Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 12
12 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR EINN LÉST Í SPRENGJUÁRÁS Sjúkraliðar vinna hér við að fjarlægja lík manns sem lést í sprengjuárás á Ali al- Haidri, borgarstjóra Bagdad. Al-Haidri slapp ómeiddur en einn óbreyttur borgari lést og margir særðust. VIÐSKIPTI Samherji hefur keypt hluti í tveimur evrópskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. Kaupverðið er samtals nálægt tveimur og hálfum milljarði króna. Annars vegar jók Samherji hlut sinn í þýska útgerðarfélaginu CR Cuxhaven Reederei úr 30 í 65 prósent. Kaupverð hlutarins var 17,3 milljónir evra (um 1,6 millj- arðar króna). Hins vegar keypti dótturfélag Samherja helmingshlut í Boyd Line Ltd. í Bretlandi. Kaupverð þess hlutar er 6,5 milljónir Sterl- ingspunda (um átta hundruð millj- ónir króna). Í frétt frá Samherja kemur fram að eftir kaupin ráði félög, sem Samherji á eignaraðild að, yfir um tuttugu þúsund þorskígildistonnum í sameigin- legum kvóta Evrópusambandsins. Til samanburðar er kvóti Sam- herja á Íslandsmiðum um 25 þús- und þorskígildistonn. Í gær var einnig tilkynnt um að Samherji hefði aukið hlut sinn í Síldarvinnslunni hf. Samherji keypti 3,6 prósent fyrir tæplega 260 milljónir króna og á félagið og dótturfélag þess nú ríflega 37 pró- sent í Síldarvinnslunni. ■ Vinna allt að átján tíma á dag Um eitt þúsund íbúar Hafnarfjarðar eru af erlendum uppruna. Samkvæmt nýrri úttekt nýta þeir sér lítið þjónustu Alþjóðahúss og telja íslenskukennslu á villigötum. NÝBÚAR Nýbúar í Hafnarfirði nýta sér ekki þjónustu Alþjóðahúss ef marka má úttekt á þjónustu Hafn- arfjarðarbæjar sem nú liggur fyrir. Í fyrra voru 566 einstakling- ar með erlent ríkisfang búsettir í bænum, þar af flestir frá Póllandi. Þá er áætlað að svipaður fjöldi hafi þegar fengið íslenskan ríkis- borgararétt og því megi gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa af er- lendum uppruna í Hafnarfirði sé um eitt þúsund. Í viðtölum sem tekin voru við nýbúa kemur fram að fáir þeirra vita af starfsemi Alþjóðahúss, en þar er rekin lögfræði- og félagsráð- gjöf, og enn færri nýta sér þjónust- una þrátt fyrir að Hafnarfjarðar- bær greiði Alþjóðahúsi fimm millj- ónir á ári fyrir þjónustu við nýbúa í bænum. Sumir sem rætt var við sögðu að þeir hefðu ekki tíma til að sækja þjónustuna til Reykjavíkur vegna langs vinnutíma. Sérstak- lega sögðust Pólverjar vinna mikið og margir þeirra senda peninga heim til Póllands. Einn viðmælend- anna sagði þetta fólk vera mjög þreytt og lifa eins ódýrt og það geti til þess að geta sent sem mesta peninga til heimalandsins. Dæmi séu um að fólk vinni átján klukku- stundir á dag. Fólkið vinni mikið á meðan það er á Íslandi og taki sér svo frí í nokkra mánuði til þess að fara til Póllands. Taldi viðmæland- inn mikilvægt að stjórnvöld reyndu að rjúfa þessa einangrun fólks og íslenskukennsla væri best til þess fallin. Filippseyingar sem talað var við sögðu að þeim fyndust Íslend- ingar taka þeim illa ef þeir töluðu ensku. Þeir tóku því undir mikil- vægi íslenskukennslu. Hins vegar fannst þeim dýrt að taka íslensku- námskeið og erfitt að stunda nám samhliða vinnu. Enginn þeirra hafði sótt íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, þar sem þeim fannst námskeiðin dýr og skila litlum árangri. Fram komu hugmyndir um að nýbúum yrði boðið á íslenskunám- skeið þegar þeir kæmu til lands- ins, til dæmis í hálft ár. Í úttektinni segir að á Íslandi þurfi útlendingar að taka 150 stundir í íslensku til þess að geta fengið búsetuleyfi og ríkið niður- greiði námið að einhverju leyti. Í nágrannaríkjum sé fjöldi kennslu- stunda talsvert fleiri og hið opin- bera taki þar meiri þátt í kostnaði við námið. Þannig fái útlendingar í Svíþjóð ókeypis kennslu í allt að 525 klukkustundir og útlendingar í Noregi fái 850 klukkustundir. ghg@frettabladid.is AFGANISTAN, AP Sár fátækt, öryggis- leysi og mikill hægagangur