Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 16
Kaldar konur og karlar Ekki skortir þau hugrekkið sem reka Símann, vitandi að fulltrúi eigenda fyrir- tækisins vill helst ekki að nokkurt öflugt félag geti átti ljósvakamiðil, og alls ekki stórt fyrirtæki eins og Síminn. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokks freistuðu þess að koma því í lög að markaðsráðandi fyrirtæki mætti ekki eiga neitt í ljós- v a k a m i ð l - um, en neyddust til að slaka á kröfunum og bökkuðu gegn eigin vilja í tíu prósenta hlut. Þetta veit öll þjóðin og þess vegna eru margir gáttaðir á að Síminn hafi keypt fjórðungshlut í sjón- varpsstöð. Lögin voru ekki samþykkt og þess vegna er ekkert sem bannar Sím- anum að reka sjónvarpsstöð. Eigandinn vissi ekkert Ekki annað en að Síminn er að mestu í eigu ríkisins. Það er mest deilt á að stjórnendur ríkisfyrirtækis taki ákvörðun sem þessa. Vegna kaupanna, sem Geir H. Haarde segist ekkert hafa vitað um, hafa spunnist ótrúlegustu sögur. Sú frá- leitasta er á þá leið að stofnað verði nýtt fjölmiðlafyrirtæki sem verði selt áður en móðurfyrirtækið sjálft, það er Síminn, verði selt. Nýja fyrirtækið verði með fínan dreifingarsamning við Símann, en þá sé ekki öll sagan sögð. Síðan standi til að sameina hið nýja sjónvarpsfyrir- tæki og Morgunblað- ið. Úr verði alvöru mótvægi við Norður- ljós. Auðvitað er ekk- ert til í þessu. Það stenst ekki að nokkur maður plotti þannig með sameign þjóðar- innar. Fátt er samt betra en sem best- ir og fjölbreyttastir fjölmiðlar. Það verður vonandi ofan á. Fyrir allnokkrum árum sat ég langt austur í heimi og horfði á Saddam Hussain í sjónvarpi. Hann flutti langa ræðu sem öll var skilmerkilega textuð fyrir okkur sem lítið skiljum í arabísku. Ræðan var skrautlegt samsafn af frumstæðum kenn- ingum um íröksku þjóðina, guð almáttugan, Saddam sjálfan og farsælt samstarf þessara þriggja aðila í stríði þeirra við allt hið vonda í mannheimi. Fyrir áhuga- menn um aðra hluti en laun- helgar í sérviskulegum stjórn- málum í þessum hluta araba- heimsins hljómaði ræðan undar- lega og þá sérstaklega tilvísan- irnar til guðs og guðsótta þess sem talaði. Nokkrum dögum seinna sat ég við sama sjónvarps- tæki þarna hinum megin á hnettinum og horfði á flokksþing Repúblikanaflokksins í Banda- ríkjunum. Þar útnefndu menn George Bush, föður núverandi forseta, sem frambjóðanda í for- setakjöri. Þetta var nokkru áður en bandalag Bandaríkjanna við Saddam riðlaðist út af ágreiningi um olíuna í Kuwait og raunar áður en sendimenn Bush, eins og Donald Rumsfeld, heimsóttu Saddam til að votta honum stuðning á meðan Saddam stóð í verstu fjöldamorðunum á sínum blóðuga ferli. Á þessu flokks- þingi fengu hinir nýju ráðamenn flokksins að njóta sín. Kannski var það eitthvað út af umhverf- inu sem ég var í þarna eystra en á meðan ég hlustaði á ræðumenn á flokksþinginu fékk ég smám saman svipaða tilfinningu og ég fékk fyrir ræðu Saddams. Þessar ræður voru nefnilega óskiljan- legar fyrir fólk sem ekki er vant bandarískum hugmyndaheimi. Þær voru allar hálfgert rugl fyrir þá sem trúa ekki á sköpun- arsögu biblíunnar, trúa ekki að Bandaríkjamenn séu sérstaklega valdir af guði til að stjórna sköp- unarverkinu, trúa ekki að Ísra- elsmenn séu að þjóna guði með verkum sínum í Palestínu, trúa ekki að Bush-fjölskyldan sé safn af siðferðilega sterkum og heið- arlegum guðs þjónum, trúa ekki að rétt sé að taka fólk af lífi fyrir glæpi og trúa ekki að guð almátt- ugur hafi sérstakar áhyggjur af skattbyrði hinna ríkustu þegar hann gefur sér tíma frá áhyggj- um af kynlífi fólks. Ég sá þarna fyrir austan að fyrir þá sem ekki eru innvígðir í bandarískan hug- myndaheim voru ræður manna á þingi repúblikana jafn lítið