Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 30
TORFÆRA Óvænt úrslit urðu í fjórðu og næstsíðustu umferð Íslands- meistaramótsins í torfæruakstri sem ekin var á Blönduósi á laug- ardaginn. Þar kom, sá og sigraði ungur piltur, Helgi Gunnarsson að nafni, bifvélavirki frá Vík í Mýrdal. Helgi var að keppa í sinni sjöundu torfærukeppni en það var einmitt í Blönduósskeppninni í fyrra sem hann mætti fyrst til leiks með ný- smíðaðan torfærubíl. Vann þrotlaust í ár Sjö keppnum og ári síðar stóð hann efst á verðlaunapallinum eftir að hafa unnið þrotlaust í ár við að endurbæta torfærubílinn sem hann kallar Gæruna. Með þessum sigri sínum hefur Helgi stimplað sig, svo um munar, inn í torfæruna en í hógværð sinni þakkar hann aðstoðarmönnum sinum og öðrum sem hafa styrkt hann sigurinn. „Mikilvægast er að bíllinn sé í lagi,“ sagði Helgi eftir keppnina en þeir félagarnir hafa reyndar þurft að eltast við smá bilanir í bílnum í sumar, einkum í rafkerf- inu. Svo var þó ekki á Blönduósi þar sem Gæran virkaði óaðfinn- anlega og 350 cid Chevy-vélin skilaði skammlaust öllum sínum 600 hestöflum. „Mér fannst þetta vera reglu- lega skemmtileg keppni,“ sagði Helgi, sem vildi ekki gera upp á milli keppnisbrautanna. „Síðasta brautin var kannski skemmtilegust en þar tókst mér að tryggja sigurinn. Endabrekkan þar hefði þó ekki mátt vera lengri. Það var helvíti tæpt að ég næði alla leið uppî. Eftir þennan sigur sinn er Helgi annar í Íslands- meistarakeppninni, 10 stigum á eftir Haraldi Péturssyni sem er í raun búinn að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn. Það er nánast formsatriði fyrir Harald að mæta í síðustu keppni ársins sem fram fer á Hellu 11. september. Gunnar Gunnarsson á Trúðn- um sigraði í götubílaflokknum en það var þriðji sigur hanns á árinu. „Þetta hafðist í dag þrátt fyrir að ég klúðraði 2. brautinni”, sagði Gunnar, sem lenti reyndar einnig í vandræðum í 5. brautinni vegna þess að lofthreinsarinn á vélinni var orðinn pakkfullur af ryki og drullu. Átta stiga forusta Gunnars Keppnissvæðið var mjög þurrt og jarðvegurinn fíngerður svo að oftar en ekki hurfu bílarnir í ryk- mökk þegar ökumennirnir reyndu við erfiðar brekkur og börð. „Ég er nánast búinn að ná Ís- landsmeistaratitlinum,“ sagði Gunnar, sem hefur átta stiga for- skot á Ragnar Róbertsson. „Það er nánast formsatriði fyrir okkur að mæta á Hellu en við gerum ekki svoleiðis. Við mætum til að sigra. Það er alveg á hreinu og ég tala nú ekki um á Hellu,” sagðu Gunnar að lokum. JAK 8. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Perfect Akureyri 15% afsláttur Ísbú›in Álfheimum tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. Ísbú›in Kringlunni tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. mangó Keflavík 15% afsláttur park 15% afsláttur tex mex 20% afsláttur COS 15 % afsláttur Kiss Kringlunni 15 % afsláttur Bíókorti› - frítt í bíó, áunni› á vissum tímabilum Sérkjör hjá Bónusvideo 250 kr. spólan †mis tilbo› frá BT Pizza 67, Háaleitisbr., pizza me› 2 áleggs teg. + brau›st. (sótt) á 990 Xs Kringlunni 15% afsláttur Perlan Keflavík 15% afsláttur af öllu mótor 15% afsláttur Blaðbera tilboð 2 fyrir 1 Ísbú›in Kringlunni og Ísbú›in Álfheimum Bla›beraklúbbur Fréttabla›sins er fyrir duglegasta fólk landsins. Allir bla›berar okkar eru sjálfkrafa me›limir í klúbbnum og fá tilbo› og sérkjör hjá mörgum fyrirtækjum. Vertu me› í hópi duglegasta fólks landsins. Ísbú›in Álfheimum og Ísbú›in Kringlunni b‡›ur bla›berum Frétt ehf. 2 fyrir 1 af ísum mánudaga og flri›judaga. Tilbo› fæst a›eins afgreitt gegn framvísun pakkami›a. HELGA HAMPAÐ Aðstoðarmenn Helga Gunnarssonar hampa Helga í lok keppninnar enda ánægðir með fyrsta sigur liðsins. Helgi sýndi glæsilegan akstur í keppninni sem fram fór á Blöndósi og tryggði sér sigurinn. Fréttablaðið/JAK TRÚÐURINN EFSTUR Á PALLI Gunnar Gunnarsson á Trúðnum sigraði í götubílaflokki og er nann nánast búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Fréttablaðið/JAK Fyrsti sigur Helga Ungur bifvélavirki frá Vík í Mýrdal vann fjórðu og næstsíðustu umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæru á Blönduósi. ÚRSLIT KEPPNINNAR SÉRÚTBÚINN FLOKKUR Sæti Ökumaður Bíll Stig 1. Helgi Gunnarsson Gæran 2190 2. Haraldur Pétursson Musso 2180 3. Björn I. Jóhannsson Fríða Grace 1970 4. Leó Viðar Björnsson 1945 5. Sigurður Jónsson Toshiba Tröllið 1850 6. Garðar Sigurðsson Vélburstinn 1220 7. Daníel Ingimundars. Green Thunder 940 8. Friðrik Már Steinþórs. BMW 107 GÖTUBÍLAFLOKKUR Sæti Ökumaður Bíll Stig 1 Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 1750 2 Daníel Karlsson Team Frosti 1395 3 Ragnar Róbertss. Pizza 67 Willy’s 1385 4 Pétur V. Pétursson Sprautarinn 800 5 Bjarki Reynisson Dýrið 45 STAÐAN Í ÍSLANDSMEISTARA- MÓTINU: SÉRÚTBÚINN FLOKKUR Sæti Ökumaður Bíll Stig 1 Haraldur Pétursson Musso 36 2 Helgi Gunnarsson Gæran 26 3 Sigurður Jónsson Toshiba Tröllið 16 4 Leó Viðar Björnsson 13 5 Daníel Ingimundars. Green Thunder 11 6 Björn Ingi Jóhannsson Fríða Grace 8 GÖTUBÍLAFLOKKUR Sæti Ökumaður Bíll Stig 1. Gunnar Gunnarsson Trúðurinn 38 2. Ragnar Róbertss. Pizza 67 Willysinn 30 3. Bjarki Reynisson Dýrið 21 4. Pétur V. Pétursson Sprautarinn 17 5. Daníel Karlsson Team Frosti 11 6. Loftur Matthíasson Team Frosti 4 7. Hlynur Jónsson Tasmaníu djöfullinn 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.