Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 43
35ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN Yfir 40 þúsund gestir SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HHHH - H.J. Mbl. HHH - S.K. Skonrokk HHH - Ó.H.T. Rás 2 MADDIT 2 SÝND UM HELGARGRETTIR SÝND KL. 6 M/ ÍSL. TALI SÝND kl. 8 og 10.30 YFIR 25000 GESTIR SÝND kl. 8 B.I. 12 Frábær rómantísk gamanmynd Ein besta ástarsaga allra tíma ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI Sló rækilega í gegn í USA SÝND kl. 8 og 10.15 B.I. 14SÝND kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 10.15SÝND kl. 5.40 og 8 The Stepford Wives Nicole Kidman SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 „Drepfyndin.“ HHHH ÓÖH, DV HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 6, 8 & 10 SÝND kl. 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 6 M/ENSKU TALI SÝND kl. 10 B.I. 12 THE VILLAGE kl. 10CATWOMAN kl. 5.50 SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 8 & 10.20 Frá leikstjóra Dude Where Is My Dude kemur steiktasta grínmynd ársins. ð ð Líkt og í fyrra mun Femínista- félag Íslands standa fyrir Hitti fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á efri hæð Kaffi Sólons klukkan 20. Fyrsta Hitt vetrarins verður í kvöld og munu fulltrúar stjórn- málaflokkanna halda stutt erindi um þau frumvörp sem á að leggja fyrir á Alþingi í vetur og snúa að jafnréttismálum. „Það eru alltaf tekin fyrir einhver skemmtileg málefni og eftir stutta fyrirlestra er hægt að spyrja þingmennina spjörunum úr og taka þátt í um- ræðum,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, ráðskona stjórn- málahóps og fundarstjóri Hittsins á morgun. Þingmennirnir sem munu taka þátt í umræðunum verða Jónína Bjartmarz alþingiskona, Margrét Frímannsdóttir, alþingiskona og þingflokksformaður, Gunnar Örlygsson alþingismaður, Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur og þingflokksformaður, og Ein- ar Kristinn Guðfinnsson, alþingis- maður og þingflokksformaður. „Það verður spennandi að heyra í þeim um stöðuna í stjórn- málum og jafnrétti í dag. Við ákváðum núna að hafa fleiri karl- menn en konur sem frum- mælendur til að undirstrika að jafnréttismál eru ekki einkamál kvenna og það verður áhugavert að heyra innlegg þeirra. Annars verður þetta bara létt stemning, skemmtileg erindi og vonandi góðar umræður.“ ■ „Ég vildi gera eitthvað til að ýta undir veg ljósmyndarinnar á Ís- landi,“ segir Inga Sólveig Friðjóns- dóttir ljósmyndari, sem opnaði nýtt ljósmyndagallerí á menningarnótt að Hverfisgötu 35 í Reykjavík. „Þetta er eiginlega bara vinnu- stofan mín, sem ég er með þarna og svo er þetta gallerípláss sem ég nota sjálf og ætla að leyfa öðrum að nota líka.“ Líklega er þetta eina galleríið á Íslandi sem einkum er ætlað undir ljósmyndir. Ingu Sólveigu fannst ekki vanþörf á að opna slíkt gallerí til þess að efla veg listrænnar ljós- myndunar hér á landi. Sjálf hefur Inga Sólveig tekið mikið af myndum sem tengjast dauðanum. Hún var síðast með sýn- ingu í Listasafni ASÍ fyrir tveimur árum, þar sem hún sýndi sviðsettar dauðasenur nokkurra kvenna. Hún hefur einnig verið að reyna að fá útgefna ljósmyndabók, með myndum sem hún hefur tekið í kirkjugörðum víða um heim. „Fyrir utan landslagsmyndir hefur hér á landi ekki myndast nein hefð fyrir listrænum ljósmyndum.“ Inga Sólveig hefur hrakist milli staða með vinnustofuna sína und- anfarin ár, en leysti farsællega úr þeim málum með því að kaupa fyrstu hæðina í húsi á horni Hverf- isgötu og Klapparstígs, þar sem Hattabúðin var áður til húsa. „Ég á ekki von á að þurfa að flytja héðan, nema þá helst ef maður skyldi þurfa að stækka við sig einhvern tímann.“ Fyrst í stað verður þarna sem fyrr segir sýning á ljósmyndum Ingu Sólveigar. Sýninguna nefnir hún Dreamscape.“ „Þar eru reyndar nokkrar landslagsmyndir frá Íslandi, en ég er búin að mynda í tuttugu ár og á því nóg af myndum til að hengja upp.“ ■ BRYNDÍS ÍSFOLD Stýrir fyrsta Hitti femínista á efri hæð Sólons í kvöld klukkan 20. Hittið endurvakið FYRIRSÆTUKEPPNI Í KÍNA Fyrirsætur frá 29 löndum heims veifa ljósmyndara í Hangzhou-garðinum í Zhejiang-héraði í Kína. Um 40 fyrirsætur mættu þangað til þess að keppa í fyrirsætukeppninni Xinsilu, sem þýðir Nýi silkivegurinn. Úrslitin voru á sunnudag. ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Danska djasshljómsveitin Valentine Quintet heldur tón- leika í Caffé Kúlture við Hverfis- götu ásamt Sigurði Flosasyni saxofónleikara og Erik Qvick trommuleikara. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Tangósveit lýðveldisins heldur fyrsta tangókvöld starfsárs- ins í Iðnó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Laila Freivalds, flytur opin- beran fyrirlestur um samvinnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Háskóla Íslands. Fyirlesturinn fer fram í Odda stofu 101 og verður fluttur á ensku.  16.30 Hulda Herjólfsdóttir Skog- land flytur fyrirlestur um Evrópu- sambandið og mannúðarmál á Lögfræðitorgi Háskólans á Akur- eyri í Þingvallastræti 23, stofu 14. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. INGA SÓLVEIG Í NÝJA LJÓSMYNDAGALLERÍINU SÍNU Opnaði nýverið ljós- myndagallerí á Hverfisgötu 35. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ljósmyndari tekur til eigin ráða ■ FUNDUR ■ GALLERÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.