Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 2
2 12. september 2004 SUNNUDAGUR Davíð Oddsson, forsætisráðherra: Hvergi hættur STJÓRNMÁL Davíð Oddsson, frá- farandi forsætisráðherra, ætlar ekki að hætta afskiptum af stjórn- málum þrátt fyrir erfið veikindi í sumar og ætlar bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðis- flokksins á næsta ári. Hann stjórnaði sínum fyrsta og jafn- framt næstsíðasta ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun eftir erfið veikindi. Davíð lætur af embætti for- sætisráðherra á miðvikudaginn kemur og tekur við stjórnartaum- um í utanríkisráðuneytinu í stað- inn. Í viðtali sem Morgunblaðið birtir við hann í dag kemur fram að þar ætli hann að leggja áherslu á varnarmál landsins og telur lík- legt að í þeim málum náist góð lending eftir viðræður hans við forseta Bandaríkjanna. Davíð leggur áherslu á að þrátt fyrir stólaskipti hans og Halldórs, sé ríkisstjórnin sem fyrr sú sama og engin breyting verði á efnahags- málum eða öðrum slíkum mála- flokkum. Í viðtalinu gagnrýnir Davíð forseta landsins fyrir framgöngu hans í fjölmiðlamálinu og segir alla uppákomuna vegna málsins eina þá verstu í sögu lýðveldisins. Hann segir enn vilja innan ríkis- stjórnarinnar til að setja lög um fjölmiðla. ■ Vilja að pólska verði kennd í grunnskólum Í nýútkominni skýrslu um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa kemur fram að Pólverjar töldu pólskukennslu mikilvæga í skólum. Ilona Guzewicz, pólsk kona, segist vera ánægð hér og að hún kvarti ekki NÝBÚAR Um eitt þúsund íbúa Hafnarfjarðar eru af erlendum uppruna samkvæmt nýlegri skýrslu sem gerð var um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa. Flestir þeirra eru frá Póllandi, eða um 120. Við gerð skýrslunnar var með- al annars talað við nýbúa í Hafnarfirði. Hjá þeim Pólverjum sem talað var við kom fram að þeir vildu fá pólskukennslu í grunnskólana og fréttir og upp- lýsingar á pólsku. Magnús Bald- ursson, fræðslustjóri Hafnar- fjarðar, segir að farið verði yfir niðurstöður skýrslunnar en ekki sé tímabært að segja nákvæmlega hvað verði gert, aðspurður um hvort möguleiki sé á að hefja pólskukennslu í grunnskólunum. Hann segir niðurstöðurnar skoð- aðar á skrifstofum bæjarins og metið hvað hægt sé að gera betur, enda sé fjöldi nýbúa um fimm prósent að íbúatölu Hafnarfjarð- ar. Nú þegar er sérstök móttöku- deild fyrir nýbúa í Lækjarskóla og boðið er upp á ódýr íslensku- námskeið fyrir fullorðna. „Við komum til Íslands fyrir fimm árum síðan. Við höfðum enga vinnu heima í Póllandi og vinafólk okkar sem þá var flutt til Íslands bauðst til að hjálpa okkur við að finna vinnu hér og við ákváðum að koma og prufa,“ segir Ilona Guzewicz en hún býr ásamt eiginmanni sínum og dóttur í Hafnarfirði. Hún segir að í fyrstu hafi þau ekki ætlað að dvelja lengi hér. En þegar þau fóru heim til Póllands í sumar- leyfi eftir átta mánaða dvöl sáu þau að ástandið heima fyrir hefði ekkert lagast og ákváðu að vera áfram á Íslandi. Hún segir þau vera ánægð í Hafnarfirði, en þar hafa þau búið frá því þau komu til landsins, en þau keyptu sér íbúð þar fyrir tveimur árum. Hversu langt sé til Póllands segir hún vera helsta ókostinn við að búa á Íslandi. Íslenskuna segir hún vera erfiða en þau reyni hvað þau geti til að læra málið. „Allir hafa verið indælir og ég finn ekki fyrir að komið sé fram við okkur öðruvísi en innfædda. Ég er ánægð með veruna hér og kvarta ekki,“ segir Ilona. hrs@frettabladid.is Írak: Dæmdur í einangrun ÍRAK, AP Fyrsti bandaríski her- maðurinn sem fundinn hefur verið sekur um dólgshátt gagn- vart föngum í haldi bandamanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak hlaut átta mánaða einangrunar- dóm fyrir herdómstól í Írak. Slapp hann við harðari dóm þar sem hann féllst á að veita ákæru- valdinu upplýsingar um fleiri hermenn sem stunduðu misþyrm- ingar á föngum á sama tíma og verður réttað yfir fleirum innan tíðar. Játaði maðurinn að hafa tekið þátt í að niðurlægja og mis- þyrma föngunum og bar við heift vegna fallinna félaga í hernum. ■ Bandaríkin: Minntust 11. september HRYÐJUVERK Athafnir til minningar um þá fjölmörgu sem fórust í hryðjuverkunum þann ellefta sept- ember 2001 fóru fram víða í landinu í gær. Stærsta athöfnin var þó við þann stað í New York þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður en hundruð þúsunda komu þar saman og heiðruðu minningu þeirra 2749 sem létust þar fyrir þremur árum. Var augnabliks þögn til minningar áður en nöfn allra þeirra sem misstu líf sitt þennan dag voru lesin upp. ■ ■ LÖGREGLA „Já, ætli ég sé ekki svona ekki- fréttamaður og leikari innst inni.