Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 6
6 11. september 2004 LAUGARDAGUR Réttarhelgi á Suðurlandi: Þetta er hátíðisdagur RÉTTIR Skaftholtsréttir í Gnúp- verjahreppi og Hrunaréttir voru í gær og í dag er réttað í Reykjarétt á Skeiðum og í Tungnarétt í Biskupstungum. „Þetta er hátíðisdagur,“ segir Loftur Eiríksson, bóndi í Steins- holti í Gnúpverjahreppi. Hann verður 83 ára 16. september og hefur ekki misst úr réttum síðan hann var þriggja eða fjögurra ára. „Ég tvímennti á hesti með systur minni þegar ég var lítill og man að einu sinni duttum við bæði af baki á leiðinni. Ég fór í mínar fyrstu göngur 1939, eldri bræður mínir hleyptu mér ekki að fyrr. Þá hafði rignt mikið og vaxið í vötnum svo fé fór á sund og við stóðum upp- fyrir mitti úti í Fossá að draga féð upp á bakkann á réttum stað. Ég fór fyrst yfir Fjórðungssand 1945 en fór ekki oft í göngur. Ég fór hins vegar í mörg sumur sem fylgdarmaður með góðum hópi fólks í hestaferðir um sunnanvert hálendið og víðar.“ Loftur er hættur búskap en á eina á, tvílembda, og væntir þess að heimta fé sitt af fjalli í réttum. ■ Andaðist í höndum lögreglumanna 33 ára maður lést í átökum við lögregluna í Keflavík. Ríkissaksóknari hefur falið lögreglunni í Reykjavík rannsókn málsins. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir engan grun vera um harðræði að hálfu lögreglunnar. MANNSLÁT „Ég sá lögreglubíla og fór út á götu til að athuga hvað væri að gerast, þá sá ég að lögregl- an veitti manninum hjartahnoð og reyndi að lífga hann við,“ segir Linda Björk Gylfadóttir, nágranni 33 ára gamals manns sem lést í átökum við lögregluna í Keflavík um klukkan hálf sex á fimmtudag. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. „Enginn grunur er um harðræði af hálfu lögreglunnar. Á þessu stigi miðast rannsóknin fyrst og fremst við að upplýsa hvað gerðist og hver sé dánarorsök mannsins,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, í gær. Krufning fer fram í dag. Lögreglan hafði upphaflega afskipti af manninum eftir að faðir hans hafði verið færður á lögreglu- stöðina illa á sig kominn en hann hafði verið á gangi á Hafnargötu í Keflavík. Faðirinn var í annarlegu ástandi og var hringt á heimili hans. Þar var sonur hans fyrir svörum og þótti lögreglu ástæða til að kanna ástand hans. Tveir lög- reglumenn fóru á vettvang og kom maðurinn á móti þeim á lóð húss- ins, æstur og árásargjarn, að sögn lögreglu. Hann var hávaxinn og nokkuð mikill um sig. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi haft í hótunum við lögreglumenn- ina og veist að þeim. Mikil átök urðu á milli lögreglumannanna og mannsins. Eftir að tekist hafði að koma honum í handjárn varð hann alvarlega veikur og lést skömmu síðar. Ekki er hægt að segja til um dánarorsök en líklegt er talið að hjartað hafi gefið sig í átökunum. Linda Björk segist hafa séð manninn sem lést skömmu áður en átökin komu upp. Hann hafi ráfað um næstu götu og hafi virst vera í uppnámi, berfættur í joggingbux- um og bol. Hún hafi þó ekki velt ástandi hans fyrir sér því hann hafi átt við andleg veikindi að stríða og að sjá svona til hans hafi ekki verið sérstaklega óvenjulegt. Heimildir blaðsins herma að átök hafi orðið á milli feðganna fyrr um daginn og að faðirinn hafi verið með einhverja áverka en það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Feðgarnir hafa báðir átt við andleg vandamál að stríða. „Ríkislögreglustjóri sendi okk- ur tvo menn til að rannsaka vett- vang. Við töldum ekki rétt að sjá um rannsóknina sjálfir, það er ekki vani í svona málum,“ segir Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík. Hann segir það hafa verið eðlileg viðbrögð að kanna ástand á heimili föðurins því hann hafi verið illa á sig kominn. Prestur og læknir voru kallaðir á lögreglu- stöðina til að sinna manninum og fór hann þaðan í þeirra umsjá að sögn Karls. Hann segir þá hafa sent ríkissaksóknara öll gögn máls- ins í gær. Maðurinn sem lést hét Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, til heimilis að Íshússtíg 5 í Keflavík. Bjarki var fæddur í ágúst árið 1971. Hann var barnlaus og ókvæntur. hrs@frettabladid.is GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,03 -0,14% Sterlingspund 128,80 0,08% Dönsk króna 11,83 0,04% Evra 87,98 0,05% Gengisvísitala krónu 122,23 -0,32% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 320 Velta 2.435 milljónir ICEX-15 3.528 2,89% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.550.333 Bakkavör Group hf. 147.863 Actavis Group hf. 128.888 Mesta hækkun Kaupþing Búnaðarbanki hf. 7,61% Kaldbakur hf. 3,92% Flugleiðir hf. 3,53% Mesta lækkun Landsími Ísland hf. -9,57% Samherji hf. -0,79% Medcare Flaga hf. -0,76% Erlendar vísitölur DJ * 10.256,7 -0,32% Nasdaq * 1.881,6 0,64% FTSE 4.545,1 0,16% DAX 3.886,0 0,90% NIKKEI 11.083,2 -0,79% S&P * 1.118,6 0,02% *Bandarískar vísitölur kl. 17.10. VEISTU SVARIÐ? 1Hversu margir hafa brotið reglurFélagsbústaða og misst húsnæði sitt vegna þess á árinu? 2Hvar starfar Ómar Valdimarsson ávegum Rauða krossins? 3Hvenær á ný útgáfa Biblíunnar aðkoma út hjá JPV útgáfu? Svörin eru á bls. 39 ÍSHÚSSTÍGUR 5 Í KEFLAVÍK Maðurinn lést eftir átök við lögreglu í garðinum við heimili hans. Hann tók ógnandi og æstur á móti lögreglumönnunum að hennar sögn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA BÖRNIN SKEMMTU SÉR Ungir fjárbændur huga að marki gimbrar í Skaftholtsrétt. ALDURSFORSETAR Í SKAFTHOLTSRÉTT Hjalti Gestsson ráðunautur (til vinstri) og Loftur Eiríksson, bóndi í Steinsholti, spjalla saman. ■ HEILBRIGÐISMÁL ÚTBOÐ UM HELGINA Ríkiskaup auglýsa um helgina eftir tilboð- um í byggingu fyrsta áfanga viðbyggingar við Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi. Um er að ræða nýbyggingu sem rísa á vestan við núverandi sjúkrahúsbyggingu og tengjast henni með léttbyggðri tengiálmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.