaxandi mikilvægi þessara greina fyrir gjaldeyrisöflun- ina er réttara að segja við séum á góðri leið með að verða „nútíma framleiðslu- og viðskiptaþjóð“. Það er jafnframt eftirsóknarverð þróun þar sem framleiðni og laun eru að jafnaði hærri í greinum sem sam- nýta hátt menntastig og tækninýjungar. ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON HAGFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÍSLENSKT EFNA- HAGSLÍF ,, Í SUNDAHÖFN Bróðurparturinn af útflutningi Íslendinga er enn vöruútflutningur segirgreinarhöfundur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.