Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.09.2004, Blaðsíða 46
30 11. september 2004 LAUGARDAGUR Við mælum með ... ... að silfurdrengirnir í FH hugsi ekki of mikið um hið ótrúlega klúður FH-liðsins árið 1989. Þá eins og í dag gat FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins með sigri á heimavelli gegn liði sem var í fallbaráttu. Árið 1989 vann Fylkir hinsvegar meistaraefnin í FH og færði KA-mönnum titilinn og nú er að sjá hvað FH-ingurinn Ólafur H. Kristjánsson og lærisveinar hans í Fram gera í Kaplakrika á morgun. Ólafur lék einmitt með FH-liðinu fyrir 15 árum síðan og veit í hvað leikmenn Hafnarfjarðarliðsins eru að ganga í gegnum í leiknum á morgun. Strákar, sagan getur ekki endurtekið sig ... eða hvað? Vissir þú að ... ... FH-ingar hafa sjö sinnum unnið til sifurverðlauna í tveimur stærstu mótum íslenskrar knattspyrnu. Fjórum sinnum á Íslandsmótinu og þrisvar í bikarnum þar af í báðum keppnunum á síðasta tímabili.sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið í körfuknattleik lék við Dani í Árós- um í gær. Leikurinn er liður í und- ankeppni Evrópukeppninnar og því til mikilvægt fyrir Íslendinga að reyna að ná í öll stig sem í boði eru. Töluverður slangur af Íslend- ingum lagði leið sína í Árósa en um 1800 áhorfendur voru við- staddir leikinn. Íslendingar náðu yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta og voru yfir 26-17 að honum loknum. Danir voru þó aldrei skammt undan og náðu með góðum leik í öðrum fjórðungi að saxa á forskot- ið og voru yfir í hálfleik, 42-40. Jafnræði var með liðunum í byrjun síðari hálfleiks en Danirn- ir hittu mjög vel gegn svæðisvörn Íslendinga í lokafjórðungnum og uppskáru 10 stiga sigur. Hlynur Bæringsson, miðherji landsliðsins, sagði að liðið hefði byrjað vel en svo hafi eitthvað klikkað. „Við völtum yfir þá í fyrsta leikhluta. Eftir Það hittnin datt aðeins niður hjá okkur. Við hefðum mátt halda uppteknum hætti í okkar aðgerðum, sérstak- lega í sókninni“ sagði Hlynur. „Þeir spiluðu mjög fast á okkur og við gerðum ekki það sem fyrir okkur var lagt til að svara því. Svo hitta þeir eins og rugludallar gegn svæð- isvörninni okkar í síðasta leikhluta og kláruðu dæmið þannig“. Hlynur sagði menn bjartsýna á framhaldið og stefnan væri tekin uppávið. „Það er lífsspursmál fyrir okkur að komast upp úr þessum riðli og fá þannig að spila við sterkari þjóðir. Við ætlum okkur sigur gegn Rúmenum í Keflavík“ sagði Hlynur. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslendinga, var vonsvik- inn í leikslok. „Í heildina litið var þetta mjög lélegt hjá okkur“ sagði Sigurður. „Við byrjuðum leikinn mjög vel. Síðan herða þeir vörnina og við verðum eitt- hvað ragir út frá því. Þá hættum við að gera það sem að við höfðum lagt upp, verðum linir og eigum erfitt með að skora. Allar aðgerðir okkur nýttust ekki nógu vel og fyrir vikið náðum við aldrei að hrista þá almennilega af okkur. Þá kom ekkert á óvart hvernig Danirnir léku og þeir gerðu sína hluti vel“. Þrátt fyrir tapið er Sigurður vongóður um að íslenska liðið muni snúa við blaðinu hér heima. „Þetta endaði með tíu stiga mun sem er ekki neitt. Við getum alveg unnið þá með meiri mun heima og við tökum þá heima, það er ekkert öðruvísi“ sagði Sigurður. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur Íslendinga með 15 stig. Íslenska liðið mætir Rúmenum 19. september í Keflavík. ■ JAKOB ÖRN SIGURÐARSON var stigahæst- ur með 15 stig. Íslenska landsliðið í körfuknattleik atti kappi við Dani í undankeppni Evrópu- keppninnar í Árósum í gær. „Vorum alltof linir við þá“ ...betri hljómur ÞÓRÐUR MEIDDIST Þórður Guðjónsson er meiddur á rist eftir landsleikinn við Ungverja. Þórður Guðjónsson hjá Bochum: Frá í fjórar vikur FÓTBOLTI Þórður Guðjónsson mun missa af næstum fjórum vikum hjá liði sínu Bochum í þýsku Bundesligunni eftir að hafa meiðst á rist í landsleiknum gegn Ungverjum á miðvikudaginn. Þórður gæti hugsanlega misst af næstu leikjum landsliðsins sem eru eftir rétt tæpan mánuð en það flísaðist upp úr vinstri fæti hans þegar hann sparkaði undir sólann á einum Ungverjanum í tapinu í Búdapest á miðvikudag- inn. Það syrtir því enn í álinn hjá Þórði hjá þýska liðinu en hann hefur ekkert fengið að spila í vetur og hefur fengið það beint frá þjálfaranum, Peter Neururer, að hann sé ekki að fara að spila hjá honum. Þórður hefur reynt að fá sig lausan en án árangurs og einu leikirnir sem hann hefur spilað á tímabilinu eru þrír leikir með íslenska landsliðinu. ■ Sögulegt val A-landsliðs: Engin Blika- stúlka í liðinu FÓTBOLTI Val Helenu Ólafsdóttur, landsliðsþjálfara kvenna í knatt- spyrnu, fyrir æfingaleiki gegn Bandaríkjunum í lok mánaðarins er söguleg. Aldrei fyrr í 23 ára sögu íslenska A-landsliðsins hefur engin Blikastúlka verið í hópnum. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í gær. Erla Hendriksdóttir, fyrirliði landsliðsins og Breiðabliks í sumar, hefur skipt yfir í danska liðið Skovlunde IF og telst því ekki lengur vera leikmaður Breiðabliks. Það eru aftur á móti átta Valskonur í hópnum af 18 en Valsliðið varð Íslandsmeistari á dögunum í fyrsta sinn í fimmtán ár. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.