skilj- anlegar og jafn lítið aðlaðandi og ræða Saddams fyrr í vikunni. Nú skyldi maður ekki hæðast að trú manna en sá frumstæði og trúarlega helgaði hugmynda- heimur sem einkenndi þetta flokksþing þarna fyrir mörgum árum virkaði ekkert nær skyn- semi, sanngirni, sannleika eða rökhyggju en ruglið í Saddam. Flokksþingið í síðustu viku hjá Bush yngri og stuðningsmönnum hans virtist skárra, en það var vegna þeirrar ákvörðunar kosn- ingastjóra Bush að leiðtogar hinna siðprúðu og kristnu hægri- manna í flokknum, fólkið sem ræður ferðinni, skyldu halda sig til hlés fram yfir kosningar. Blöð bæði austan hafs og vestan skrif- uðu til dæmis um þá staðreynd að Tom DeLay, leiðtogi repúblik- ana á Bandaríkjaþingi og einn valdamesti maður landsins, fór ekki í ræðustól á þinginu en DeLay er meðal annars þekktur fyrir baráttu sína gegn umhverf- isvernd af nánast öllu tagi, fyrir að berjast fyrir því að sköpunar- saga biblíunnar sé kennd í skólum í stað þróunarkenningar- innar, fyrir kröfur um að Banda- ríkjamenn sýni Palestínumönn- um ekki þá linkind sem þeir hafa gert hingað til og fyrir að þiggja stórfé frá Enron-fyrirtækinu til að fjármagna krossferð sína fyrir betri heimi. Þess í stað tefldu menn meðal annars fram hinum kunna hugsuði úr miðju- armi flokksins, Arnold Schwarzenegger, sem útskýrði úr ræðustól hvernig hann hefði flúið sósíalismann í Austurríki, sem hafði þá raunar verið undir stjórn íhaldsmanna í þrjátíu ár, og hvernig hann hefði alist upp við sovéska skriðdreka í þorpinu sínu, en hann mun vera eini mað- urinn sem sá þessa skriðdreka enda ekki vitað til þess að sovéski herinn hafi komið í þennan hluta Austurríkis. Það er ekki nýtt að menn skynji gjá á milli Bandaríkjanna og Evrópu en fáir geta efast um að hún hefur stórlega dýpkað og breikkað á síðustu misserum. Kosningabaráttan þar vestra staðfestir þessa gjá betur en margt annað. Málflutningur og framganga Bush er með þeim hætti að flest fólk í Evrópu finnur til djúprar andúðar og jafnvel hreinnar fyrirlitningar á manninum og málstað hans. Hug- myndaheimur Bandaríkjanna hefur hins vegar þróast þannig að andstæðingur Bush í forseta- kjöri sér þá leið vænlegasta að leggja áherslu á þá staðreynd að hann barðist í stríði fyrir Banda- ríkin. Kosningabarátta Bush snýst svo um að sá efasemdum um að Kerry muni leiða þjóðina inn í fleiri stríð. ■ A uðvelt er að setja sig í spor beggja deilenda í máli öryrkjanssem borinn var út úr leiguíbúð í eigu Reykjavíkurborgar í loksíðustu viku vegna vangreiddrar húsaleigu til langs tíma. Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs, segir réttilega hér í blaðinu í gær að ekki sé hægt að una við það að einstakir leigjendur félagslegra íbúða hækki velferðarstyrk sinn mánuðum og jafnvel árum saman með því að vanrækja greiðslu húsaleigu. Í orðum hennar liggur að umrætt mál snúist ekki um greiðslugetu viðkomandi skjólstæðings Félagsþjón- ustunnar heldur viljaleysi og skort á ábyrgðarkennd. Sjónarmið Ögmundar Jónassonar alþingismanns er líka réttmætt og raunar al- mennt viðurkennt hér á landi. Enginn á að þurfa að standa uppi án hús- næðis í einhverju ríkasta þjóðfélagi veraldar. Enginn á að vera á götunni eða búa við umkomuleysi vegna fátæktar eða aðstæðna sem viðkomandi ræður ekki við. Deila Bjarkar og Ögmundar er áhugaverð frá stjórnmálasjónarmiði. Þau tilheyra bæði flokki Vinstri grænna sem telur sig helsta málsvara láglaunafólks og hinna efnaminni í þjóðfélaginu. Vegna aðildar að Reykjavíkurlistanum hafa fulltrúar flokksins komist til valda og áhrifa í stjórn Reykjavíkurborgar. Með Björk Vilhelmsdóttur sem formann félagsmálaráðs má heita að Vinstri grænir ráði því sem þeir vilja ráða um félagsþjónustu borgarinnar. Ekki er órökrétt er