Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 37
VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS LAUGARDAGUR 11. september 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 56 75 09 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Langflottust Nýtt og freistandi í Debenhams Enn bætast fleiri línur í Esprit dömufatnaðinn í Debenhams. Esprit Collection klassafatnaður nýtur fádæma vinsælda víða um heim. Þessi frábæri fatnaður er þægilegur, smart og elegant. Skotæfingar og hundblautir kettir Hversu hátt næði byssukúla sem skotið væri af jörðinni, og væri fólk í hættu þegar hún lenti? SVAR: Byssukúla sem skotið er upp á við úr dæmigerðum riffli er á hraðanum 840 m/s (metra á sek- úndu) þegar hún fer úr hlaupinu. Hraði hennar minnkar í sífellu eftir það, bæði vegna þyngdar- kraftsins sem verkar á hana og vegna loftmótstöðu. Að lokum verður hraðinn upp á við núll og kúlan tekur að falla niður á við. Ef henni er skotið beint upp í loftið nær hún um 2.400 metra hæð á tæpum 20 sekúndum. Ef kúlan félli niður á við án loftmótstöðu væri hröðun hennar föst, um það bil 9,8 m/s2 sem er svokölluð þyngdarhröðun við yfirborð jarðar. Þessi tala mundi þýða að fallhraðinn ykist um 9,8 m/s á hverri sekúndu í fallinu. Loftmótstaðan verkar hins vegar gegn þyngdinni þannig að fallhraðinn vex ekki eins ört og hann mundi gera í tómarúmi. Fall- hraðinn í tiltekinni hæð er því minni en hraðinn var upp á við í sömu hæð, og kúlan er talsvert lengur á niðurleið en á uppleið. Þannig tekur það hana um 40 sek- úndur að ná aftur til jarðar. Loftmótstaðan vex með hraða kúlunnar og að því getur komið í löngu falli að mótstaðan verði jafnmikil og þyngdin, en þá hættir fallhraðinn að aukast. Þetta gerist við ákveðinn hraða fyrir hvern hlut sem fellur, og sá hraði kallast markhraði hlutarins. Fyrir byssu- kúlu getur hann til dæmis verið um 70 m/s. Ekki óhætt að skjóta upp í loft Byssukúlur falla venjulega ekki niður nákvæmlega á skotstað og raunar sjaldnast innan við nokkra tugi metra þaðan. Hversu langt frá skotstað kúlan lendir fer aðallega eftir vindhraða, en vindur getur fært kúluna tals- vert. Kúlan ver mestum tíma ná- lægt hámarkshæð þannig að vindurinn þar uppi hefur mest að segja. Auk þess hefur kúlan þarna uppi ekki þann lárétta hraða sem þarf til þess að hún héldist yfir skotstaðnum. Þótt kúlur séu ekki á miklum hraða þegar þær lenda geta þær engu að síður gert nokkurn skaða og jafnvel verið banvænar. Rannsóknir sýna að kúlur þurfa að vera á 45 til 60 m/s hraða til að komast í gegnum húð á manni, en vissulega geta þær valdið skaða án þess að rjúfa húðina. Það er því alls ekki óhætt að skjóta kúl- um upp í loftið og getur verið allt eins hættulegt og að skjóta beint að fólki. Hraðatakmarkanir Umfjöllunin og tölurnar að ofan eiga við dæmigerða kúlu fyrir riffil með 7,62 mm hlaupvídd. Byssukúlur af öðrum stærðum og gerðum haga sér á annan hátt, hæðin sem þær ná er ef til vill frá 1.000 metrum og upp í yfir 3.000 metra. Markhraðinn er að sama skapi misjafn, frá um 40 m/s og upp í 100 m/s. Hann fer mest eftir lögun kúlunnar og stöðugleika hennar í loftinu, en síður eftir massa hennar. Hraða byssukúlna úr hlaupi eru takmörk sett og fræðilegur hámarkshraði er um 1.800 m/s. Sjaldnast fara kúlur þó hraðar en 1.200 m/s. Einar Örn Þorvaldsson, nemi í tölvunarfræði við HÍ og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísinda- sögu og eðlisfræði við HÍ. Getur köttur orðið hundblautur? SVAR: Allir geta verið hundb- blautir, dýr jafnt sem menn. Hund- er gamall áhersluforliður sem kemur fram í orðum eins og hund- margur og hunddjarfur. Hann hef- ur verið tengdur hund - í hundrað og gefur orðum þá merkingu að um eitthvað mikið sé að ræða. Síðar var farið að tengja for- liðinn við nafnorðið hundur. Sam- setningar eins og hundvotur, hund- blautur, hundhrakinn gefa í skyn að einhver sé blautur eins og hundur eða votur, hrakinn eins og hundur. Smám saman missti forliður- inn tenginguna við hundinn og farið var að nota hann eingöngu sem herðandi forlið eins og gamla áhersluforliðinn. Hundleiðinlegur merkir þá ekki ‘leiðinlegur eins og hundur’ heldur ‘mjög leiðinleg- ur’, og sá sem er hundheiðinn er ekki heiðinn eins og hundur heldur ‘algerlega trúlaus’. Hund- gamall maður er mjög gamall og svo framvegis. Sá sem er hundblautur er þá ekki lengur ‘blautur eins og hundur’ heldur mjög blautur og það getur köttur verið þótt honum líki það sjaldnast vel. Guðrún Kvaran, prófessor og for- stöðumaður Orðabókar Háskólans. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Eru ilmvötn umhverf- isvæn? Er súrefni endurnýtt í geimstöðvum? Hvað er ljósbogi? Af hverju dregur Adams- eplið nafn sitt? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. FALLBYSSUTILRAUN DESCARTES Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvað verður um byssukúlur sem skotið er upp í loft. Fyrir daga Newtons gerði franski heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes (1596-1650) sér þá hugmynd um þyngd hluta að hún færi minnkandi eftir því sem hlutir færu lengra frá jörðu. Að lokum gætu þeir misst þyngdina alveg og kæmu þá ekki aftur. Til að reyna þetta fékk hann franska munkinn og eðlisfræðinginn Marin Mersenne (1588-1648) til að gera tilraun sem myndin hér að ofan sýnir. Mersenne stendur vinstra megin við fallbyssuna og Descartes horfir til himins á eftir byssukúlunni. Á borðanum stendur: Fellur hún aftur niður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.