Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 14
14 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR BREYTT EFTIRLAUNAKERFI Kínverskir ráðamenn segja nauðsynlegt að byggja upp nýtt eftirlaunakerfi á næstu tveimur áratugum sem taki við af núver- andi kerfi þar sem landsmönnum er heitið öryggi frá vöggu til grafar. Ekkert varð af hluthafafundi í Opnum kerfum: Unnið að sáttum hluthafahópa VIÐSKIPTI Ekkert varð af fyrir- huguðum hluthafafundi hjá Opn- um kerfum í gær. Kögun, stærsti hluthafinn, fór fram á fundinn fyrir tæpum mánuði síðan en féll frá kröfunni í gær. Í tilkynn- ingu frá Kögun segir að félagið telji að flokkadrættir í hluthafa- hópi Opinna kerfa séu ekki til hagsbóta. Útlit var fyrir að barátta yrði milli Kögunar og Frosta Bergs- sonar, stjórnarformanns og stofnanda Opinna kerfa, um meirihluta í stjórninni. Fulltrúar fylkinganna tveggja munu reyna að jafna ágreining sinn í stað þess að efna til kosn- ingar. Kögun á 35,77 prósent í fé- laginu og Frosti tæplega sautján prósent. Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segist telja að tillaga hans hefði náð fram að ganga en ljóst hafi verið að erfitt væri að knýja fram breytingar í félaginu ef mikil fyrirstaða yrði innan stjórnarinnar. Því hafi Kögun ákveðið að draga tillögu sína til baka. „Það væri því miklu betra að reyna að ná saman um stjórn heldur en að reyna að ná saman inni í stjórn eftir að það væri búið að fara í gegnum slíka kosningu,“ segir hann. Hann telur að með þessari að- gerð hafi Kögun viljað skapa svigrúm til áframhaldandi við- ræðna. Frosti Bergsson segir ljóst að ef farið hefði verið út í kosningu í stjórn hefði hún orðið mjög tví- sýn. „Ég vona bara að menn nái samkomulagi sem taki mið af hagsmunum allra hluthafa og starfsmanna og viðskiptavina félagsins,“ segir Frosti. ■ Met viðskiptahalli ógnar stöðugleika Leita þarf aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka viðskiptahalla og spá Íslandsbanka fyrir árið 2007 gerir ráð fyrir. Kallar á aðhald í opinberum rekstri og markvissa peningastjórnun Seðlabankans. VIÐSKIPTI Viðskiptahallinn og verð- bólgan eru stóru áhyggjuefnin í hagstjórn næstu tveggja ára og helsta ógnin við efnahagslífið. Greining Íslandsbanka spáir því að halli af viðskiptum við út- lönd verði tólf prósent á árinu 2006. „Það þarf að leita aftur til ársins 1946 til þess að finna sam- bærilegan viðskiptahalla,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Hann fylgdi úr hlaði þjóðhagsspá Grein- ingardeildar á morgunverðarfundi í gær. Ingólfur segir að horfurnar í efnahagsmálum séu bjartar, en blendnar. Verulega muni reyna á stjórn ríkisfjármála og peninga- stefnu Seðlabankans. Greining Ís- landsbanka hefur áhyggjur af því að aðhald í ríkisfjármálum verði ónógt og þungi hagstjórnarinnar verði á herðum Seðlabankans. Framundan er hagvaxtartíma- bil. Hagvaxtartímabil sem hvorki er langt né mikið að vöxtum í sögu- legu samhengi. Sögulega hár við- skiptahalli samhliða er því áhyggjuefni. Ingólfur segir hall- ann ógnun við gengi krónunnar. „Tvo þriðju hallans má rekja til aukinna fjárfestinga. Þessi hluti hallans kallar ekki á leiðréttingu gengisins.“ Halli sem tilkominn er vegna aukinnar einkaneyslu og lítils sparnaðar kallar hins vegar að öllum líkindum á lækkun gengis krónunnar fyrr eða síðar. Ingólfur segir mikla óvissu um tímasetninguna. „Versti tíminn á slíka leiðréttingu væri á miðju tímabili stóriðjuframkvæmdanna. Það myndi gera baráttu við verð- bólgu mjög erfiða.“ Saman færu þá hratt vaxandi þjóðarútgjöld vegna fjárfestinga og bætt staða útflutningsgreina sem hvort um sig stuðlar að þenslu í hagkerfinu. Ingólfur segir að skoða verði verðbólguspána í þessu ljósi. Tals- verð óvissa sé um þessa fram- vindu. Heimilin hafa verið drif- kraftur hagvaxtarins að undan- förnu og einkaneysla vaxið langt umfram kaupmátt. Eignir hafa einnig hækkað mikið. Ingólfur segir að erfitt sé að meta hvort um eignabólu sé að ræða. Mælikvarð- ar við verðgreiningu fasteigna og hlutabréfa bendi ekki til mikils of- mats. „Það er helst að krónan sé of- metin,“ segir Ingólfur Greining Íslandsbanka spáir mjúkri lendingu hagkerfisins 2007 og að hagvöxtur taki við sér á ný 2008. Til þess að svo megi verða þurfi