í upp- byggingu Afganistans eru megin- efni kosningabaráttunnar sem nú er hafin, þeirrar fyrstu í sögu landsins. Átján frambjóðendur hafa gefið kost á sér í forseta- kosningunum sem fara fram eftir mánuð. „Fólkið sem sveik ykkur, eyði- lagði heimili ykkar og drap ást- vini ykkar á sér engan stað í minni ríkisstjórn,“ sagði Massooda Jalal, eina konan sem býður sig fram til forseta, þegar hún ávarpaði um fimmtíu ekkjur á einum fyrsta kosningafundin- um. Flestar eða allar höfðu konurnar misst eiginmenn sína í stríðunum sem hafa hrjáð Afganistan síðustu áratugi. Jalal fór sérstaklega hörðum orðum um stríðsherra sem enn eru valda- miklir í Afganistan og ráða stór- um hlutum landsins. Sigurstranglegastur í kosning- unum er Hamid Karzai, núver- andi bráðabirgðaforseti. Meðal annarra frambjóðanda eru nokkrir stríðsherrar, reitt ljóðskáld og fyrrum aðstoðarmaður fyrrver- andi konungs Afganistans. ■ ■ BANDARÍKIN ÍSLENSKUKENNSLA Nýbúar geta ekki sótt kennslustundir vegna langs vinnutíma. HUNDUR Smygl á hundum getur haft alvarlegar af- leiðingar, að því er fram kemur á vef Yfir- dýralæknisembættisins. KOSNINGAVEGGSPJÖLDIN TALIN Starfsmaður kjörstjórnar telur veggspjöld sem auglýsa kosningarnar. Kosningabaráttan hófst formlega í gær. Fylgiskönnun: Hnífjafnt í Bretlandi BRETLAND, AP Munur á fylgi tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands mælist innan skekkju- marka í nýrri skoðanakönnun Populus um fylgi flokkanna. Verkamannaflokkurinn nýtur stuðnings 32 prósenta kjósenda en Íhaldsflokkurinn 30 prósenta. Verkamannaflokkurinn hefur tapað miklu fylgi í kjölfar innrás- arinnar í Írak en það hefur ekki dugað Íhaldsflokknum til að auka fylgi sitt að ráði. Þess í stað hafa Frjálslyndir demókratar bætt við sig fylgi og njóta nú stuðnings 26 prósenta kjósenda samkvæmt skoðanakönnuninni. ■ Fyrsta kosningabaráttan formlega hafin í Afganistan: Uppbygging í brennidepli ENGIR ÁVEXTIR Næstum 90 pró- sent af ávaxtauppskerunni á ákveðnum svæðum í Flórída er talin ónýt. Fellibylirnir Frances og Charley fóru illa með appel- sínutré og aðra uppskeru. Tjónið er metið á hundruð milljóna íslenskra króna. BÍRÆFNIR ÞJÓFAR Tugir manna hafa verið handteknir víðsveg- ar um Flórída vegna þjófnaða. Fólkið nýtti sér þær aðstæður sem sköpuðust þegar fólk skyldi hús sín og verslanir eftir mannlaus þegar fellibylurinn Frances reið yfir. Brotist var inn í fjölda verslana og íbúða. ■ EVRÓPA STOKKAR UPP Í STJÓRNINNI Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ætlar að gera breytingar á stjórn sinni fyrir vikulokin. Hann greindi frá þessu á mánaðar- legum blaðamannafundi sínum sem haldinn var í gær. Hann neit- aði því hins vegar að um ein- hverjar deilur væri að ræða innan ríkisstjórnarinnar. ■ AFRÍKA FLÓÐHESTAR DREPAST Sextíu flóðhestar hafa drepist í þjóð- garði í Úganda undanfarna tvo mánuði. Ekki er vitað hvað veldur því að flóðhestarnir drep- ast og þrátt fyrir rannsóknir hafa engir vírusar greinst í þeim. Yfirdýralæknir: Varar við hundaæði SJÚKDÓMAR Á vef Yfirdýralæknis er varað við smygli á hundum frá löndum þar sem vitað er að hunda- æði hefur komið upp. Þann 21. ágúst drapst 4 mánaða gömul hvolptík úr hundaæði í Frakklandi. Henni hafði verið smyglað inn í Frakkland í júníbyrjun um Spán frá Agadir í Marokkó. Hvolpurinn sýndi einkenni hundaæðis frá 18. ágúst, en dagana 2. til 21. ágúst komst hann í snert- ingu við stóran hóp fólks og hunda. Fram kemur að náinn samgangur- inn hafi þegar kostað 29 hunda lífið auk þess sem meðhöndla hafi þurft nokkrar manneskjur sem komust í návígi við hvolpinn. Hundaæði hefur langan sýking- arferil og getur borist í fólk við bit. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Forstjóri Samherja virðist hyggja á útrás. Fyrirtækið á nú næstum jafnmikið af kvóta í Evrópusambandinu eins og á Íslandi. Samherji í útrás: Fjárfestir fyrir 2,5 milljarða í Evrópu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.