Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 41
33ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 Fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálms- son hlaut í gær viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Árlega er veitt viðurkenn- ing úr sjóðnum að upphæð 500 þúsund krónur, en sjóðnum er ætlað að styrkja efnilega tónlistar- nema í „söng og fíólínspili“ eins og Anna sjálf orðar það í bréfi. Þetta er í þriðja sinn sem styrkurinn er afhentur í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á fæðingardegi Önnu, en styrkþegar voru þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzó- sópransöngkona, árið 2002 og Eyjólfur Eyjólfsson, tenór árið 2003. Anna Karólína Nordal var fædd í Vesturheimi þann 6. september árið 1902. Hún bjó alla ævi í Kanada og kom aldrei til Íslands. Anna sýndi ættlandi sínu, Íslandi og Íslendingum mikla ræktarsemi alla tíð, og er þessi höfðinglega gjöf hennar fagur vitnisburður þess. Samstarf hefur tekist með Salnum, Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi og sendiráði Íslands í Kanada í tengslum við styrkveitinguna. Ari Þór Vilhjálmsson er fædd- ur árið 1981 og er af íslensku og mexíkönsku bergi brotinn. Hann hóf tónlistarnám 5 ára gamall sam- kvæmt Suzukiaðferðinni, var síðan nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara til 1996, en þá tók Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeist- ari við kennslunni. Árið 2001 lauk Ari einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Sama ár lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Að því búnu hélt Ari til Bandaríkjanna þar sem hann lærði hjá hjónunum Almita og Roland Vamos frá árinu 2001-2003 við Northwestern Uni- versity. Ari stundar nú nám hjá Sigurbirni Bernharðssyni, við Uni- versity of Illinois at Urbana- Champaign, en Sigurbjörn starfar þar sem gestaprófessor. Ari Þór mun þreyta frumraun sína á Íslandi á einleikstónleikum í TÍBRÁ í Salnum laugardaginn 27. nóvember kl. 16. Meðleikari hans þar er Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanóleikari. ■ Breskir karlmenn gráta nú í kodd-ann sinn við þær fréttir að Kylie Minogue sé að íhuga að flytja af landi brott. Ástralska söngkonan ætlar þó ekki heldur að flytjast aftur til heimalandsins heldur íhugar hún að kaupa sér fallegt hús á suðurströnd Frakklands ásamt kæras- ta sínum, Olivier Martinez. Kylie hefur verið að tala mikið um barneignir í viðtölum upp á síðkastið og telja menn líklegt að hún sé reiðubúin til þess að stofna fjöl- skyldu með mannin- um sínum. Breskir fjölmiðlar gera mikið úr þvíað Victoria Beckham hafi frekar kosið að vera eftir í London en að fylgja eiginmanni sínum David Beck- ham til Vínar þar sem enska landslið- ið lék á móti Austurríki. Victoria kaus frekar að eyða tíma með bróður sínum og fjölskyldu hans þar sem samband þeirra hefur minnkað eftir að Beckham-hjónin fluttu til Spánar. Þarna vill slúðurpressan halda því fram að Victoria styðji ekki nægilega við bakið á eiginmanni sínum. ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON Hlaut viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. ■ STYRKUR Fiðluleikari hlýtur viðurkenningu FRÉTTIR AF FÓLKI [ TOPP 20 ] VINSÆLUSTU TÖLVULEIKIRNIR SINGSTAR PS2 SPIDERMAN 2 THE MOVIE Allir leikir DOOM 3 PC ATHENS 2004 PS2 NEED FOR... UNDERGROND PS2 SIMS DOUBLE DELUXE PC MOH RISING SUN PLATINUM PS2 FIFA FOOTBALL 2004 PS2 TRUE CRIME STREETS OF LA PS2 DRIVER 3 PS2/XBOX THE SINGLES PC C-STRIKE : CONDITION ZERO PC LOTR RETURN OF THE KING PS2 SHELLSHOCK : NAM’ 67 PC/PS2/XBOX FORMULA ONE 2004 PS2 THIEF 3 DEADLY SHADOWS PC TEENAGE MUTANT NINJA... Allir leikir SHREK 2 Allir leikir H. POTTER & THE PRISONER... Allir leikir SIMS BUSTIN’ OUT PLATINUM PS2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.