ríki og sveitarfélög að beita aðhaldi í rekstri og Seðlabankinn að beita vaxtahækkunum með markvissum hætti. Íslandsbanki óttast hins vegar að hagstjórn verði ekki nægjanlega góð og telur hagstjórnarblöndu Seðlabankans og hins opinbera ekki sannfærandi við upphaf hagsveiflu. Það þurfi að bæta ef hætturnar eigi ekki að yf- irskyggja jákvæðar hliðar kom- andi hagvaxtarskeiðs. ■ Bandaríkjadalur 72,33 -0,52% Sterlingspund 128,52 -0,60% Dönsk króna 11,77 -0,23% Evra 87,52 -0,23% Gengisvísitala krónu 122,33 0,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTA- BRÉF Fjöldi viðskipta 218 Velta 598 milljónir ICEX-15 3.407 0,04% MESTU VIÐSKIPTIN Kaupþing Búnaðarbanki hf. 297.011 Opin kerfi Group hf. 91.455 Bakkavör Group hf. 42.012 MESTA HÆKKUN Burðarás hf. 0,77% Og fjarskipti hf. 0,56% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,33% MESTA LÆKKUN Kögun hf. - 1,58% Medcare Flaga hf. -0,76% Fjárfestingafélagið Atorka hf. -0,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.324,9 0,63% Nasdaq * 1.856,5 0,65% FTSE 4.565,6 0,04% DAX 3.889,0 0,04% NIKKEI 11.298,9 -1,18% S&P * 1.119,6 0,54% * Bandarískar vísitölur kl. 18.30 Við höfum nú þegar uppfært allt okkar námsefni fyrir Windows XP og Office 2003 hugbúnaðarpakkann fyrir hið íslenska umhverfi. 60 stunda hagnýtt og skemmtileg tölvunámskeið sem er sniðið að þörfum byrjenda. Farið af mikilli þolinmæði yfir námsefnið, sem er allt á íslensku. Kennt er á þau forrit sem mest eru notuð þ.e. Windows, Word, Internetið og Tölvupóst. Þetta námskeið hentar vel þeim sem hafa enga eða mjög takmarkaða tölvuþekkingu. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn til náms hjá NTV. Ertu búinn að kanna þinn rétt? Morgunnámskeið Mán. - mið. - fös. 8:30-12:30 Byrjar 13. sept. - 8. okt. Verð: 34.200 stgr. Kvöld- & helgarnámskeið Þri. - fim. 18-22 og lau. 8:30-12:30. Byrjar 14. sept - 14. okt. GUNNLAUGUR M. SIGMUNDSSON Forstjóri Kögunar telur að tillaga hans um nýja stjórn hefði náð fram að ganga. VIÐSKIPTI Hlutabréfaverð hefur hækkað miklum mun hraðar á Íslandi en í nokkrum nágranna- löndum það sem af er þessu ári. Í Vegvísi Landsbankans í gær kemur fram að íslenska hluta- bréfavísitalan hafi hækkað um 61 prósent frá áramótum. Annars staðar hafa hækkanir verið mun hægari. Í Vegvísi í gær er þess einnig getið að nú sé verðmæti skráðra hlutabréfa meira en sem nemur landsframleiðslu Íslands. Í lok ársins var verðmæti hlutabréfa á markaði 82 prósent af lands- framleiðslu. Hlutfallið var lægra í Danmörku (56 prósent) og Þýskalandi (41 prósent) en hærra í bæði Svíþjóð (94 pró- sent) og Bretlandi (128 prósent). Nú er markaðsverðmæti fyr- irtækja á Íslandi 127 prósent af landsframleiðslu. ■ HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR - BREYTING FRÁ ÁRAMÓTUM Ísland (ICEX) 61,20% Danmörk (KFX) 12,14% Svíþjóð (OMX) 9,36% Bretland (FTSE) 1,93% Þýskaland (DAX) -1,70% Hlutabréfaverð: Hækkunin mest hér Íslenskir bankamenn: Fá sænska heiðursorðu VIÐSKIPTI Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa verið sæmdir heiðursorðu af sænsku krúnunni. KB banki rekur viðamikla starfsemi í Svíþjóð. Aðspurður staðfesti Hreiðar Már að hafa verið sæmdur orð- unni en vildi að öðru leyti lítið tjá sig. „Ég er lítill orðufræðingur,“ segir hann. Hann staðfesti þó að þetta væri fyrsta heiðursmerkið sem hann hafi verið sæmdur. ■ HREIÐAR MÁR OG SIGURÐUR Fengu sænska heiðursorðu frá kónginum. GENGI GJALDMIÐLA HÆTTUR Í HAGVEXTINUM Framundan eru ár hagvaxtar í íslensku samfélagi. Það veltur á því hvernig á málum er haldið hvort lok stóriðjuframkvæmda skapa vand- ræði í efnahagslífinu. Íslandsbanki hefur áhyggjur af miklum viðskiptahalla og að efnahagsstjórn verði ekki nægjanlega aðhaldssöm. EFNAHAGSHORFUR AÐ MATI ÍSLANDSBANKA: Bjartar horfur Hættur Hagvaxtartímabilið rétt hafiðVaxandi og mikið ójafnvægi Kaupmáttur vaxandi Hætta á þenslu Eignir miklar og að aukast Hætta á niðursveiflu eftir stóriðjuframkvæmdir Krónan sterk Eignaverðbólga hugsanlega til staðar Góður aðgangur að fjármagni Skuldsetning mikil Langtímavextir lágir og lækkandi Útflutingur í hægum vexti Mikil útrás og vaxandi Sterk króna Aukin samkeppni Líkur á rangri hagstjórnarblöndu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.