Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 10
10 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLA 63 kindur drápust og tíu þurfti að lóga eftir að fjárflutn- ingabíll fór út af veginum og valt við Grímu í Reyðarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærmorg- un. 253 kindur voru í bílnum, sem sérsniðinn er til fjárflutninga, en að sögn lögreglunnar á Eskifirði er staflað í bílinn á þremur hæð- um. Bílstjóra flutningabílsins var komið undir læknishendur, en hann var að sögn lögreglu ómeiddur að mestu, sem og far- þegi sem í bílnum var. Aðkoma á slysstað var að sögn lögreglu ekki glæsileg og þurfti að rjúfa þak tengivagnsins til að kom- ast að kindunum og ná þeim út. Slysið átti sér stað þegar flutn- ingabíllinn var að hleypa öðrum bíl fram úr sér. Þá brast vegkant- urinn undan þunga bílsins, sem lagðist á hliðina utan vegar. Lög- regla segir bílinn nokkuð skemmdan, en þó ekki ónýtan. Síðdegis í gær var búið að smala fénu sem lifði inn á tún og koma því sem drapst til urðunar, en enn var átt við að koma bílnum upp á veg. ■ SAMKYNHNEIGÐIR „Prestum er svo- lítið settur stóllinn fyrir dyrnar með þetta hvað varðar Biblíuna,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindarsókn í Kópavogi, um þau tilmæli nefnd- ar forsætisráðherra til þjóðkirkj- unnar að breyta afstöðu sinni gagn- vart hjónaböndum samkyn- hneigðra, þannig að þeir geti fengið kirkjulega vígslu. Séra Guð- mundur Karl bendir á að prestar hafi veitt samkynhneigðum, sem gengið hafi í staðfesta sambúð, blessunarathöfn sem sé í ætt við húsblessun og sé hugsuð þannig. „Hjónaband er tenging sem varðar einungis karl og konu. Ég sé því ekki að við getum þetta, ætlum við að vera sjálfum okkar sam- kvæm. Ég tel kirkjuna skorta um- boð til þess að ofan. Þá er ég ekki að tala um veraldlega valdhafa, ég er að tala um Guðs orð. Ég vil sam- kynhneigðum allt hið besta og fagna þeim réttarbótum sem þeir hafa fengið, meðal annars með því að fá staðfesta samvist. En það er ekki til neitt annað en samband karls og konu sem er inn- siglað í hjónabandinu. Ég get ekki séð að maður geti verið sjálfum sér samkvæmur og þeim boðskap sem maður þjónar, geti maður farið svo frjálslega með hjónavígsluna.“ Guðmundur Karl undirstrikar að þetta hafi alls ekki neitt með fordóma gagnvart samkynhneigð- um að gera, þetta viðhorf sé ein- faldlega byggt á orði Biblíunnar. Hann kveðst aðspurður ekki trúa því að prestum verði send tilskipun um að veita samkynhneigðum kirkjulega vígslu. „Það hefur komið fram í um- ræðum innan kirkjunnar að skoðanir eru skiptar,“ sagði séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur í Langholtskirkju. Hann á sæti í nefnd á vegum biskups sem fjallar meðal annars um stöðu samkyn- hneigðra innan kirkjunnar. Séra Jón Helgi sagði að langstærstur hópur presta vildi taka þátt í um- ræðunni með mjög jákvæðum huga, en hefði ekki gert upp hug sinn. Ýmsir prestar vildu þegar að kirkjan vígði samkynhneigða. Þá væri þriðji hópurinn andvígur því. Jón Helgi kvaðst enn vera í um- ræðuflokknum. „Kirkjan verður að ræða af al- vöru og heiðarleika stöðu samkyn- hneigðra innan þjóðkirkjunnar og að þessi hópur eigi að njóta þessara réttinda. Jafnframt að kirkjan eigi að styðja við bak þeirra sem vilja búa saman með ábyrgum hætti, sem við segjum að hjónaband sé, svo og staðfest samvist. Kirkjan á að standa við hlið þessa fólks í því lífsmynstri sem það vill velja sér.