Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 2
2 11. september 2004 LAUGARDAGUR Mikil hækkun KB banka: Verðmætið sama og fjárlögin VIÐSKIPTI Bréf KB banka tóku stökk í gærmorgun strax þegar viðskipti hófust. Bréfin hækkuðu um 7,61 prósent yfir daginn, en höfðu hækkað um fimm prósent fyrir há- degi. Verðmæti bankans hækkaði um nítján milljarða króna og er nú rúm 272 milljarðar sem er um það bil fjárlög íslenska ríkisins. Ástæða hækkunarinnar er talin vera ný greining Íslandsbanka á hlutabréfum bankans. Greiningar- skýrslan var send viðskiptavinum Íslandsbanka eftir lok markaða í fyrradag, eins og venja mun vera. Hún spurðist síðan hratt út. Grein- ing Íslandsbanka setti matsgengið 514 á KB banka, en gengið var 460 fyrir opnun markaðar. Gengið fór í 500 í einum viðskiptum dagsins en endaði í genginu 495. Sérfræðingar á markaði meta hækkunina svo að markaðurinn sé afar næmur fyrir jákvæðum frétt- um. Ekki er algengt að greining á fyrirtæki valdi slíkum viðbrögðum á markaði. Bréf að verðmæti um 1,5 milljarðar króna skiptu um hendur í gær. ■ Framsókn leiði Evrópuumræður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra segir „ábyrgðarleysi“ að útiloka aðild að Evrópusambandinu. Hann líkir þó enn sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins við „nýlendustefnu.“ STJÓRNMÁL „Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innan dyra í Evrópu- sambandinu“. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsókn- arflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokks- ins í Borgarnesi í gær. „Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verð- um að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum“. Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri „bara hluti af framtíðinni að ræða þetta“, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. „Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum“. Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægjanlegs undirbún- ings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæða- greiðslu. „Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okk- ar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um.“ Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að ger- ast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við „nýlendustefnu“. At- hygli vakti að Halldór vék í veiga- miklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnar- andstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á mið- vikudag. En hafa meintar mis- jafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undan- farið ekki boðið upp á ólíkar túlk- anir? „Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum“ sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. „Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru.“ as@frettabladid.is Disney fyrirtækið: Eisner mun hætta 2006 LONDON, AP Hinn umdeildi forstjóri Disney, Michael Eisner, hefur afráðið að hætta störfum hjá félag- inu þegar samningur hans rennur út árið 2006. Hann tilkynnti stjórn félagsins um ákvörðun sína með bréfi á fimmtudag. Eisner hefur stjórnað Disney síðan 1984. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni á undanförnum misser- um og stóð naumlega af sér van- trauststillögu á síðasta aðalfundi félagsins. Meðal þeirra sem harðast hafa gagnrýnt Eisner er Roy Disney, bróðursonur Walt Disney, upphafs- manns fyrirtækisins. ■ Borgarritari: Kvartar til umboðs- manns ATVINNUMÁL „Þessi rökstuðningur er ekki, að mínum dómi, svar við spurningum mínum. Ég mun því vísa málinu til umboðsmanns Al- þingis,“ sagði Helga Jónsdóttir borgarritari um rökstuðning Árna Magnússonar félagsmálaráðherra fyrir að ráða Ragnhildi Arnljóts- dóttur í starf ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. „Þessi rökstuðningur sýnir svo ekki verður um villst, að þessi ákvörðun er tekin með málefna- legum hætti, fullkomlega,“ sagði félagsmálaráðherra í gærkvöld. „Þessi umsækjandi hefir ákveðið að fela umboðsmanni Alþingis að fjalla um málið og ég ætla ekki að munnhöggvast við hana fremur en aðra umsækjendur. Niðurstað- an liggur fyrir.