Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 41
ætti að hlusta betur á börn, sem eru í raun hinir einu sönnu frum- spekingar. ...um heilsuna. Það hefði ekki komið sér illa að vita hversu langt hugarorkan dregur og hversu máttur hennar er stór- kostlegur. Afl hugans er ólýsan- legt og má sín meira en margir vilja kannast við. ...um hjónabandið og ástina. Það hefði verið skemmtilega snagg- aralegt að hafa haft um það nokkra hugmynd að ekkert væri eilíft og þá einna síst það sem bindur mann á klafa heilagra skyldna og ólofanlegra loforða. Engin ást getur lifað ófrjáls og engin dafnað nema sú sem á kost á endurnýjun. ...um fegurðina. Leitin að feg- urðinni fylgir manni götuna á enda. Á þeirri göngu hefði verið gaman að gera sér strax grein fyrir að huga betur undir steina. ...um kynlíf. Ég hefði ekki viljað vita neitt meira en ég vissi þegar ég var tvítug vegna þess að það hefði tekið af mér allan þann unað sem felst í sífellt nýrri reynslu endalausra leyndar- dóma. ...um áfengi og eiturlyf. Senni- lega hefði mér þótt meira en ljúft að horfast í augu við að öll víma, nema sæluvíman auðvit- að, ruglar sköpunarkraftinn, bælir gleðina, skyggir á fegurð- ina og sendir hamingjunni langt nef. ...um starfsferilinn. Ég hugleiddi nú starfsferil ekki mikið á þess- um árum en hafði þó einhverja óljósa hugmynd um að mér væri engin lukka í því að velja mér ævistarf. Kannski ég hefði haft töluvert gott af því að sú hug- mynd hefði verið skýrari í kollin- um. Ég hef nefnilega þá bjarg- föstu trú núna að manninum geti verið það jafnhættulegt að velja sér ævistarf og maka vegna þess að honum sé í raun nauðsynlegt að koma sjálfum sér stöðugt á óvart. GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON ALÞINGISMAÐUR: ...hefði ekki viljað vita neitt sem ég veit í dag ...um heilsu. Þegar maður er tvítug- ur veit maður allt og getur allt! Framtíðin liggur fyrir eins og opin og óskrifuð bók, og maður bíður einfaldlega eftir ævintýrum lífsins til að skrifa lífssöguna jafnharðan. Því hefði ég ekki viljað vita neitt tvítugur sem ég veit í dag. Ég hugs- aði vel um heilsuna, var á fullu í íþróttum, í nánast ósigrandi hand- boltaliði FH, og því í toppformi. Ég hafði ekki áhyggjur af öðru en ökklameiðslum og fingurbrotum, sem kæmu í veg fyrir þátttöku í næsta leik. En vissulega gerði íþróttaiðkun það að verkum að ég vissi frá upphafi um gildi góðrar heilsu. ...um börn og uppeldi. Ég eignaðist mitt fyrsta barn rétt nýorðinn 21 árs. Var því farinn að búa, eins og hét þá, með unnustu minni, sem síðar varð eiginkona mín. Var þá og er ennþá mikill barnakarl og þá þegar staðráðinn í því að eignast mörg börn. Og varð að ósk minni: Sex barna faðir og eitt barnabarn. Uppeldið á börnum mínum byggði ég á hyggjuviti og þekkingu eigin- konu minnar. Niðurstaðan varð góð - ég á fína og vel gerða krakka sem ég er stoltur af. Við hjónin misstum tvo elstu syni okkar af slysförum fyrir tæpum 20 árum, þá aðeins fjögurra og átta ára gamla. Ég hygg að sú sára lífsreynsla hafi ennfrekar kennt mér hversu mikil- væg börnin eru og hversu nauðsyn- legt er að halda vel utan um þau. ...um hjónabandið og ástina. Ástin þegar maður er tvítugur er auðvit- að alfa og omega allra hluta. Ég var kominn í hjónaband tvítugur. Og auðvitað réð ástin því. Þarf meira að segja? Ég þurfti ekki að vita meira þá, frekar en nú. ...um áfengi og eiturlyf. Eiturlyf voru og eru eitur í mínum beinum. Ég hef andstyggð á þeim. Sá sorg- leg dæmi á menntaskólaárunum hvernig sumir jafnaldrar mínir urðu dópinu að bráð. Áfengi var haft um hönd í mínum vinahópi þegar ég var tvítugur, en í hófi. Handboltaiðkunin sá um það. En ég hafði þá, og hef ennþá gaman af því að gleðjast með góðum. ...um fegurð. Öll skilningarvit eru þanin þegar maður er tvítugur og ég gleypti auðvitað í mig fróðleik og allt umhverfið. Fegurð í fólki, ekki síst hjá fallegum stúlkum, náttúrunni og lífinu sjálfu, umvafði mann á alla kanta. Ég hygg að smekkur minn á fegurð hafi lítið breyst. Ég get verið afskaplega hrifnæmur. ...um kynlíf. Hvers konar spurning er þetta?! Kynlíf og tvítugur strák- ur! Það var auðvitað ofarlega á baugi. Og maður þóttist vita allt sem vita þurfti um þann vettvang! ...um pólitík. Ég var harðpólitískur strax um tvítugt. Kom úr afar póli- tískri fjölskyldu þar sem stjórnmál voru á dagskrá oft á dag. Var kom- inn á fullt í pólitískt starf og grun- aði innst inni að sá yrði minn vett- vangur þegar fram liðu stundir. Það átti eftir að koma á daginn, því ég varð bæjarfulltrúi 26 ára gamall, bæjarstjóri 30 ára og frá þeim tíma hafa stjórnmál verið mitt aðalstarf. ...um starfsferilinn. Pólitíkin var alltaf umlykjandi. Hins vegar stefndi hugur minn á lögfræði og ég hóf nám í HÍ í þeim fræðum. Þegar mér opnuðustu svo dyr að blaðamennsku, dagskrárgerð og öðru þvílíku, þá tók fjölmiðlun allan minn huga og þrótt. Og svo brast pólitíkin á. Kom mér svosem ekkert á óvart, þegar ég hugsaði til baka. JÖRMUNDUR INGI REYKJAVÍKURGOÐI: ...hvað tíminn er langur, þótt lífið sé stutt ...um börn og uppeldi. Byrði betri, ber-at maður brautu að, en sé man- vit mikið. Auði betra, þykir það í ókunnum stað; slíkt er volaðs vera. ...um heilsuna. Eldur er bestur, með ýta sonum og sólar sýn, Heilyndi sitt, ef maður hafa náir, án við löst að lifa. ...um hjónabandið og ástina. Hrörnar þöll, sú er stendur þorpi á, hlýr-at henni börkur né barr. Svo er maður, sá er manngi ann. Hvað skal hann lengi lifa. ...um fegurð. Sér hún upp koma, öðru sinni, jörð úr ægi, iðjagræna. Falla fossar, flýgur örn yfir, sá er á fjalli, fiska veiðir ...um kynlíf. Meyjar orðum, skyli manngi trúa, né því er kveður kona, því á hverfanda hveli, voru þeim hjörtu sköpuð, brigð í brjóst um lagin. ...um trúmál. Deyr fé, deyja frænd- ur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. ...um áfengi og eiturlyf. Haldi-t maður á keri, drekki þó af hófi mjöð, mæli þarft eða þegi; ókynnis þess vár þig engi maður, að þú gangir snemma að sofa. thordis@frettabladid.is LAUGARDAGUR 11. september 2004 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.