“ jss@frettabladid.is ■ ÍRAK ANGIST Á GAZA-SVÆÐINU Fjórtán létust og 30 særðust í loftárásinni. Gaza-svæðið: Fjórtán létu lífið í árás GAZA, AP Í það minnsta fjórtán palestínskir vígamenn létu lífið þegar ísraelsk herþyrla skaut flugskeytum að þjálfunarbúðum Hamas-hreyfingarinnar á Gaza- svæðinu í gær. Þrjátíu til viðbótar særðust í einhverri mannskæð- ustu loftárás Ísraela á Palestínu- menn frá því átök þeirra á milli brutust út fyrir tæpum fjórum árum síðan. Ísraelar hafa hert aðgerðir sín- ar gegn Palestínumönnum eftir að tveir Hamas-liðar sprengdu sig í loft upp í strætisvagni í ísraelsku borginni Beersheba og drápu sextán manns. Gaza-svæðinu hefur meðal annars verið skipt í þrennt og er óheimilt að ferðast á milli aðskildra svæða. ■ MÓTMÆLA FRYSTINGU LAUNA Filippeyskir launþegar mótmæltu áformum stjórnvalda um að frysta hækkun launa þrátt fyrir að verð ýmissa nauðsynjavara fari stöðugt hækkandi. Mótmælendur lýstu andstöðu sinni við hnattvæðingu og af- nám reglugerða. SAMKYNHNEIGÐIR Stjórn Heimdall- ar tekur heilshugar undir nýbirtar tillögur nefndar forsætisráðu- neytisins um úrbætur til þess að jafna réttarstöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélag- inu, að því er fram kemur í álykt- un stjórnarinnar. Jafnframt hvet- ur hún til þess að lögum um stað- festa samvist verði breytt þannig að samkynhneigðum pörum í stað- festri samvist verði heimilað að frumættleiða börn. Þá telur stjórn Heimdallar engin rök til þess að gera greinarmun á íslenskum og erlendum börnum hvað varðar ættleiðingarog telur að heimila eigi tæknifrjóvganir til kvenna í staðfestri samvist. Tekið er undir tillögur nefndar- innar um það að gerðar verði nauðsynlegar lagabreytingar til þess að tryggja að samkynhneigð pör geti stofnað til sambúðar með sömu réttaráhrifum og gagnkyn- hneigð pör. Loks hvetur stjórn Heimdallar alþingismenn til þess að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum í samræmi við tillögur nefndarinnar, sem miða að því sjálfsagða markmiði að sam- kynhneigðir og gagnkynhneigðir búi við sömu réttarstöðu. ■ Stjórn Heimdallar um tillögur um málefni samkynhneigðra: Styður jafna réttarstöðu JAFNRÉTTI Stjórn Heimdallar vill sömu réttarstöðu fyrir alla. ÓHAPP VIÐ SAUÐFJÁRFLUTNINGA Tugir kinda drápust þegar fjárflutningabíll valt við Grímu í Reyðarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Umferðaróhapp í Reyðarfirði: Rúmlega sjötíu kindur dauðar KIRKJULEG VÍGSLA Samkynhneigðir hafa lengi barist fyrir því að fá kirkjulega vígslu eins og gagnkyn- hneigðir geta fengið nú, þegar þeir ganga í hjónaband. Kirkjuna skortir umboð að ofan Kirkjuna skortir umboð að ofan til að veita samkynhneigðum kirkjulega hjónavígslu. Þetta segir prestur í Kópavogi. Annar vill að kirkjan standi við hlið þeirra í því lífsmynstri sem þeir velja sér. KANNA LAUSNARGJALDSKRÖFU Frönsk stjórnvöld kanna nú kröfur um lausnargjald fyrir frönsku blaðamennina tvo sem teknir voru í gíslingu í Írak. Að sögn Jean-Pierre Raffarin, for- sætisráðherra Frakklands, efast sérfræðingar um sannleiksgildi kröfunnar. Fregnir af gíslunum hafa verið misvísandi. Á tímabili var talið að þeim hefði verið sleppt en það reyndist byggt á misskilningi. HERMAÐUR ÁKÆRÐUR FYRIR MORÐ Breskur hermaður hefur verið ákærður fyrir að myrða íraskan borgara. Ákæran fylgir í kjölfar rannsóknar lögreglunnar á láti Íraka sem lést nærri Basra í ágúst í fyrra. Bresk stjórnvöld hafa greitt bætur vegna 106 til- fella í Írak sem hafa leitt til and- láts, meiðsla eða eignaskemmda. ÍTÖLSKUM KONUM RÆNT Tveim- ur ítölskum konum og íröskum karlmanni var rænt af skrifstofu ítalskra hjálparsamtaka í Bagdad. Einum tókst að flýja þegar vopnaðir menn réðust inn í bygginguna og rændu fólkinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.