Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 14
K aup Símans á fjórðungi í Skjá einum og út-sendingarrétti enska boltans hafa vakið miklaathygli. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri fyrir- tækisins, segir kaupin gerð til að styrkja Símann og auka verðmæti félagsins, sem að öllum líkindum verður selt úr ríkiseigu á næstu mánuð- um. Brynjólfur var ráðinn forstjóri Símans sumarið 2002 eftir kreppu í stjórnun félagsins. Hann var sá maður sem þar til bær stjórnvöld treystu best til að rétta kúrsinn í þessu risavaxna ríkis- fyrirtæki sem beðið hafði hnekki vegna gjörða fyrri stjórnenda. B r y n j ó l f u r fæddist í júlí 1946 og varð því 58 ára í sumar. Hann ólst upp í Hlíðunum og varð fljótlega mikill Valsari eins og tíðkast með unga drengi á þeim slóðum. Þótti hann skemmtilegur og fjörmikill krakki og eftirsóttur í hópi vina og kunn- ingja. Eftir grunnskóla- nám í Austurbæjar- skóla og Gaggó aust fór Brynjólfur í Versló og svo í viðskiptafræðina í HÍ. Þaðan hélt hann í MBA- nám í Minnesota í Bandaríkj- unum og var með fyrstu Íslendingunum til að nema þau fræði. Heimkominn réðst hann til Vinnuveit- endasambandsins og stýrði hagdeild þess um þriggja ára skeið en varð forstjóri Al- menna bókafélags- ins 1976. Brynjólfi er menningin í blóð borin, afi hans í móðurætt var Brynjólfur J ó h a n n e s s o n , einn dáðasti leik- ari þjóðarinnar á sinni tíð. Hjá AB var Brynjólfur í sjö ár, eða þar til Davíð Oddsson, þá borg- arstjóri í Reykjavík, fól honum framkvæmdastjórn í Búr, Bæjarútgerð Reykjavíkur. Fyrstu misserin hans þar fóru í að búa fyrirtækið undir sameiningu við Ísbjörninn og úr varð Grandi, sem Brynjólfur stýrði farsællega í sautján ár. Þegar Brynjólfur hóf störf í sjávarútvegi var fátítt að menn með viðskiptafræðimenntun stæðu í brúm útgerðarfélaganna. Reynsla af sjósókn var algengari bakgrunnur stjórnenda. Má því segja að hann hafi komið með nýja sýn inn í greinina, sem með einföld- un má segja að snúist frekar um athuganir á tölum en öldulagi við ákvarðanir. Þetta má þó ekki skilja á þann veg að Brynjólfur hafi ekki haft vit á veiðum og vinnslu í framkvæmdastjóratíð sinni hjá Granda. Aldeilis ekki. Hann er fljótur að setja sig inn í mál og sankaði á örskotsstundu að sér þekkingu og fróðleik um allt sem snýr að sjávarútvegi. Hann hafði heldur ekki verið lengi í starfi þegar ábyrgðarstöður í sjáv- arútvegi hlóðust á hann. Stjórnarseta í LÍÚ kom fljót- lega til skjalanna sem og í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Samtökum fiskvinnslustöðva. Síðar varð hann stjórnarmaður á Hafrann- sóknastofnuninni. Auk fjölmargra starfa í viðskiptalífinu er hann ræðismaður Chile á Íslandi og félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Brynjólfur og Grandi voru lengi taldir til Kol- krabbans, afls í ís- lensku viðskiptalífi, og í mörg ár voru á floti kenningar um mikla uppstokkun meðal stjórnenda fyrir- tækja innan þessarar lausbeisluðu blokkar. Reglulega voru sagðar fréttir og sögur af stólabreyt- ingum manna og var Brynjólfur ýmist á leiðinni að verða forstjóri SH eða Eimskipafélags- ins. Allt var þetta byggt á sandi og það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem hann söðlaði um og varð þá forstjóri Símans. Brynjólfur er sagður afskaplega klár maður sem á gott með að greina kjarnann frá hism- inu. Hann nýtur víðtæks trausts, sem birtist meðal annars í því að kraftar hans