Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 4
4 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Ráðstefna um loftslagsbreytingar: Flóðahætta í Reykjavík UMHVERFISMÁL Lofslag á jörðinni hlýnar hratt og mest af hlýnuninni má rekja til áhrifa mannkyns. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og sendiráð Svíþjóðar héldu í gær um loftslagsbreytingar. Nokkrir erlendir vísindamenn fluttu erindi um rannsóknir á breyt- ingum á hitastigi í heiminum, orsök- um og afleiðingum. Þá kom einnig fram að ekki verði hægt að stöðva hlýnunina næstu tvo til þrjá áratugi vegna uppsafnaðra gróðurhúsloft- tegunda í andrúmsloftinu, en þar á eftir hafi reglur um losun þeirra mikil áhrif. Benjamin Santer, bandarískur prófessor, sagði að spár bentu til að hiti á norðurhveli jarðar muni hækka um allt að sex gráður á næstu hundrað árum. Fram kom í pallborðsumræðum að þetta geti valdið hækkun sjávar- borðs og rennsli fallvatna gæti aukist um tugi prósenta á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Við þessu þyrfti að bregðast með hækkun sjó- varnargarða og hafna á nokkrum stöðum á landinu, helst á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. ■ Börn og foreldrar áhyggjufull Fjölskyldur hafa áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna kennara. Móðir sex ára drengs segir slæmt að börnunum sé kippt úr námi við upphaf skóla- göngu þeirra. Fjölskyldan gæti þurft að fá eldri nemendur til að passa. KENNARAVERKFALL Verkfall kennara veldur kvíða og óvissu skólabarna, segir Baldur Kristjánsson, dósent í uppeldis- og þroskasálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Móðir drengs á fyrsta skólaári segir for- eldra hafa miklar áhyggjur af stöðu kjaraviðræðna kennara og sveitar- félaga. Hún krossleggur fingur og vonar að deilendur nái saman. Ingibjörg Ingadóttir, verkefna- stjóri hjá Heimili og skóla - lands- samtökum foreldra, á soninn Pálma sem hefur nýlega hafið nám í Kópa- vogsskóla. Hún segir hann ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif verkfall geti haft á líf hans. „Þetta verður börnunum erfitt. Loksins þegar þau hafa smá slípast saman sem hópur í bekknum verður þeim kippt út úr skólanum,“ segir Ingi- björg. Undir það tekur Baldur og segir börnin tapa ákveðnum takti í lífi sínu komi til verkfalls. Það geti torveldað þeim aðlögunina í nýju umhverfi. Þau ættu þó að vera fljót að ná sér á strik þegar skólastarfið hefjist að nýju. Ingibjörg segir að verði verk- fallið langt komi það illilega við pyngju fjölskyldunnar þar sem þau hjónin þurfi væntanlega að taka frí frá vinnu. Erfitt geti orðið að fá barnapössun fyrir sex ára son sinn. „Ég er þegar farin að hugsa hvort ég þurfi hreinlega að leita að unglingum sem einnig verða í verkfalli til að passa barnið mitt,“ segir Ingibjörg og bendir á að samfélagið hafi mikið breyst. Hún hafi ekki sama stuðn- ingsnet foreldra eins og tíðkast hafi í hennar æsku: „Áður var alltaf einhver heima en það er minna um það núna. Oft eru ömm- ur og afar útivinnandi og í mörgum tilvikum eru þau einfald- lega orðin of gömul og treysta sér ekki í barnapössun.“ Baldur segir grunnskólana spila stærra hlutverk í lífi barn- anna nú heldur en þegar mæður voru heimavinnandi: „Börnin eyða miklum hluta dagsins í skólanum. Hann er þeim mjög mikilvægur og þar fer fram allskyns uppeldis- starf sem foreldrar eru ekki endi- lega færir um að veita eins og áður. Það er að sjálfsögðu misjafnt eftir heimilum en skýrist af því að allt sem snýr að þekkingu í nú- tímaþjóðfélagi er nú flóknara.“ gag@frettabladid.is Verðkönnun Samtaka Iðnaðarins: Íslenskt er ódýrara NEYTENDUR Samkvæmt verðkönn- un sem gerð var fyrir Samtök iðn- aðarins í fjórum matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu 22. júlí er meðalverð íslenskra vara um 10,3% lægra en þeirra erlendu. Eins og greinir frá í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins er þessi niðurstaða athyglisverð ekki síst í ljósi niðurstaðna könnunar IMG Gallups fyrir Samtök iðnaðarins frá í vor þar sem 83,7% töldu verð íslenskra matvara almennt hærra en á hliðstæðum erlendum mat- vörum. ■ Samtök atvinnulífsins: Vilja einka- væða skóla KENNARAR Hægt væri að komast hjá verkföllum kennara ef einkavæðing yrði meiri á sviði menntunar, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífisins. Ari segir verkfallstíðni hjá hinu opinbera halda Íslandi meðal þeirra landa sem verkföll plagi hvað mest: „Það er að okkar mati ein af helstu ástæð- um þess að æskilegt væri að hafa fleiri verkefni ríkisins í einkaframkvæmd.“ ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Sérðu fyrir þér sjónvarps- útsend- ingar gegnum tölvutengingar? Spurning dagsins í dag: Á að bera fólk úr félagslegum íbúðum greiði það ekki leigu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 14% 86% nei já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Nefnd um heilbrigðis- þjónustu: Vill öflugri heilsugæslu HEILBRIGÐISMÁL Skilgreina þarf hvaða heilbrigðisþjónusta er nauðsynleg og æskilegt er að sjúkrahúsum verði greitt að hluta til fyrir hvert unnið verk en ekki eingöngu sam- kvæmt fjár- lögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfanga- skýrslu sem nefnd um end- u r s k i l g r e i n - ingu verksviðs Landspíta la - háskólasjúkra- húss og Fjórð- u n g s s j ú k r a - hússins á Ak- ureyri hefur skilað Jóni Kristjáns- syni, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Þá telur nefndin mikilsvert að heilsugæslan verði byggð upp þannig að allir lands- menn eigi kost á meðferð á heilsu- gæslustöð og að með því megi koma í veg fyrir að sjúklingar leiti til sjúkrahúsa eða sérfræð- inga að nauðsynjalausu. ■ PALLBORÐ UM LOFTSLAGSBREYTINGAR Vísindamenn eru á einu máli um að hlýnun jarðar sé að miklu leyti af mannavöldum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N INGIBJÖRG OG PÁLMI Ingibjörg segir son sinn ekki alveg gera sér grein fyrir hvaða áhrif verkfall getur haft á líf hans. „Foreldrar í kringum mig hafa virkilega miklar áhyggjur, þeir spyrja sig hvað í ósköpunum þeir eigi að gera? Það hefur komið mér á óvart að áhyggjurnar hafa ekki leitað hingað til mín í vinnuna,“ segir Ingibjörg sem vinnur hjá Heimili og skóla. KJARAMÁL „Ég er svartsýnni á að deilan leysist nú eftir fundinn en fyrir,“ sagði Finnbogi Sig- urðsson, formaður Félags grunnskólakennara, eftir kjara- fund kennara og sveitarfélag- anna í gær. „Menn voru í sínum skot- gröfum. Báðir aðilar eru ósveigjanlegir hvað varðar ákveðna þætti í viðræðum um vinnutímann,“ segir Finnbogi. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitar- félaganna, er ósammála Finnboga og segir ekkert frekar hilla undir verkfall nú en fyrir fundinn: „Það gerðist ekki mikið á fundinum en hann gekk ekkert mjög illa.“ Finnbogi segir samninga- nefnd kennara hafa lýst því óformlega yfir að kennarar geti fallist á að loka samningum með 35% hækkun launagjalda sveitarfélaganna. „Þeirra fjár- hagsrammi nær ekki einu sinni tuttugu prósentum og því er mikið sem ber í milli,“ segir Finnbogi. Launanefndin kvikar ekki frá því tilboði. Birgir Björn segir viðræð- urnar ekki hafa snúist um tilboð og gagntilboð síðustu daga. „Við vinnum eftir verkáætlun ríkis- sáttasemjara. Ekki stóð til að ræða kostnað og prósentur og ég veit eins og samninganefnd kennara að þegar við finnum rétta taktinn tekur aðeins fáeina daga að ná samningum.“ Finnbogi segir að hugað verði að undirbúningi barna fyrir verkfall nú á næstu dögum. Kennarar eigi eftir að skipa verkfallsstjórn sem skipuleggi og reki verkfallið ef af verði. ■ Kjaraviðræður kennara og sveitarfélaga í sjálfheldu: Hver í sinni skotgröf Á LEIÐ Í SKÓLANN Væri einkavæðing meiri í skólum yrði ekki af verkfalli kennara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R JÓ N SS O N Misjöfn staða: Einstæðir illa úti KENNARAVERKFALL Verði af verk- falli kennara kemur það einstak- lega illa niður á þeim sem eru einir með börn, segir Ingimund- ur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra. Hann segir stöðu einstæðra þó æði misjafna. „Hægt er að segja að for- eldrar séu misjafnlega einstæð- ir. Sumir hafa stuðning ættingja og vina og fyrrverandi maka en aðrir ekki. Verkfall kemur að sjálfsögðu verst út fyrir þá sem hafa engan stuðning,“ segir Ingimundur. Foreldrar sex til átta ára barna standi verst en margir geti treyst á pössun eldri barna en tekjumissir komi sér sérstaklega illa fyrir fjölmarga einstæða foreldra. ■ INGIMUNDUR SVEINN PÉTURSSON Segir það koma einstaklega illa við ein- stæða foreldra verði af verkfalli kennara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N JÓNÍNA BJARTMARZ Í formennsku nefndar um endurskilgreiningu verksviðs spítalanna. ATHUGAR LAXVEIÐIMENN Lög- reglan í Búðardal hefur fylgst sérstaklega með ástandi laxveiði- manna við akstur. Allir hafa reynst í lagi. Hún hefur einnig litið eftir skotveiðimönnum sem reynsta hafa verið með öll til- skilin leyfi. ÖKKLABROTNAÐI Á FELLSSTRÖND Maður ökklabrotnaði þegar hann var við göngu við Skorravíkurá á Fellsströnd. Björgunarsveitin Ósk í Búðardal var kölluð út til að aðstoða sjúkraflutningamenn og lækni við að flytja mannin af slysstað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.