Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 37
FRÉTTIR AF FÓLKI MIÐVIKUDAGUR 8. september 2004 Ashley Olsen er nú flutt til NewYork frá Los Angeles og er byrjuð að hitta 30 ára gamlan athafna- mann. Eftir að systir hennar Marie Kate jafn- aði sig á lystar- stoli ákvað Ash- ley að fara í skóla í Stóra eplinu og ekki skemmir fyrir að nýi kærastinn á hluta í veitingastað. Nú er bara að bjóða systur sinni í mat. Tom Cruise hefur gengið frásamningum sem gætu tryggt honum hæstu laun sem nokkur Hollywood-leikari hefur fengið frá upphafi. Hann er nú að gera mynd- ina War of the Worlds og mun fá 10% af öllum gróða myndarinn- ar, bæði af sýning- um myndarinnar í bíó og af DVD-söl- unni. Nú þegar eru áform um að gera tvær fram- haldsmyndir og leikstjórinn Steven Spielberg segist ætla að leggja allan sinn slagkraft í gerð og kynningu myndarinnar. Endanleg laun Cruise gætu orðið um 360 milljónir dollara. Leikarinn Matt Damon segist hafaákveðið að fara bara á stefnumót með „óbreyttum borgurum“ eftir öll látalætin í kringum samband vinar hans Ben Affleck og Jennifer Lopez. Hann segist hafa fylgst með málun- um í návígi og það hafi verið nóg til þess að hann muni aldrei fara á stefnumót við fræga manneskju aftur. Keyrt var á bíl leikarans JamesGandolfini, sem við þekkjum best sem Tony Soprano í The Sopranos, á d ö g u n u m . Gandolfini var á leiðinni á í þ r ó t t a l e i k þegar ölvaður ö k u m a ð u r hunsaði rautt ljós og klessti á bíl hans. Talsmenn leikarans segja hann ómeiddan eftir áreksturinn. Þá var ölvaði ökumaður- inn heppinn að Gandolfini er ekki eins og sú persóna sem hann leikur í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Söngvarinn Robbie Williams varðskíthræddur um að áform hefðu verið um að ræna sér. Ein af ástæðum þess að kapp- inn er sagður hafa flutt til Los Angeles var að hann kom einu sinni að tveimur byssukúluskotum í glugga á heimili sínu í London árið 2002. Til allrar lukku var söngvarinn ekki heima hjá sér þegar skotin komu inn um gluggann. Þá hafði hann ný- lega gengið frá einum stærsta plötusamningi í sögu Bretlands og því gott skotmark fyrir mannræningja.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.