hafa verið eftirsóttir í stjórn- um fyrirtækja. Hefur hann víða setið, ekki bara sem fulltrúi til- tekinna afla eða eigenda, heldur vegna hæfileika. Einum heimildarmanni varð að orði að fyrir- tæki sem hefði Brynjólf í stjórn sinni væri gott fyrirtæki. Hann á gott með að fá fólk til að vinna með sér og er óhræddur við að fela undirmönn- um sínum völd og ábyrgð. Hann er vaskur til verka, sem sést meðal annars á því að eftir hálfs árs starf hjá Símanum gjörbylti hann skipulagi og stjórnun- arteymi félagsins. Brynjólfur er gallharður sjálfstæðismaður og hefur gegnt trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Hann var í hópi manna sem beittu sér fyrir að Davíð Oddsson yrði formaður flokksins og hefur Davíð ávallt getað reitt sig á hann. Hann hefur lengi verið meðal örfárra nánustu trúnaðarmanna forsætisráðherra og er talinn hafa tekið að sér forstjóraembættið hjá Símanum fyrir eindregin tilmæli hans. Líkt og hjá flestum öðrum er lífið ekki bara vinnan og í frístundum veiðir Brynjólfur Bjarnason lax. Hann er líka mikill fjöl- skyldumaður og ræktar bæði hana og garð sinn við sumarbústaðinn í Fljótshlíð af alúð og natni. Brynjólfur er tvíkvæntur og sex barna faðir. ■ 11. september 2004 LAUGARDAGUR 14 DAGUR B. EGGERTSSON BORGARFULLTRÚI Getur verið að harð- orðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? ,, SKOÐUN DAGSINS Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra vakti athygli í vikunni. Hann sagðist fyrir sitt leyti útiloka aðild að Evrópusam- bandinu nema sjávarútvegsstefna þess breyttist. Þessi afstaða er ekki ný. Sá harði tónn sem ráð- herrann valdi orðum sínum var það hins vegar. Halldór áttaði sig nefnilega á því fyrir nokkrum misserum að til að tryggja fram- tíðarhagsmuni Íslands þyrftu stjórnvöld að eiga hlut í ákvörðun- um innan ESB. Þeir framtíðar- hagsmunir eru miklu víðtækari og margþættari en orð Halldórs nú gáfu til kynna. Og það veit hann. Harði tónninn er þó heldur ekki nýr. Ummæli ýmissa stjórnmála- manna um Evrópusambandið hafa löngum minnt á vel upp alda ung- linga sem tala niðrandi um fjar- stadda foreldra sína til að stækka í augum félaganna. Innst inni vita þeir að leiðin liggur í Versló og við- skiptafræðina „af því að pabbi vildi það“. Kjafturinn í garð ESB er til að breiða yfir núverandi stöðu: framsal fullveldis og skil- yrðislausa hlýðni. Samfélagið er í flestum efnum þegar orðið hluti af ESB. Á meðan stjórnmálamenn tala flytja fyrirtækin verksmiðjur og fjármagn til Evrópu. Actavis byggir upp á Möltu, Samherji á 32% af þorskkvóta ESB í Barents- hafi, Björgólfsfeðgar sækja fram í fjarskiptastarfsemi Austur-Evr- ópu og fjármálastofnanir hafa gert Norðurlönd og Bretland að heima- markaði. Atvinnulífið er löngu gengið í Evrópusambandið. Leikreglur um samkeppni og viðskipti eru jafn evrópskar. Nýjar tillögur um samkeppnismál snúa ekki síst að því hvort hérlend samkeppnisyfirvöld fái sömu heimildir og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins fær í málefnum íslenskra fyrirtækja (án þess að Alþingi ráði þar nokkru). Evrópu- reglur settu boðuðum fjölmiðlalög- um sömuleiðis skorður að margra mati. Sú skoðun var vissulega um- deild. Enginn efaðist þó um að fjöl- miðlalögin yrðu að víkja ef þau stönguðust á við tilskipanir ESB. Ef til vill ekki að undra að um- ræður um Evrópumál snúist um sjávarútveg. Ísland er einfaldlega gengið í Evrópusambandið að flestu öðru leyti. Gjaldið