Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 35
27MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN Yfir 40 þúsund gestir SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HHHH - H.J. Mbl. HHH - S.K. Skonrokk HHH - Ó.H.T. Rás 2 MADDIT 2 SÝND UM HELGARGRETTIR SÝND KL. 6 M/ ÍSL. TALI SÝND kl. 8 og 10.30 YFIR 25000 GESTIR SÝND kl. 8 B.I. 12 SÍÐUSTU SÝNINGAR Frábær rómantísk gamanmynd Ein besta ástarsaga allra tíma ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI Sló rækilega í gegn í USA SÝND kl. 8 og 10.15 B.I. 14SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 10.15SÝND kl. 5.40 og 8 The Stepford Wives Nicole Kidman SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 „Drepfyndin.“ HHHH ÓÖH, DV HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 6, 8 & 10 SÝND kl. 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 6 M/ENSKU TALI SÝND kl. 10 B.I. 12 SÍÐUSTU SÝNINGAR THE VILLAGE kl. 10CATWOMAN kl. 5.50 SÝND kl. 6 og 8 SÝND kl. 8 & 10.20 Frá leikstjóra Dude Where Is My Dude kemur steiktasta grínmynd ársins. A N C H O R M A N - F O R S Ý N I N G K L . 1 0 : 1 5 Kvikmyndin „The Shape of Things“ er sýnd á indí dögum í Há- skólabíói þessa dagana. Hér er á ferð dramatísk-svört kómedía af bestu gerð. Myndin hefst á lista- safni þar sem taugaveiklaður safn- vörður, Adam (Paul Rudd), reynir að stöðva óheflaðan listnema, Evelyn, (Rachel Weisz) í því að taka ljósmyndir af risavaxinni högg- mynd. Adam hefur ekki árangur sem erfiði, Evelyn sannfærir hann um að leyfa sér ekki aðeins að taka myndir heldur einnig að nota úða- brúsa til að mála stóreflis getnaðar- lim á styttuna, þar sem fíkjulauf fara í taugarnar á henni. Upp úr orðaskiptum þeirra hefst samband milli þessara ólíku persóna. Sam- bandið er miðpunktur myndarinn- ar, nokkurs konar vettvangur til að skoða áhrif ástarsambanda á mann- eskjur, með áherslu á hvernig fólk lagar sig hvort að öðru. Leikstjórinn Neil LaBute (In the Company of Men, Your Friends and Neighbours, Nurse Betty) byggir handrit myndarinnar á samnefndu leikriti eftir sjálfan sig. Handritið er snilldarlega skrifað, stútfullt af húmor, pæling- um um samskipti kynjanna og raunar er hvergi dauðan punkt að finna, hvorki í samtölum né fram- vindu. Leikarar myndarinnar eru þeir sömu og léku verkið uppruna- lega á sviði. Þessi leikarahópur vinnur þrekvirki enda ekki einfalt að koma til skila hlutverkum sem byggjast alfarið á löngum samtöl- um en það tekst með afbrigðum vel. Fremst í flokki er Rachel Weisz sem einnig er ein af fram- leiðendum myndarinnar. Rachel tekst að skapa ógleymanlega pers- ónu með hinni frjálslegu og óhefl- uðu listakonu Evelyn. Rachel sýnir með þessu hlutverki að hún er ein af fremstu leikkonum sinnar kyn- slóðar og getur sannarlega leikið fleira en öskurdúkkuna í B-mynd- unum „The Mummy“ og framhaldi hennar, „The Return of the Mummy“. Paul Rudd stendur sig líka sérstaklega vel sem óöruggur en sjarmerandi kærasti Weisz. Öll persónusköpun myndarinnar er sérstaklega góð. The Shape of Things er frumleg, fyndin og ögrandi mynd sem skilur mann eftir með spurningar um ástina, listina og lífið yfirleitt. Einar Árnason Handritið snilld, stútfullt af húmor THE SHAPE OF THINGS LEIKSTJÓRI: NEIL LABUTE AÐALHLUTVERK: RACHEL WEISZ, PAUL RUDD [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Hópþjálfun Gigtarfélags Íslands Ný námskeið hefjast mánudaginn 6. sept. 2004 Námskeið í boði: Létt leikfimi, hádegisleikfimi, vefjagigtarhópar, bakleikfimi karla, jóga fyrir gigtarfólk, vatnsþjálfun í Sjálfsbjargarlauginni. Góð leikfimi í notalegu umhverfi fyrir gigtarfólk og aðra er áhuga hafa á góðri hreyfingu undir stjórn fagfólks. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600. Byggjum upp og bætum líðan Innritun stendur nú yfir í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skól- anum á innritunartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. Einnig sendum við upplýsingabækling þeim sem þess óska. INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3500 á önn 588-3630 588-3730 ww w.g itar sko li-o lga uks .is Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Auður Gunnarsdóttir verða með óperutónleika í Þjóð- leikhúsinu  22.00 Valentine Quintet spilar á Café Rosenberg.  22.00 Bítlatríóið Allir nema Ringó leikur á Næsta bar. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Beisk Tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder í uppsetningu Leikfélags Hafnar- fjarðar í gamla Lækjarskóla. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Miðvikudagur SEPTEMBER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.