Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 15
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. 15LAUGARDAGUR 11. september 2004 Endurmenntun atvinnulausra Í athyglisverðum leiðara Frétta- blaðsins 9. september vekur Guðmundur Magnússon athygli á því alvarlega vandamáli sem at- vinnuleysi og sérstaklega langtíma atvinnuleysi er. Jafnframt bendir hann á leiðir til lausna á því sem felast í endurmenntun atvinnu- lausra. Í þenslunni miðri og tveimur árum inn í hinar miklu framkvæmd- ir eystra eru þeir sem hafa verið at- vinnulausir í meira en eitt ár yfir 800 talsins! Þetta er sláandi stað- reynd sem verður að bregðast við með markvissri sókn sveitarfélaga, verkalýðshreyfingar, atvinnurek- enda og ríkis. Endurmenntun atvinnulausra og ný námstækifæri eru grundvallaratriði í því að vinna gegn því ömurlega böli sem atvinnuleysið er fyrir bæði einstakl- inga og samfélag. Undanfarin misseri hefur Sam- fylkingin markað ítarlega stefnu hvað varðar ný tækifæri til náms, undir forystu Einars Más Sigurðar- sonar, alþingismanns. Markmið stefnumótunarinnar og tillögugerð- arinnar er að hleypa af stað átaki í menntun þeirra sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskóla- stigi og þeirra sem eru atvinnulausir undir yfirskriftinni nýtt tækifæri til náms. Nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskólanámi eða eru atvinnulausir er eitt brýnasta verk- efni í menntamálum samtímans og mikilvægt að málið fái hljómgrunn á Alþingi. Samkvæmt vinnumarkaðs- rannsóknum Hagstofunnar eru um 30% þeirra sem eru á vinnumarkaði með grunnskólapróf eða minni menntun. Þetta er markhópur um- rædds átaks ásamt þeim sem af ein- hverjum ástæðum hafa misst atvinnu sína og ekki fengið nýja. Hluti þessa hóps er hinn svokallaði „brottfallshópur“ framhaldsskólans sem talinn er vera allt að 33% af árgangi. Það bendir til þess að þörf sé á nýju tækifæri til náms, auk hins formlega framhaldsskólanám. Þá er þessi hópur hlutfallslega stærstur meðal atvinnulausra og fellur fyrst út af vinnumarkaði þegar að þrengir. Á árinu 2002 var atvinnuleysi á landinu 3,3% en 6,5% í hópi þeirra sem minnsta hafa menntunina. Annað markmið tillög- unnar er að koma í veg fyrir að til verði tvær þjóðir í landinu, þ.e. sú sem hefur tækifæri til að afla sér þekkingar og hin sem ekki fær tækifæri til þekkingaröflunar. Til að átak sem þetta heppnist er nauðsynlegt að tryggja eins konar þjóðarsátt milli stjórnvalda, sveit- arfélaga, samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingar um hækkun menntunarstigs þjóðarinnar. Þarfir einstaklingsins þurfa að hafa for- gang, námstilboðin þurfa að vera opnari og sveigjanlegri en þau sem boðið hefur verið upp á hingað til og fjölbreytni þarf að vera sem mest. Tengja þarf saman nám og vinnu- staði, meta þá reynslu sem fæst með vinnu og auka tengsl fræðslu- stofnana og atvinnulífs. ■ AF NETINU Samkvæmt vinnu- markaðsrannsóknum Hagstofunnar eru um 30% þeirra sem eru á vinnumarkaði með grunnskólapróf eða minni menntun. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN ATVINNULEYSI ,, Bláir páfatúlipanar ´Blue Parrot´ Svartir páfatúlipanar ´Black Parrot´ Túlipanar ´Calgary´ HAUSTLAUKAMARKAÐURINN OPNAR! HVERGI MEIRA ÚRVAL! Hver er laukur vikunnar? Topp 10 vinsældalistinn? Haustblómstrandi liljur Colchicum ´Waterlily´ Rauður ´Apeldoorn´ Fylltir túlipanar ´Angelique´ Fylltar dvergpáskaliljur ´Rip van Winkle´ Fylltir túlipanar ´Uncle Tom´ Erikutilboð: 3 erikur að eigin vali kr. 990,- heimur skemmtilegra hluta og hugmynda S t e k k j a r b a k k a 4 - 6 - M j ó d d - S í m i 5 4 0 3 3 0 0 - w w w . g a r d h e i m a r . i s - g a r d h e i m a r @ g a r d h e i m a r . i s Nýjar, spennandi tegundir. Jafnrétti fyrir alla Jafnrétti er fyrir alla og þótt kynjajafnrétti sé mikilvægt er það aðeins hluti af heild- armarkmiðinu. Við þurfum stöðugt að spyrja spurninga eins og þessara hér að ofan varðandi sérhvern þann hóp sem á einhvern hátt stendur höllum fæti í sam- félaginu. Eða finnst okkur kannski eðli- legt að einhver tiltekinn hópur standi öðrum að baki? Í þessu efni er ábyrgð okkar, róttækra vinstrimanna mikil. Eins og í svo mörg- um réttlætismálum kemur í okkar hlut að leiða umræðuna. Hugsanlegt fyrsta skref væri að boða til fundar eða ráð- stefnu þar sem jafnrétti í víðu samhengi er tekið til umfjöllunar ñ samkomu þar sem umræðum um kynjajafnrétti væri gefið frí. Einn slíkur fundur mun tæpast setja strik í baráttuna fyrir jafnri stöðu kvenna og karla í samfélaginu. En hann gæti hinsvegar fleytt hugmyndum um víðtækara jafnrétti fram á við og komið baráttu ýmissa þjóðfélagshópa skrefinu lengra. Steinunn Þóra Árnadóttir á vg.is/postur Grunnnetið og Síminn Þó svo að Pólitík.is styðji einkavæðingu Símans að því leyti sem hann er í sam- keppnisrekstri, setur vefritið spurninga- merki við að ætlunin skuli vera að selja grunnnet hans í leiðinni. Ákveði stjórn- völd samt sem áður að selja grunnnetið með Símanum hvetur ritstjórnin þau til að búa svo um hnútana að réttur sam- keppnisaðila Símans til aðgangs að netinu verði bæði ríkur og tryggur. Furðu vekja hugmyndir um að selja eigi fyrir- tækið í einu lagi. Síminn er eitt af stærri fyrirtækjum landsmanna og myndi sóma sér vel sem almenningshlutafélag, skráð í Kauphöll Íslands. Þó vel geti verið gild rök fyrir því að selja einum fjárfesti bróðurpart hlutafjárins sér Pólitík.is ekki röksemdir fyrir að selja slíkum fjárfesti fyrirtækið að öllu leyti. Með því er verið að svipta almenning möguleikum á hlut- deild í þeirri útrás sem búast má við að Síminn leggi í á komandi árum. Ritstjórn á politik.is ■ LEIÐRÉTTING Í frétt blaðsins um endurveitingu ökuréttinda stóð í fyrirsögn að hægt væri að áfrýja sviptingu öku- réttinda. Rétt er að hafi fólk misst ökuréttindi lengur en þrjú ár geti það sótt um endurveitingu til lög- reglustjóra. Neiti hann endurveit- ingu réttindanna er hægt að kæra úrskurðinn til samgönguráðuneyt- isins. Ökumenn sem sviptir hafa verið ökuleyfi lengur en þrjú ár og sækja um endurveitingu leyfisins geta leitað til samgönguráðuneytis ef lögreglustjóri synjar beiðni þeirra, ekki til dómsmálaráðuneytis eins og stóð í blaðinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.