sem þarf að greiða fyrir sjávarútvegs- hnútinn er að Ísland er eitt fárra ríkja sem eru fjarverandi við borðið þar sem framtíð Íslands og Evrópu ræðst. Líkt og við ríkis- stjórnarborðið danska á nítjándu öld. Getur verið að harðorðar ræður gegn Evrópusambandinu séu fyrst og fremst orðaleikir til heimabrúks? Að kjark skorti til að benda á að hugsanlega þurfi ein- hverju að fórna til að Íslendingar öðlist áhrif á lög og reglur í eigin landi? Eða er utanríkisráðherra að hefja baráttu fyrir að Ísland gangi úr Evrópusambandinu? ■ Einangrunaröfl og ofurtollakempur Utanríkisráðherra flutti ræðu á sjávarútvegsráðstefnu á Akureyri 8. sept. sl. Í ræðunni snerist ráð- herra algerlega gegn ESB og hugs- anlegri aðild Íslands að samband- inu. Vakti þetta mikla athygli, þar eð utanríkisráðherra hefur undan- farin ár verið mjög jákvæður gagn- vart ESB og ávallt rætt um ESB á jákvæðum nótum. Einnig vakti þessi umsnúningur ráðherra mikla athygli vegna þess að fyrir 2 árum flutti hann ræðu í Berlín þar sem hann setti fram þá skoðun að Ísland ætti að geta gerst aðili að ESB án þess að afsala sér yf- irráðum yfir fiskveiðilögsögunni. Kvað hann þetta gerlegt með því að Ísland yrði sérstakt og sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði sem ekki mundi heyra undir Brussel. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að utan- ríkisráðherra hafi algerlega snúist í afstöðunni til ESB. Sé ráðherrann greinilega í gíslingu hjá Sjálfstæð- isflokknum í þessu máli. Davíð Oddson tekur við starfi utanríkis- ráðherra 15. september. Vitað er að hann er algerlega andvígur aðild Íslands að ESB og hefur hann haft allt aðra skoðun á því máli en núver- andi utanríkisráðherra. Hætta var því á því að mikill ágreiningur yrði uppi í afstöðunni til ESB um leið og Davíð tæki við embætti utanríkis- ráðherra. Halldór hefur því ákveðið að bakka í utanríkismálunum og varpa skoðun sinni varðandi Ísland og ESB fyrir róða, hvort sem hann hefur gert það fyrir þrýsting frá Davíð eða að eigin frumkvæði. Margir áhugamenn um aðild Íslands að ESB höfðu gert sér vonir um að þegar Halldór settist í stól Davíðs mundu áhrif hans aukast og aðild Íslands að ESB mundi þokast nær. En þessir menn hafa nú orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ljóst er að áhrif Halldórs munu minnka. Hann tekur upp stefnu Davíðs varð- andi afstöðuna til ESB. ■ Utanríkisráðherra snýst gegn ESB BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN EVRÓPUSAMBANDIÐ Margir áhugamenn um aðild Íslands að ESB höfðu gert sér vonir um að þegar Halldór settist í stól Davíðs mundu áhrif hans aukast og aðild Íslands að ESB mundi þokast nær. ,, Íþróttadagur fjölskyldunnar - laugardaginn 11. september kl. 13:00-16:00 Framarar taka í notkun nýjan og glæsilegan gervigrasvöll á félagssvæði sínu í Safamýri og kynna vetrarstarf deilda félagsins. Kynnið ykkur fjölbreytta dagskrá á FRAM-síðunni: www.fram.is * Íslandsmeistarar FRAM í flokki 40 ára og eldri leika við stjörnulið Ómars Ragnarssonar * Yngri flokkar keppa við foreldra * Meistaraslagur í strand-handbolta * Skothraði mældur í handbolta og fótbolta * Leiktæki og þrautir * Kaffihlaðborð í FRAM-húsi og pylsur fyrir börnin Hittumst öll í Safamýri - áfram FRAM! MAÐUR VIKUNNAR Vaskur til verka BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI SÍMANS TE IK N IN G : H EL G I S IG ./ H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.