Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 25
17MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004 Ríkisafskipti og frjáls viðskipti „Frjáls viðskipti“ eru meðal þess sem allir þykjast nú styðja. En í hverju felst frelsi í viðskiptum? Einn þáttur í því er að menn geti átt viðskipti án afskipta aðila sem ekki tengjast tilteknum við- skiptum með beinum hætti, svo sem ríkisvalds eða annarra sem vilja áhrif á slík viðskipti. Afskiptaleysi annarra er þó ekki nema ein forsenda þess að við- skipti geti talist frjáls. Önnur er að báðir sitji við sama borð, að annar aðilinn í viðskiptum eigi ekki alls kostar við hinn. Jafnrétti er nefnilega nauðsynleg for- senda frelsis. Ríkisafskipti geta þannig verið mikilvæg trygging fyrir viðskipta- frelsi, t.d. við þegar sett eru lög sem eiga að tryggja jafna stöðu viðskiptaaðila. Sverrir Jakobsson á murinn.is Jafnrétti fyrir alla Jafnrétti er fyrir alla og þótt kynjajafn- rétti sé mikilvægt er það aðeins hluti af heildarmarkmiðinu. Við þurfum stöðugt að spyrja spurninga eins og þessara hér að ofan varðandi sérhvern þann hóp sem á einhvern hátt stendur höllum fæti í samfélaginu. Eða finnst okkur kannski eðlilegt að einhver tiltekinn hópur standi öðrum að baki? Steinunn Þóra Árnadóttir á vg.is/postur Enski boltinn í læstri dagskrá Í liðinni viku urðu þau tíðindi helst hér innan lands að enska knattspyrnan færðist eftir langt hlé aftur til ríkisins. Ekki varð það þó Ríkissjónvarpið sem náði til sín sýningarréttinum heldur Ríkissíminn, þ.e. Landsíminn. Þetta gerðist með þeim hætti að Landsíminn keypti einkahlutafélagið Fjörni ehf., sem átti ríflega fjórðungshlut í Skjá einum og að auki rétt til að sýna ensku knatt- spyrnuna hér á landi. Einhverjir kunna að gleðjast yfir því að enski boltinn skuli kominn aftur til ríkis- ins. Það er þó hætt við að það verði skammvinn gleði. Eftir því sem ég kemst næst ætlar Síminn að sýna leikina í læstri dagskrá með stafrænum hætti í gegnum fjarskiptakerfi sitt. Hvað verður um sýningar á Skjá einum veit ég ekki. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is Ríkisútvarpið til endurskoðunar Það hlýtur að vera ljóst að löngu er orðið tímabært að taka rekstur Ríkis- útvarpsins til algerrar endurskoðunar. Umræðan um þetta er annars ekkert ný af nálinni og skýtur kollinum sem betur fer upp annað slagið, ekki sízt þegar fréttir berast af stanslausum hallarekstri fyrirtækisins. Því er svo reynt að mæta með því að hækka afnotagjaldið trekk í trekk og hefur það, eins og kunnugt er, verið hækkað tvisvar á þessu ári og a.m.k. einu sinni á síðasta ári. Hjörtur J. Guðmundsson á uf.xf.is AF NETINU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. Fjöldi skemmtilegra námskeiða á haustönn 2004 Námskeið á haustönn Innritun fer fram á Grensásvegi 16A, í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is Lærðu leiklist hjá Pétri Einarssyni Leynist í þér leikari? Þátttökugjald greiðist áður en námskeið hefst. Námskeiðshald er háð lágmarksþátttöku. Bi rt m eð fy rir va ra u m b re yt in ga r o g pr en tv ill ur . S Í M E N N T U N www.mimir. is Gjafabréf Upphæð að eigin v ali Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 .1 17 Don Kíkóti 10 st. Námskeið haldið í samvinnu við Borgarleikhúsið Guðbergur Bergsson Mi. kl. 20:15-22:15 (4 vikur frá 6. okt.) Háborgin Spánar... 