að álykta að vinnu- brögð þeirra hjá borginni endurspegli hvernig þeir stæðu að málum ef þeir færu með völdin í þjóðfélaginu öllu. Þó að Vinstri grænir vilji í orði kveðnu gera allt fyrir alla og mæli í kosningum af meira örlæti um samhjálp og jafna dreifingu lífsgæða en nokkur annar stjórnmála- flokkur vita forystumenn þeirra að jafnvel í gnægtaþjóðfélagi eru fé- lagslegri aðstoð takmörk sett. Hafi einhver trúað því að Vinstri grænir hefðu undir höndum lykil að allsherjarlausn félagslegra vandamála sýnir framganga þeirra í valdastöðu að svo er ekki. Vinstri grænir eru þó auðvitað aukaatriði í öryrkjamálinu sjálfu. Miklu mikilvægari hlið málsins snýr að vinnubrögðum Félagsþjónust- unnar í Reykjavík. Spurningar vakna um sveigjanleika hennar við erfið skilyrði. Alkunna er að jafnvel hin bestu samhjálparkerfi hafa til- hneigingu til að frjósa og lokast og blindast þegar þau standa frammi fyrir óvenjulegum úrlausnarefnum. Kerfin virka best þegar hægt er að fylgja forskrift og venjum. Félagsþjónustan braut engar reglur í ör- yrkjamálinu. Frá almennu sjónarmiði er ekkert aðfinnsluvert við að fólk sem sýnir ábyrgðarleysi og ámælisverða framkomu, hvort sem það á við í þessu máli eða ekki, sé látið taka afleiðingum þess. En í ör- yrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar „leysir“ hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. Einhvers staðar verða „vondir“ að vera. Í þessu ljósi virðist aðkallandi að Félagsþjónustan leggi aukna hugsun og vinnu í að fást við „erfiða“ skjólstæðinga og finna úrræði handa þeim án þess að þeir lendi í óviðunandi aðstæðum og vítahring sem hætt er við að magni aðeins ógæfu þeirra. ■ 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Félagsþjónustan þarf að leggja aukna hugsun og vinnu í að fást við erfið úrlausnarefni. Þörf er á meiri sveigjanleika Atlantshafið breikkar ORÐRÉTT Engin fegurðartipps frá Víkverja Víkverji lítur á það sem skyldu sína sem karlmanns að verða gamall fauti, með hrjúfar kinnar, sem afabörnin geta litið til þegar þau þurfa ást, alúð og kæruleysislega og grófa viður- kenningu en ekki „fegurðar- tipps“ frá fröken afa. Víkverji Morgunblaðið 7. september En hvaða reglum á hann að fylgja eftir sölu? Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verð- ur Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu. Halldór Ásgrímsson Fréttablaðið 7. september Lítið að „hösla“ Ég tel mig vera farsælan kvik- myndaleikstjóra og hef verið laus við að þurfa að hösla aug- lýsingar sem leikstjóri. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleik- stjóri DV 7. september Skemmtilegur sjúkdómur? Þetta er kannski sjúkdómur sem er gaman að verða fyrir, þar sem það felur í sér að borða mikið af súkkulaði og öðrum fitandi mat, en offita er samt sjúkdómur í allri merkingu þess orðs. Dorit Tekes, majór í Ísraelsher Fréttablaðið 7. september Hvaða trúarbrögð skyldu þeir aðhyllast? Hjá okkur er alltaf eins og þetta séu einhverjir sértrúarhópar í Verslunarráðinu eða Heimdalli sem tala svona. Þór Sigfússon um einkavæðinguna. Fréttablaðið 7. september FRÁ DEGI TIL DAGS Í öryrkjamálinu stendur Félagsþjónustan frammi fyrir því að með því að fylgja reglum sínum út í æsar „leysir“ hún vandann eins og hann birtist á einu sviðinu en skapar um leið annan vanda á öðru sviði sem henni samkvæmt sömu reglum ber að finna lausn á. ,, Í DAG BANDARÍSK STJÓRNMÁL JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Það er ekki nýtt að menn skynji gjá á milli Bandaríkjanna og Evr- ópu en fáir geta efast um að hún hefur stórlega dýpkað og breikkað á síðustu miss- erum. Kosningabaráttan þar vestra staðfestir þessa gjá betur en margt annað. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.