Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 18
„Kærastinn minn varð 26 ára á mið- vikudaginn þannig að við héldum gríðarlegt kaffiboð og ég reyndi að vera myndarleg í eldhúsinu,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Ungfrú Ísland og leikkona í söng- leiknum Fame. Annars bar það hæst hjá Ragnhildi í vikunni að hún tók við nýju hlutverki í Fame þar sem hún leysti Maríu Þórðardóttur af hólmi, en hún er farin til Englands í leik- listarnám. Ragnhildur er að vísu ekki alveg ókunnug hlutverki Maríu þar sem hún stökk óvænt inn í hlut- verkið á annarri sýningu eftir að María meiddist. „Þá fékk ég sólarhring til þess að læra allan textann og ná nokkrum „bítum“ á trommurnar,“ segir Ragnhildur, sem eyddi vikunni meðal annars í að undirbúa sig fyrir hlutverkaskiptin. „Þessar tvær per- sónur eru mjög ólíkar en dans- stelpan sem ég lék var svona bleik stelpa með krullur en nú er ég orðin rokkari, með gadda og ólar. Algjör pönkari.“ Söngleikurinn hefur gengið vonum framar í sumar og seldir miðar eru komnir yfir 20.000. Sýn- ingum fer að öllum líkindum fækk- andi þar sem setið er um Smáralind- ina næstu mánuðina. „Við höfum Smáralindina út september og það væri óskandi að við gætum verið þar lengur en eins og staðan er í dag er framhaldið óljóst.“ Ragnhildur stundar einnig nám í sjúkraþjálfun við læknadeild HÍ. „Ég er á þriðja ári og verknáms- tímabilið var að hefjast þannig að ég vinn á Reykjalundi frá 8 til 16 á daginn. Það er mjög spennandi að fara loksins að yfirfæra það sem maður hefur lært á lífið sjálft,“ segir Ragnhildur, sem ætlar að reyna að slappa af um helgina og fara að sjá Dís í bíó á milli þess sem hún lemur húðir í Fame. ■ Hljómsveitin Logar frá Vest- mannaeyjum fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í kvöld en sveitin rekur upphaf sitt til ársins 1964. Þá voru þeir félagar Grétar Skaptason, Helgi Hermannsson, Henry A. Erlendsson og Hörður Sigmundsson í hljómsveitinni Skuggar. Sveitin hætti þetta ár en félagarnir stofnuðu Loga strax í framhaldinu og fengu gítarleikar- ann Þorgeir Guðmundsson til liðs við sig. Sveitin náði strax miklum vin- sældum í Eyjum og spilaði allar helgar í Samkomuhúsinu. Á vertíð- um voru svo vitaskuld haldin böll í nánast öllum landlegum og þá var stiginn trylltur dans óháð því hvaða vikudagur var. Félagarnir sáu þá um að halda uppi stuðinu og spiluðu iðulega fyrir fullu húsi. Vinsældir sveitarinnar bárust að sjálfsögðu til meginlandsins og árið 1974 rokseldu Logar hljóm- plötuna Minning um mann og það vill svo skemmtilega til að gamli umboðsmaðurinn þeirra, Ámundi Ámundason, ætlar að mæta í afmælishófið í Eyjum í kvöld og afhenda þeim löngu verðskuldaða platínuplötu. „Það er auðvitað betra að gera hlutina seint en aldrei,“ segir Ámundi sem viðurkennir fúslega að strákarnir hafi átt platínu- plötuna inni hjá sér í 30 ár. „Platan seldist í vel yfir 17.000 eintökum sem var rosalega gott á þessum árum. Hún seldist stöðugt upp og ég hafði ekki undan að panta þannig að ég hefði getað selt miklu meira ef ég hefði einhvern tíma getað annað eftirspurninni. Þetta var aðalplatan 1974 en þá var Gísli Helgason með þátt um Eyjagosið í Útvarpinu. Þegar platan kom fyrst fór ég með 1000 eintök klukkan níu um morguninn í Fálkann á Laugavegi 24 sem var aðalplötu- búðin í þá daga. Þeir hringdu svo klukkan ellefu og þá var platan uppseld og þeir vildu fá 3.000 ein- tök til viðbótar og þar með var fyrsta upplagið búið.“ Ámundi gaf plötuna út undir merki sínu ÁÁ hljómplötur og segir Minningu um mann vissulega hafa átt sinn þátt í að halda nafni hans á lofti. „Það er svo skrítið að alltaf þegar nafn mitt ber á góma talar fólk um Minningu um mann, Don´t Try to Fool Me, Draum okkar beggja og Joe the Mad Rocker. Þó ég hafi gefið út yfir 40 plötur þá standa þessar upp úr.“ En hvað varð til þess að Ámi afhenti ekki Logum gullplötuna þegar vinsældir þeirra voru í há- marki? „Þetta var svoleiðs mokstur að ég hafði bara ekki undan. Það gilti það sama um þessa plötu og vinnuvettlingana í Kaup- félaginu á Raufarhöfn. Það var alveg sama hversu mikið var pant- að það var aldrei til nóg. Ég var því á hlaupum í Reykjavík og þeir í Eyjum og svo var ég umboðsmaður allra helstu hljómsveita landsins og var að fá Ray Charles til lands- ins þannig að það var brjálað að gera á þessum tímapunkti.