5 st. -Madríd í máli og myndum Kristinn R. Ólafsson Þri. 12. og 19. okt. kl. 20-22 Leiklistarnámskeið – til skemmtunar og uppbyggingar 24 st. Námskeið haldið í samvinnu við Borgarleikhúsið Pétur Einarsson Þri. kl. 20-22:15 og lau. kl. 13-15:15 (4 vikur frá 5. okt.) Menningarheimur Araba 10 st. Jóhanna Kristjónsdóttir Fi. kl. 20:30-22 (5 vikur frá 23. sept.) Sýrland – Líbanon 3 st. Jóhanna Kristjónsdóttir Fi. 4. nóv. kl. 19:45-22 Söngnámskeið 20 st. - Byrjendur - Grunnur í söng og raddþjálfun Ingveldur Ýr Jónsdóttir Fi. kl. 18:30-20 (10 vikur frá 23. sept.) -Söng- og raddþjálfun fyrir lengra komna Fi. kl. 20-21:30 (10 vikur frá 23. sept.) Teikning I 40 st. Ína Salóme Hallgrímsdóttir Þri. kl. 19-22 (10 vikur frá 21. sept.) Myndlist 40 st. -Teikning, málun, formfræði og fjarvídd Ásta Ólafsdóttir Lau. kl. 13-16 (10 vikur frá 25. sept.) Vatnslitamálun 32 st. Harpa Björnsdóttir - Byrjendur mi. kl. 19-22 (8 vikur frá 29. sept.) - Framhald lau. kl. 10-13 ( 8 vikur frá 25. sept.) Olíumálun 32 st. Harpa Björnsdóttir Fi. kl. 19-22 (8 vikur frá 30. sept.) Málun, frh. 32 st. -Olíu- og akrýlmálun Harpa Björnsdóttir Má. kl. 19-22 (8 vikur frá 27. sept.) Pastelmálun 32 st. Birgir Rafn Friðriksson Mi. kl. 19-22 (8 vikur frá 29. sept.) Textílmálun 20 st. - Málun á bómull og silki Hrönn Vilhelmsdóttir Fi. kl. 19-22 (5 vikur frá 30. sept.) Glermótun 20 st. Brynhildur Þorgeirsdóttir -Byrjendur 1.-11.okt. -Framhald 5.-15. nóv. Leirlist 21 st. Olga S. Olgeirsdóttir og Margrér R. Kjartansdóttir Má. kl. 19:30-21:30 (8 vikur frá 27. sept.) Myndlist fyrir börn 6-12 ára 21 st. Svanhildur Vilbergsdóttir Ásta Ólafsdóttir Lau. kl. 10-12 (8 vikur frá 25. sept.) Leiklist fyrir börn 6-12 ára 16 st. Margrét Pétursdóttir Ólöf Sverrisdóttir Fi. kl. 17-18:30 (8 vikur frá 30. sept.) Eru ákvarðanir fólks rökréttar? Hagfræðin gerir jafnan ráð fyrir því að fólk taki rökréttar ákvarðanir og taka fræð- in mið af því. En það vita hins vegar allir að það er alveg upp og ofan hversu rök- réttar þær ákvarðanir eru sem við tökum frá degi til dags. Ný grein innan hagfræðinnar beinir sjón- um sínum að þessu misræmi. Þessi grein er kölluð atferlishagfræði (e. behavioral economics) og hefur hlotið æ meiri at- hygli síðustu ár. Atferlishagfræðin skoðar hvernig bregst fólk við og svipar því til sál- fræðinnar, en fram til þessa hefur hag- fræðin sagt til um hvernig fólk ætti að bregðast við. Í hagfræðinni er jafnan gert ráð fyrir því að ákvarðanir fólks byggist á því að hagur þess verði sem bestur. Því kom það spán- skt fyrir sjónir í tilraun sem gerð var að einhvers konar réttlætiskennd virtist þyn- gri á metunum en gróðavonin ein. Niður- staðan varð því önnur en hagfræðin hafði spáð fyrir um. Einfalt dæmi um viðfangsefni atferlishag- fræðinnar er tilraun sem gengur þannig fyrir sig að leikmaður A fær 10 dollara- seðla til ráðstöfunar. Hann getur gefið leikmanni B hluta af upphæðinni, en sá leikmaður getur þegið upphæðina eða hafnað henni. Ef hann þiggur upphæðina er peningunum skipt á milli þeirra eins og leikmaður A lagði til, en ef leikmaður B hafnar upphæðinni sem boðin er fær hvorugur leikmaður neitt. Til þess að hámarka gróðann ætti leik- maður A að bjóða leikmanni B einn Bandaríkjadal og fá þannig $9 sjálfur og leikmaður B ætti að þiggja boðið þar sem $1 er augljóslega betri en ekkert. Þetta yrði niðurstaðan samkvæmt hagfræðinni, og þetta er niðurstaðan þegar fólk spilar á móti tölvu. Sé leikurinn á milli tveggja manna er niðurstaðan önnur. Þeir sem eru í hlutverki leikmanns B hafna iðulega boðum um $1 eða $2. Að sama skapi bjóða þeir sem eru í hlutverki leikmanns A yfirleitt upphæð sem nálgast jöfn skipti eða $4 að meðaltali. Svo virðist sem réttlætiskennd gegni hér stóru hlut- verki. Önnur útgáfa af leiknum er leikin aftur og aftur og þar koma önnur atriði til skjal- anna. Til dæmis er útkoman mismunandi eftir því hvort traust myndast á milli leik- manna. Þessi útgáfa af leiknum líkir eftir sambandi á milli tveggja aðila sem t.d. þurfa að semja reglulega sín á milli. Þá skiptir ekki einungis máli hvernig þessi samningalota fer heldur hvernig jarðveg- urinn verður fyrir næstu samningalotu. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR Þeir sem eru í hlut verki leikmanns B hafna iðulega boðum um $1 eða $2. Að sama skapi bjóða þeir sem eru í hlut- verki leikmanns A yfirleitt upphæð sem nálgast jöfn skipti eða $4 að meðaltali. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.