Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 26
„Ég er ekkert gríðarlegt af- mælisbarn, venjulega býð ég bara mínum nánustu í mat, eða kaffi og með því,“ segir Haukur Ingi Guðnason, knattspyrnu- maður í Fylki, sem hefur verið meiddur allt keppnistímabilið eftir að hafa slitið krossbönd snemmsumars. „Ég hef verið að vinna og í endurhæfingu og svo er ég nýbyrjaður aftur í skólan- um en ég er í BA-námi í sál- fræði sem ég býst við að klára í vor,“ segir Fylkismaðurinn, sem hefur ekki afskrifað að lið hans landi Íslandsmeistaratitlinum í sumar þó tvö lið og fimm stig skilji Fylki og bikarinn að. „Það sem hvað helst hefur einkennt sumarið er að þetta er í fyrsta skipti í einhver tuttugu ár sem ég hef ekki verið á fullu í boltanum og því hef ég ferðast mikið bæði innanlands og utan. Ég hefði viljað ferðast meira með konunni minni, Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, en hún hefur verið á fullu að leika í Fame og því ekki komist mikið frá,“ segir Haukur Ingi. „Ég hef nýtt tímann í að byggja mig upp knattspyrnu- lega því það er oft betra að bæta það sem þarf að bæta þegar maður er meiddur en þegar maður er á fullu og hefur ekki tíma til að hugsa mikið um þessa þætti,“ segir knatt- spyrnumaðurinn. „Mér líður mjög vel á Íslandi en hefði ekkert á móti því að fara út í at- vinnumennsku ef spennandi tækifæri bærist. Mig langar ekkert að fara út bara til þess að fara út og gorta mig af því, Ísland hefur svo mikið upp á að bjóða sem erfitt er að finna annars staðar, maður hefur fé- lagslega og menntunarþáttinn hér á landi og þó að launin séu minni í fótboltanum hér þyrfti tilboðið að vera mjög gott til að það borgaði sig,“ segir Haukur Ingi. Hann hyggur á áframhald- andi nám eftir BA, jafnvel í líf- eðlisfræði eða taugasálfræði, og íhugar jafnvel að leita til Norðurlanda til að komast að hjá einhverju liði þar og vera í framhaldsnámi samfara boltan- um. „En hvað verður er samt alveg óljóst,“ segir framherjinn geðþekki. ■ 18 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR PETER SELLERS Þessi ótrúlega fjölhæfi leikari og grínisti fæddist á þessum degi árið 1925. AFMÆLI Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er 57 ára. Valur Fannar Gíslason knattspyrnu- maður er 27 ára. Gunnlaugur Briem tónlistarmaður er 42 ára. ANDLÁT Sigríður Egilsdóttir lést 30. ágúst. Ólafur Jónsson, frá Katanesi, lést 1. september. Oddný Rósa Ragnarsdóttir, Kleppsvegi 38, lést 3. september. Ólöf Jóna Björnsdóttir, Ásvallagötu 65, lést 4. september. Fjóla Kristín Gústafsdóttir lést 4. sept- ember. Jónas Hermannsson, járnsmiður, lést 4. september. Mohammad Marino Khalifeh lést 4. september. Útförin hefur farið fram. Lilja Þórarinsdóttir, áður Hólmgarði 49, lést 5. september. Sigrún Jónsdóttir, Aðalgötu 14, Stykkis- hólmi, lést 5. september. JARÐARFARIR 10.30 Vilhjálmur S. V. Sigurjónsson verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Gunnar Jóhann Sigurjónsson verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju. 14.00 Kormákur Ingvarsson verður jarð- sunginn frá Hrunakirkju. Þann 8. september árið 1966 lagði áhöfn geimskipsins U.S.S. Enter- prise upp í eina lengstu geimferð í samanlagðri sögu afþreyingar- menningarinnar þegar fyrsti Star Trek-sjónvarpsþátturinn var frum- sýndur í bandarísku sjónvarpi. Hinn hugdjarfi mannskapur á Enterprise lagði í leiðangur til ókannaðra landa í himingeimnum sem enginn maður hafði áður augum barið. Fyrstu þættirnir gengu aðeins í þrjú ár og komust aldrei ofar en í 52. sæti í áhorfskönnunum. Þeir náðu samt að fanga hugi og hjörtu nógu margra til þess að halda Enterprise á flugi áratugum saman en í kjölfar fyrstu þáttaraðarinnar fylgdu fjórar sjónvarpsseríur og níu kvikmyndir. Fyrsti afleggjarinn var teikni- myndaröð sem var sýnd á laugar- dagsmorgnum frá 1973 til 1975. Árið 1987 hófust útsendingar á Star Trek: The Next Generation en þá var búið að skipta gömlum áhafnar- meðlimum eins og Spock og Kirk skipstjóra fyrir yngri menn. Enter- prise var líka orðið stærra og öflugra og laut nú stjórn Jean-Luc Picard sem Patrick Stewart lék. ■ ÞETTA GERÐIST STAR TREK-ÞÆTTIRNIR HÓFU GÖNGU SÍNA SEM ENN SÉR EKKI FYRIR ENDANN Á 8. september 1966 „Það er enginn ég. Ég er ekki til. Ég átti einu sinni sjálf en ég lét fjarlægja það með skurðaðgerð.