Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM VÍÐA BLAUTT Einkum þó sunnan og vestan til. Skýjað og þurrt að kalla allra norðaustast og austast. Hiti 10-20 stig hlýjast á Norðausturlandi. Sjá síðu 6 8. september 2004 – 244. tölublað – 4. árgangur SUNDABRAUT Í FORGANG Borgar- yfirvöld hyggjast ákveða legu Sundabraut- ar í vetur. Gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklubraut mun bíða. Sjá síðu 2 LOFTSLAG HLÝNAR HRATT Loftslag á jörðinni hlýnar hratt af manna völdum. Þetta kom fram í ráðstefnu um loftslags- breytingar sem Háskóli Íslands og Sendiráð Svíþjóðar stóðu fyrir í gær. Sjá síðu 4 ÁHYGGJUR AF KENNARAVERK- FALLI Foreldrar og börn eru áhyggjufull vegna boðaðs verkfalls kennara í grunn- skólum. Foreldrar íhuga að fá eldri nemendur til að passa þá yngri á meðan á verkfalli stendur. Sjá síðu 4 KIRKJAN ÞARF UMBOÐ AÐ OFAN Kirkjan þarf umboð að ofan til þess að geta gefið saman samkynhneigða, segir prestur í Kópavogi. Sjá síðu 10 Malín Örlygsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Skapar úr garni og efnum ● nám 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 27 Leikhús 27 Myndlist 27 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 HEIMSÓKNIR Rok og rigning setti svip sinn á upphaf þriggja daga opinberrar heimsóknar Karls Gústafs Svíakonungs, konu hans Silvíu drottningu og Viktoríu krónprinsessu sem hófst að Bessastöðum í gærmorgun. Þar tók forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, á móti konungsfjöl- skyldunni að viðstaddri ríkis- stjórn Íslands og handhöfum for- setavalds. Síðar um daginn héldu Svía- konungur og krónprinsessan í Öskju, náttúruvísindahús Há- skóla Íslands, til að sitja alþjóð- lega ráðstefnu um loftslags- breytingar. Á meðan kynnti drottning sér starfsemi Barna- spítala Hringsins. Eftir það var haldið í Listasafn Íslands þar sem forseta Íslands voru afhent 63 glerlistaverk að gjöf. Síðan var nýopnað Þjóðminjasafn heimsótt og í gærkvöldi buðu forsetahjónin til hátíðarkvöld- verðs í Perlunni. ■ FUNDAÐ UM ÍBÚÐALÁN Árni Magn- ússon félagsmálaráðherra mun halda fram- sögu ásamt fulltrúum frá KB banka og Íbúðalánasjóði á hádegisfundi, sem hefst kl. 12.00, í stofu 102 í Lögbergi, í Háskóla Íslands. Fundurinn ber yfirskriftina Svipting- ar á íslenskum lánamarkaði. VIÐSKIPTI Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. „Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfs- þáttum sem gætu skilað milljörð- um króna í hagræðingu á hverju ári.“ Jón segir slíkt á valdi hlut- hafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjár- málamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. „Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stór- aukast. Eigið fé hefur verið tak- markandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar.“ Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Lands- banka og Íslandsbanka komst í um- ræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. „Við verðum að átta okkur á anda sam- keppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyr- ir misnotkun á stöðu.“ Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hag- ræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. „Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af mis- notkun á markaði.“ Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. „Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga.“ Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Ís- landsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. „Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur.“ haflidi@frettabladid.is ROK OG RIGNING Strekkingsvindur og rigning var á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku á móti hinum konungbornu gestum og urðu allmargar sænskar regnhlífar veðrinu að bráð þótt aðstoðarmönnum tækist með herkjum að skýla þjóðhöfðingjunum. Stoppleikhúsið: Stór verkefna- skrá í vetur ● hjá eina fræðsluleikhúsi landsins SÍÐA 30 ▲ Kátt í Perlunni: Forsetahjónin ● buðu til veislu SÍÐA 30 ▲ Meistarakeppni HSÍ: Stórsigur Hauka ● kjöldrógu ka-menn á ásvöllum SÍÐA 20 ▲ Konungshjónin komin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sameining stórbanka borðleggjandi kostur Aðstoðarforstjóri Íslandsbanka telur öll fagleg rök hníga að sameiningu stórra banka. Sameining Íslandsbanka og Landsbankans ætti ekki að ógna samkeppni á fjármálamarkaði. Stærð KB banka hefur áhrif á slíkt mat. Gíslatökumennirnir í Beslan: Deildu í eigin hópi BESLAN, AP Hryðjuverkamennirnir sem tóku 1.200 manns í gíslingu í skóla í Beslan vissu ekki allir af því að til stæði að taka börn í gísl- ingu að sögn gíslatökumanns sem lifði bardagann á þriðjudag af. Hann segir að harðvítugar deilur hafi brotist út milli hluta gísla- tökumanna og leiðtoga hópsins þegar þetta varð ljóst. Þeim hafi lyktað með því að leiðtogi gísla- tökumannanna hafi skotið þann sem hafði sig mest í frammi af andstæðingum áformanna. Eftir þetta er leiðtoginn sagður hafa notað fjarstýringu til að sprengja sprengjubelti sem tvær konur í hópi gíslatökumannanna báru utan á sér. Í kjölfar þess braust bardaginn út. Sjá síður 6 og 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.