Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 9
9LAUGARDAGUR 11. september 2004 Haustlaukamarkaður 100 túlipanar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 58 08 09 /2 00 4 999 kr. Orkideur Allar pottaplöntur 50% afsláttur Útsölusp rengja! 4 stk. er ikur 999 kr. 990 kr. útsala LEIKSKÓLAR Um 98 prósent foreldra barna í leikskólum Reykjavíkur telja að barn þeirra sé mjög eða frekar ánægt í leikskólanum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leikskólarnir létu gera. Samkvæmt könnuninni segja 99 prósent foreldranna að barninu líði mjög eða frekar vel í leikskólanum. Þegar viðhorf foreldra til foreldra- samstarfs eru skoðuð kemur fram að um 91 prósent foreldra eru mjög eða frekar ánægðir með samstarfið við leikskólann. En veikleikinn felst í kynningu nýrra starfsmanna þar sem aðeins 63 prósent foreldra eru mjög eða frekar ánægðir með kynningu á nýju starfsfólki. Athygli vekur að þegar spurt er um hvort leikskólinn hafi gefið út námskrá eru 52 pró- sent foreldra sem svara því játandi en 11 prósent neitandi. Þá er einnig athyglisvert að 36 prósent foreldra segjast ekki vita hvort leikskólinn hafi gefið út námskrá. Könnunin stóð yfir frá 25. maí til 1. júní. Í úrtaki könnunarinnar voru foreldrar 3.366 barna í 42 leikskól- um úr öllum hverfum borgarinnar. Svör bárust frá 1.306 foreldrum eða tæplega 40%. Hæsta svarhlutfall foreldra í einstaka leikskóla var 61,19% en það lægsta 22,64%. ■ LAXÁ Í ÁSUM Þeir sögðust vera að girða fyrir hrossum, Kristján Sigfússon, bóndi á Húnstöðum, sem stýrði traktornum og Björn Þór Kristjánsson skipstjóri sem sat í skóflunni, þegar blaðið átti leið hjá Laxá í Ásum fyrr í vikunni. LANDSLIÐ ÍF Kristín Rós Hákonardóttir, Jóhann Rúnar Kristjánsson og Jón Oddur Halldórsson. Landslið ÍF: Fara þrjú til Aþenu AFREKSFÓLK Landslið Íþróttasam- bands fatlaðra heldur til Aþenu í dag og á þriðjudaginn kemur, en þar fer fram Ólympíumót fatlaðra 17. til 28. september. Kristín Rós Hákonardóttir keppir í sundi, Jón Oddur Halldórsson keppir í frjáls- um íþróttum og Jóhann Rúnar Kristjánsson keppir í borðtennis. Kristín Rós og Jóhann fara út í dag og Jón Oddur á þriðjudaginn. Kristín Rós er að fara á sitt fimmta ólympíumót en bæði Jóhann og Jón Oddur eru að fara í fyrsta sinn. ■ KREFJA ÞJÓÐVERJA UM BÆTUR Pólska þingið hefur skorað á stjórnvöld að krefja Þjóðverja um skaðabætur fyrir skaða sem Pólverjar urðu fyrir í seinni heimsstyrjöld. Stjórnvöld eru einnig hvött til að hafna öllum hugsanlegum beiðnum Þjóð- verja um að fá aftur landeignir sem þeir misstu þegar þeir voru fluttir nauðungarflutning- um til vesturs eftir seinni heimsstyrjöld. BARÐI Á HLIÐ BLAIRS Karlmað- ur var handtekinn eftir að hann réðst með sleggju á hliðið sem lokar umferð um Downing- stræti í London, þar sem er að finna aðsetur Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands. Ekki er vitað hvað maðurinn hafði í hyggju. DÆMDUR FYRIR PYNTINGAR Tyrkneskur lögreglumaður hefur verið dæmdur til rúmra fjögurra ára fangelsisvistar fyrir að hafa pyntað fanga til bana árið 1991. Fjórir lögreglu- menn voru dæmdir fyrir sama atvik fyrr á árinu en fimm- menningunum tókst árum saman að forðast ákæru. BÖRN AÐ LEIKA Samkvæmt könnuninni segja 99 prósent foreldranna að barninu líði mjög eða frekar vel í leikskólanum. Ný könnun Leikskóla Reykjavíkur: Foreldrar segja börnum líða vel ■ EVRÓPA GÖNGIN LANGT KOMIN Búið er að sprenga 890 metra að sunna- verðu og fimm metra að norðan- verðu í göngunum undir Al- mannaskarð. Alls er því búið að sprengja um 77 prósent af 1.150 metra lengd þeirra. Um 35 manns vinna við vegfyllingar að sunnan- verðu og byggingu vegskála norðan við göngin. Þetta kemur fram á samfélagsvef Hornafjarð- ar. ■ HORNAFJÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.