“ Glöggir lesendur Fréttablaðsins hafa veitt því athygli að mynd af Friðriki Rafnssyni, vefritstjóra Háskóla Íslands, birtist á forsíðu Fréttablaðsins í gær þar sem vísað var í viðtal við Hjálmar Hjálm- arsson, leikara og fyrrum ekki-fréttamann. SPURNING DAGSINS Friðrik Rafnsson, ert þú Haukur Hauksson? Mannslát í Keflavík: Lést vegna hjartastopps MANNSLÁT Dánarorsök mannsins, sem lést eftir átök við lögreglu- menn í Keflavík á fimmtudag, er talin vera hjartastopp samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufn- ingar. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir ljóst að maður- inn hafi hvorki látist vegna áverka né köfnunar. Hvað olli því að hjarta mannsins stöðvaðist skýrist þegar endanleg krufning- arskýrsla liggur fyrir. Jón Eysteinsson, sýslumaður í Kefla- vík, segist ekki telja að of harka- lega hafi verið tekið á manninum miðað við aðstæður en að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig um málið þar sem það sé í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Annar lögreglumannanna sem lenti í átökum við manninn fékk frí frá vinnu á föstudag þar sem vaktin deginum áður hafði staðið langt fram á kvöld. ■ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Fylgstu með á heimasíðu okkar www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Ferðir um jólin og janúar að fyllast! Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Sólarfrí í Egyptalandi 2 vikur í nóv. Verð á mann í tvíbýli frá: 99.990 kr. með öllum sköttum! 2 vikur yfir jólin í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 159.600 kr. með öllum sköttum! 2 vikur í janúar í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 133.600 kr. með öllum sköttum! Tæland Tryggðu þér vetrarfrí hið fyrsta FYRSTI RÍKISSTJÓRNARFUNDURINN Davíð Oddsson stjórnaði sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi eftir veikindafrí í gær, en fundinum hafði verið frestað nokkrum sinnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ILONA OG OLIWIA GUZEWICZ Ilona segir það erfiðast við að búa á Íslandi hversu langt sé heim til Póllands. Hún kom hingað ásamt manni sínum fyrir fimm árum þar sem enga vinna var að fá heima fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N ÞRJÚ ÁR FRÁ VOÐAVERKUNUM Fólk kom víða saman í Bandaríkjunum Blönduós: Bíræfnir bílaþjófar LÖGREGLA Um klukkan tvö á að- fararnótt elti bóndinn í Vatnsnesi í umdæmi Blönduóslögreglu par sem stolið hafði bíl hans. Lögreglan á Blönduósi segir bóndann hafa fundið bíl sinn utan vegar og parið, tvítug stúlka og maður á þrítugsaldri, hafi setið skammt frá. Stúlkan var hrufluð og skorin en að öðru leyti voru þau ómeidd. Parið, sem talið hafa verið undir áhrifum vímuefna, kom norður yfir á föstudagskvöld á bíl sem þau stálu í Kópavogi. Þegar hann varð bensínlaus stálu þau öðrum á Hvammstanga og svo þeim þriðja í Vatnsnesi þegar bensín þraut á ný. Bæði hafa áður komist í kast við lögin. ■ LÖGREGLUMÁL „Ég skil ekki hvernig fólk getur gert slíkt. Mér og fleirum líður ákaflega illa út af þessu,“ segir Kjuregej Alexandra Argunova, listakona. Í fyrrinótt voru framin skemmdarverk á lista- verki hennar af Sölva Helgasyni sem staðið hefur á horni Grettis- götu og Snorrabrautar um hríð. Höfuð styttunnar var brotið af og hefur það ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og eru bæði listakonan og nágrannar hennar miður sín. „Þetta verk vann ég í leir fyrir Menningarnóttina og það hefur staðið þarna síðan. Þetta hefur fyrst og fremst til- finningalegt gildi enda hef ég lagt mikla vinnu í verkið og nágrannar mínir lýst yfir ánægju með það. Tjónið er ekki síður mikið fyrir þá en mig.“ Kjuregej segir ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón vegna skemmdarverksins enda hafi til- gangurinn fyrst og fremst verið að skapa fallega list fyrir Menn- ingarnótt í Reykjavík. ■ HRAÐAKSTUR VIÐ STYKKISHÓLM Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Blönduósi í fyrrinótt og á Stykkishólmi voru þrettán ökumenn stöðvaðir og sektaðir fyrir of hraðan akstur á föstudags- kvöld. ERILL VEGNA ÖLVUNAR Á Akureyri var töluverður erill í fyrrnótt hjá lögreglu og bar á ölvun meðal ung- linga. Mikil ölvun var á Höfn í Hornafirði aðfararnótt laugardags án þess þó að bæri á ólátum að sögn lögreglu þar. ÚT AF Á MALARVEGI Bíll fór út af á malarvegi í Skaftártungu á föstu- dagskvöld þegar ökumaður missti stjórn á honum. Ökumaður og farþegi, erlendir ferðamenn, sluppu ómeiddir, en bíllinn er sagður nokk- uð skemmdur. Skemmdarverk framin á styttu: Listamaðurinn miður sín NIÐURBROTIN Stytta af Sölva Helgasyni sem staðið hefur við Grettisgötu um hríð var eyðilögð í fyrrinótt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.