“ ■ „Frekar væri að skoða í alvöru mögu- leika á sveigjanlegum vinnutíma til að ekki séu allir á ferðinni á sama tíma. “ Rætt er um að gatnakerfi Reykjavíkur sé sprungið. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir árekstra með mesta móti og kennir um umferðarþunga kvölds og morgna. SPURNING DAGSINS Þarf ekki bara að skrúfa upp há- markshraðann? NEMENDUR Í SÚÐAVÍK Annar hver nemandi grunnskólans í Súðavík er í tónlistarnámi. Súðavíkurskóli: Vilja nema tónlist SÚÐAVÍK Rúmlega helmingur allra grunnskólanemenda í Súðavík er í tónlistarnámi. Tónlistarskólinn á Ísafirði er þar með útibú og eru nemendurnir 21. Breytingar á aðstöðu til tónlist- arkennslu í Súðavík hafa verið miklar milli ára. Nýr útibússtjóri tók við, nýtt hljóðver reis í tónlistastofu grunnskólans og ný hljóðfæri voru keypt ásamt tölvu með upptökutæki. Hallgrímur Sveinn Sævarsson útibússtjóri segir á vef Súðavíkurhrepps spennandi starf vera framundan. Í Súðavík hugsi þeir ekki um kennaraverkfall heldur skipu- leggi sig algerlega án þess að gera ráð fyrir því. Annars færi vinnan og útkoma hennar mjög fljótlega að bitna á nemendunum. ■ MIKIL HÆKKUN Greining Íslandsbanka hækkaði verðmat sitt á KB banka verulega. Viðbrögð mark- aðarins voru óvanalega sterk og hækkaði verðmæti bankans um nítján milljarða króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FUNDUR FRAMSÓKNAR Í BORGARNESI Athygli vakti að Halldór Ásgrímsson vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið William Demant Invest A/S hefur aukið hlut sinn í stoðtækjafyrir- tækinu Össuri. Félagið er nú þriðji stærsti hluthafinn í Össuri með 14 prósenta hlut. Tveir af þremur stærstu eig- endum Össurar nú eru erlendir fjárfestingarsjóðir og er Össur sennilega það félag í Kauphöll Íslands sem mestan áhuga hefur vakið hjá alþjóðlegum fjárfest- um. Litið er svo á að fjárfesting William Demant sé langtímafjár- festing sem komi Össuri til góðs þar sem mikil þekking á fram- leiðslu og markaðssetningu tækjakosts fyrir heilbrigðisgeir- ann sé til staðar hjá Demant. „Við erum mjög ánægðir með að fá þetta fyrirtæki í hluthafa- hópinn og yfir þeirri tiltrú sem þeir sýna félaginu. Það sem er mjög gott er að þetta er fyrir- tæki í framleiðslu á tækjabúnaði í heilbrigðisgeiranum og við munum kanna möguleika á því hvernig við getum unnið saman þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar um það,“ segir Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar. ■ William Demant eykur hlut sinn í Össuri: Forstjóri fyrirtækisins ánægður með nýju hluthafana FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M JÓN SIGURÐSSON Forstjóri Össurar segir það ánægjuefni að félagið William Demant sé komið í hóp stærstu hluthafa Össurar. Hann sér tæki- færi í samstarfi fyrirtækjanna. MEIRI VINNA Í SEPTEMBER Í ágúst voru að meðaltali 4.452 atvinnulausir, sem jafngildir 2,9 prósenta atvinnuleysi, sem er það sama og í ágúst í fyrra. Atvinnu- leysi í Reykjavík var í ágúst 3,5 prósent en 1,9 á landsbyggðinni, mest 2,8 á Norðurlandi eystra en minnst 1 prósent á Norðurlandi vestra. Vinnumálastofnun telur líklegt að atvinnuleysi á landinu öllu minnki í september og verði á bilinu 2,6 til 2,9 prósent. Sjómannasambandið: Deilt um samninga KJARADEILA Stjórn Sjómannasam- bands Íslands mótmælir í ályktun harðlega þeim vinnubrögðum sem forstjóri og eigandi útgerðar- fyrirtækisins Brims hf. viðhefur gagnvart áhöfnum einstakra skipa sem fyrirtækið gerir út. Forsvarsmenn Brims hafa sagt brýnt að fyrirtækið fengi eitthvað fyrir þá miklu fjárfest- ingu sem væri í þessu stóra skipi. Um eitt helsta baráttumál sjó- manna og útvegsmanna ræðir þar sem útvegsmenn vilja fækka mönnum um borð í svo tækni- væddum skipum og skipta hlut þeirra sem hverfa á braut; þrem- ur fjórðu til útgerða og einum fjórða til sjómanna. ■ ■ ATVINNUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.