“ ■ 18 11. september 2004 LAUGARDAGUR D.H. LAWRENCE Rithöfundurinn sem gerði á sínum tíma usla með Lady Chatterley´s Lover fæddist á þessum degi árið 1885, fyrir 119 árum síðan. AFMÆLI Kristinn R. Ólafsson í Madrid er 52 ára. ANDLÁT Unnsteinn Beck hrl., Árskógum 6, lést 29. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Gunnhildur Aagot Gunnarsdóttir, Þórðarsveig 1, lést 29. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hekla Ásgrímsdóttir, Furulundi 15c, Akureyri, lést 4. september. Wilhelm Magnús Alexandersson Ol- brich, Háaleitisbraut 54, lést 4. septem- ber. Haukur Smári Guðmundsson lést 6. september. Jón Víðir Steindórsson, frá Teigi, lést 7. september. Þórarinn Þórarinsson húsasmíðameist- ari lést 8. september. Árni Guðmundsson, áður Fellsmúla 2, lést 9. september. JARÐARFARIR 13.00 Gísli Gíslason verður jarðsunginn frá Narfeyrarkirkju á Skógarströnd. 13.00 Ástrós Reginbaldursdóttir verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju. 14.00 Ingibjörg Guðmundsdóttir, Syðri- Á, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Guðný Sigurbjörnsdóttir Fann- dal, hjúkrunarfræðingur og tón- listarkenari, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Stefán Jóhannsson, Eyjahrauni 11, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju, Vestmannaeyjum. 14.00 Bergvin Karl Ingólfsson, frá Húsabakka, Aðaldal, verður jarð- sunginn frá Húsavíkurkirkju. 15.00 Sigrún Jónsdóttir, Aðalgötu 14, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju. Sovétleiðtoginn fyrrverandi Nikíta Krústsjev lést á þessum degi árið 1971. Krústsjev var einn litríkasti og mest áberandi per- sónuleikinn í kaldastríðsátökum stórveldanna og var á valdatíma sínum í brennidepli helstu og hættulegustu deilumála Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Krústsjev fæddist í Rússlandi árið 1894 og varð fljótt hallur und- ir kommúnisma þó hann færi ekki að klífa valdastigann fyrr en um 1930. Hann var dyggur stuðnings- maður Stalíns og hélt trúnaði leið- togans á meðan aðrir lykilmenn í röðum kommúnista urðu reiði og vænisýki Stalíns að bráð. Eftir seinni heimsstyrjöldina kom Stalín Krústsjev til æðstu metorða bæði innan Kommún- istaflokksins og ríkisstjórnar- innar. Þegar Stalín féll frá töldu margir að Krústsjev myndi missa tökin en hann kom mönn- um heldur betur í opna skjöldu og með því að mynda ýmis sam- bönd innan flokksins og hersins var hann nánast orðinn einráður í kringum 1955. Sovétmenn þóttu koma illa út úr Kúbudeilunni við Bandaríkja- menn 1962 og tveimur árum síðar boluðu andstæðingar leiðtogans honum frá völdum. ■ ÞETTA GERÐIST FYRRUM SOVÉTLEIÐTOGINN NIKÍTA KRÚSTSJEV DEYR 11. september 1971 Krústsjev fellur frá Logar fá tímabæra platínuplötu AFMÆLI: HLJÓMSVEITIN LOGAR ER 40 ÁRA „Ég get aldrei áttað mig á því hvort draumar mínir séu sprottnir upp úr hugsunum mínum eða hugsanir mínar uppspretta drauma minna.“ - Það vafðist svolítið fyrir D.H. Lawrence hvernig hlutirnir gerjuðust í kollinum á honum. ...betri hljómur VIKAN SEM VAR: RAGNHILDUR STEINUNN Breyttist úr bleikri stelpu í gaddapönkara ÞETTA GERÐIST LÍKA 1789 George Washington, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi Alexand- er Hamilton fyrsta fjármálaráð- herra ríkjabandalagsins. 1883 James Cutler fékk einkaleyfi fyrir hinni bráðsnjöllu uppfinningu sinni, póstlúgunni, sem var fyrst notuð í Elwood-byggingunni í Rochester. 1954 Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ameríka var sýnd í fyrsta sinn á sjónvarpsstöðinni ABC. Ungfrú Kalifornía, Lee Ann Meriwether, bar sigur úr býtum það árið. RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR Tók við hlutverki Maríu Þórðardóttur í Fame í vikunni. „Þetta er ofboðslega gaman, ekki síst þar sem ég var ráðin í sýninguna sem dansari og er ánægð með að vera treyst fyrir þessu hlutverki.“ ÁMUNDI ÁMUNDASON Skellir sér til Eyja með platínuplötu sem hann hefði átt að afhenda Logum árið 1974. Þá var bara of mikið að gera. „Það verður gaman að uplifa fegurð Loganna í Eyjum og hlusta á Gylfa Ægisson syngja flottasta lagið í dag með Milljónamæringunum.“ NIKÍTA KRÚSTSJEV Þessi litríki persónu- leiki og fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna dó á þessum degi árið 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.