“ - Peter Sellers var frábær leikari og hætti því að vera til sem einstaklingur en persónugalleríið í hausnum á honum var þó æði fjölskrúðugt og nægir í því sam- bandi að nefna til sögunnar Clouseau lögreglufulltrúa og Dr. Strangelove. Geimferðin endalausa hefst ÞETTA GERÐIST LÍKA 1636 Harvard-háskóli er settur á lagg- irnar. 1664 Bretar taka við Nýju Amsterdam af Hollendingum og endurnefna hana síðar Nýju Jórvík. 1900 Fellibylur gengur yfir Galveston í Texas og verður 6.000 manns að bana. 1974 Gerald Ford, forseti Bandaríkj- anna, veitir Richard Nixon, fyrrver- andi forseta, fulla sakaruppgjöf. 2003 Samtök hljómplötuútgefenda í Bandaríkjunum, RIAA, höfða mál á hendur 261 einstaklingi fyrir að deila höfundarréttarverndaðri tón- list á netinu. Gott að bæta sig meiddur AFMÆLI: FÓTBOLTAMAÐURINN HAUKUR INGI GUÐNASON ER 26 ÁRA Í DAG Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ágústa Guðrún Halldórsdóttir lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi þriðjudaginn 7. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldór Ómar Sigurðsson, Laufey Guðrún Sigurðardóttir, Atli Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir, Hafrún Sigurðardóttir, Einar Björn Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg bauð á laugardaginn 80 krökkum sem tóku þátt í Nýsköpunar- keppni grunnskólanemenda skólaárið 2003-2004 í Viðeyjar- ferð. Krakkarnir komust í undan- úrslit Nýsköpunarkeppninnar þegar þeir tóku þátt í þemaverk- efninu Slysavarnir. Það var í fyrsta skipti í fyrra sem þetta þema var með í keppninni, en það var haft að frumkvæði Lands- bjargar. Björgunarskip Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björnsson frá Reykjavík og Einar Sigurjónsson frá Hafnar- firði, fluttu krakkana til Viðeyjar en þegar þangað var komið buðu slysavarnakonur frá Reykjavík, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi þeim til grillveislu. Þátttakan í Nýsköpunarkeppn- inni var góð en alls tóku 1642 börn úr 59 skólum þátt í keppn- inni, 840 stúlkur og 802 drengir, og skiluðu inn 2517 hugmyndum. Flestar hugmyndirnar komu frá Lækjarskóla í Hafnarfirði, alls 210 og næst flestar frá Árskóla á Sauðárkróki, 203 hugmyndir. Veflægt komu inn 232 hugmyndir frá 12 skólum en í fyrra var vef- urinn ekki nothæfur fyrir keppn- ina. Þátttökuhlutfall stelpna og stráka í keppninni er svipað og var í Finn Upp keppninni í Svíþjóð vorið 2003, en þar komu inn 3880 hugmyndir, þannig að ekki er ástæða til þess að hafa áhyggjur af aðkomu stúlkna á þessu sviði í framtíðinni ef menntakerfið sinnir nýsköpunar- þættinum áfram. Af þessum 2517 hugmyndum voru 167 í þemaverkefninu Slysa- varnir, frá 33 skólum, en sá þátt- ur er tilkominn að frumkvæði Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar og liður í lífsleikninámskeið- inu Geimálfurinn frá Varslys sem ætlað er 4., 5. og 6. bekk grunnskóla landsins. ■ DR. SPOCK Þessi djúpvitri Vúlkani var lykilmaður um borð í U.S.S. Enterprise árum saman. HAUKUR INGI Knattspyrnumaðurinn góðkunni hefur verið meiddur í allt sumar en hefur notað tímann til að ferðast og vera með fjölskyldunni enda fyrsta sumarið í tvo áratugi sem hann hefur ekki verið á fullu í fótbolta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HRESSIR UPPFINNINGAMENN Úr grunnskólum landsins skelltu sér til Viðeyjar á laug- ardaginn í boði Landsbjargar en krakkarnir tóku þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og skiluðu inn tillögum í þemaverkefninu Slysavarnir. Ungt hugvitsfólk í Viðey LANDSBJÖRG: BAUÐ UNGU HUGVITSFÓLKI Í GRILLVEISLU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.