Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004 23 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Fimm leikmennpalestínska fót- boltalandsl iðsins fengu ekki land- gönguleyfi í Ísrael fyrir leik liðsins gegn Úsbekistan sem háður verður í kvöld. Af öryggisástæðum fara allir heimaleikir Palestínumanna fram í Qatar í Ísrael. „Þetta er mjög mikið vandamál,“ sagði Tayseer Barakat, starfsmaður palestínska fótbolta- sambandsins. „Þeir hafa ítrekað reynt að komast yfir landamærin en alltaf verið sendir til baka. Leikurinn er í kvöld og þeir eru búnir að gefast upp á þessu.“ Að sögn Alfred Riedl, þjálfara Palestínumanna, var hæpið að leikmennirnir fimm gætu leikið í kvöld. „Við rétt náum í lið með þessu áframhaldi,“ sagði Riedl. Shaquille O’Nealsegir að Kobe Bryant vildi losna við sig úr Los Angel- es Lakers-liðinu. O’Neal nefnir þó Bryant aldrei á nafn en auðvelt er að lesa milli línanna. „Maður fékk engin svör frá neinum. Magic Johnson sagði meira að segja ekki neitt. Svo sit ég heima og er að borða morgunkorn og þá er blaða- mannafundur í sjónvarpinu og Phil Jackson látinn fara,“ sagði O’Neal. Vinnubrögð forráðamanna Lakers- liðsins eru Shaq ekki að skapi, sér- staklega í ljósi árangurs síðustu ára. „Mér finnst þetta frekar fyndið. Við vorum með besta liðið og í stað þess að halda liðinu er það klofið í sund- ur. Nú standa þeir frammi fyrir því að þurfa að byrja upp á nýtt,“ sagði Shaq. Miðherjinn öflugi er nú kom- inn aftur í austurdeildina og leggst veturinn með Miami Heat vel í kapp- ann. „Vesturdeildin er hlaðin stjörn- um en það eru bara tveir O’Neal- drengir í austrinu,“ sagði Shaq og átti þar við sig og nafna sinn Jermaine O’Neal hjá Indiana Pacers. Einn af guðumknattspyrnunnar, Diego Maradona, var útskrifaður af meðferðarheimili í Buenos Aires í gær eftir fjögurra mán- aða dvöl. Hinn fjörutíu og þriggja ára Maradona er í umsjá dómarans Norberto Garcia Vedia sem er kappanum innan handar þegar taka þarf stórar ákvarð- anir. Vedia hefur gefið grænt ljós á að útskrifa Maradona og getur hann því haldið til Kúbu til áframhaldandi meðferðar. „Ef fjölskyldan hans er samþykk því er hann frjáls ferða sinna,“ sagði Vedia. Roy Keane, fyrir-liði Manchester United, hefur jafnað sig af meiðslum og verður að öllum lík- indum til í slaginn með Írum gegn Sviss í kvöld. Írska landsliðið mætti Kýpur á laugardag- inn var og vann, 3-0. Sviss burstaði Færeyinga í fyrsta leik sínum, 6-0. Brian Kerr, knattspyrnustjóri Íra, sagði að Manchester United hefði gefið grænt ljós á að Keane yrði með gegn Sviss. „Hann er nánast orðinn heill heilsu eftir að hafa brákað rif- bein,“ sagði Kerr. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is MÁNUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.