Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 4
4 12. september 2004 SUNNUDAGUR Fellibylurinn Ivan grimmi heldur eyðileggingu sinni áfram: Einn sá öflugasti í manna minnum ERLENT, AP Neyðarástandi var lýst yfir á Jamaíku skömmu áður en einn öflugasti fellibylur í sögu landsins gekk yfir með miklum vindum og rigningum í fyrrinótt. Olli hann miklu tjóni á mannvirkj- um en ekki hafði frést af manns- látum vegna hans eins og átti sér stað þegar hann gekk yfir Grenada fyrr í vikunni. Þá létust tæplega 30 manns. Rafmagn var tekið af eyjunni áður en Ivan gekk yfir enda raf- magnslínur ekki grafnar í jörðu og geta slitnað auðveldlega í mikl- um hviðum. Var því rafmagns- laust á eyjunni og notfærðu þjófar sér það ástand til hins ýtrasta þrátt fyrir að hætta væri á ferðum. Var eftir miklu að slægj- ast þar sem fjöldi fólks á láglendi sótti í neyðarskýli meðan mest gekk á og voru því fjölmörg heimili mannlaus alla nóttina. Hættan er ekki liðin hjá þar sem líkindi eru mikil á aurskriðum og margir bæir eru staðsettir í hæðum og fjöllum. Veðurfræðingar óttast að felli- bylurinn geti enn færst í aukana en hann stefnir að Ceymaneyjum og ekki er útilokað að Ivan grimmi eins og íbúar á svæðunum kalla fellibylinn, fari yfir Kúbu og Flórídaskagann á næstunni. ■ Í athugun að dreifa leirbindiefni úr flugvél Um 100 tonn af leir geta fokið af 40 ferkílómetra svæði í miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar við verstu aðstæður, segir verkfræðingur Lands- virkjunar. Verið er að hugleiða að dreifa bindiefni úr flugvél yfir svæðið. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Allt að 40 ferkílómetra svæði í miðlunar- lóni Kárahnjúkavirkjunar, Háls- lóni, getur farið undir leir þegar vatnsborð stendur sem lægst í lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarskipulagi samsvarar þetta svæði allri „gömlu“ Reykja- vík, þar með töldu Breiðholti, Selásnum og Grafarvogi. Sérfræðingar hjá Landsvirkj- un og Landgræðslunni leita nú ákaft leiða til að hefta fok á leir sem kynni að fara af stað ef hann nær að þorna, þegar lágt stendur í lóninu og það hvessir í veðri. Fínasta leirrykið rýkur út í loftið undir þeim kringumstæðum, að sögn Péturs Ingólfssonar verk- fræðings hjá Landsvirkjun. Pétur sagði, að vatnsborð yrði lægst í lóninu á vorin og kæmist í meðalári ekki aftur í fulla hæð fyrr en í byrjun ágúst. Umfangs- miklar rannsóknir væru í gangi sem miðuðu að því að hefta fok úr lóninu yfir sumarmánuðina. Meðal annars væru í athugun möguleikar á að dreifa rykbindi- efni úr flugvél. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri hafði áður sagt við blaðið, að hann væri ekki trúaður á notkun rykbindiefna til að hefta leirfokið. en benti á afkasta- miklar áveitur sem notaðar væru á stórum landbúnaðarsvæðum erlendis. „Við erum einnig farnir að huga að vökvun, það er að nýta árnar þarna til að renna niður á skipulagðan hátt, til þess að halda vissum flötum svæðum blautum,“ sagði Pétur. Hann sagði enn fremur, að verkfræðistofan Vatnaskil hefði reiknað út módel fyrir hversu mikið efni fyki út, hversu mikið efni væri á ferðinni í versta stormi ef ekki tækist að dæla á það og binda í tíma. Ef vatnsyfir- borð í lóninu væri 570 metrar, sem það væri talið geta farið lægst, þá væru það 100 tonn af leir sem gætu farið af stað við verstu aðstæður, bætti Pétur við og undirstrikaði að við rannsókn- arvinnu sína til varnar leirfoki miðuðu menn ætíð við ystu mörk. jss@frettablaðið.is Menntaskólinn á Akureyri: Opið hús í menntaskóla SKÓLASETNING Menntaskólinn á Akureyri verður settur í 125. sinn klukkan þrjú í dag. Jón Már Héðinsson skólameistari setur skólann í Kvosinni, sal skólans að Hólum. Að skólasetningu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar og verður öllum frjálst að skoða námsaðstöðu og listaverk. Eftir einn mánuð verður gamla skóla- húsið eitt hundrað ára en húsið er enn í fullri notkun. Nemendur, foreldrar og velunnarar skólans eru velkomnir á setninguna. ■ ■ LEIÐRÉTTING ■ FISKELDI Á Sundabraut að koma á undan mislægum gatnamótum Kringlu- mýrar- og Miklubrautar? Spurning dagsins í dag: Er hægt að vinna stríð gegn hryðju- verkum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 54.76% 45.24% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Seltjarnarnes: Ósátt við skipulag UMHVERFI Anna Agnarsdóttir afhenti Ásgerði Halldórsdóttur forseta bæjarstjórnar Seltjarn- arness undirskriftir 1.091 kosn- ingabærra Seltirninga á föstu- daginn. Þeir mótmæla fyrirhug- uðum skipulagsbreytingum í bænum. Tæplega eitt hundrað fleiri mótmæltu nú en þegar byggð á vestursvæðum Seltjarnarness var mótmælt árið 1996 sam- kvæmt upplýsingum frá Áhuga- hópi um betri byggð á Seltjarn- arnesi. Þá var hætt við fram- kvæmdir með þeim rökum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði „sterk tengsl“ við bæjarbúa. Vonar hópurinn að eins verði að málum staðið í þetta sinn. ■ STÆRÐ LEIRFOKSSVÆÐISINS Svæði það í Hálslóni að Kárahnjúkum sem getur þakist leir, sem fýkur burt ef hann nær að þorna án þess að aðgerðum verði komið við, nemur stærð „gömlu“ Reykjavíkur, þar með töldu Breiðholti, Selási og Grafarholti. SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur átt í viðræðum við forystu Verkalýðsfélagsins Hlífar vegna samnings um ræstingar í stofnunum og skólum bæjarins. Mikil óánægja hefur verið meðal ræstingafólks sem starfar hjá bænum, rúmlega hundrað manns, með samning sem bæjarstjórnin ætlaði að gera við einkafyrirtæki sem bauð lægst í verkið. Það taldi að samningurinn myndi bitna á launum og réttindum ræstinga- fólks. Bærinn hefði sparað 60 til 70 milljónir króna með samn- ingnum. Á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku var samningurinn ekki afgreiddur eins og til stóð, en var vísað aftur til bæjarráðs þar sem málið var tekið til frek- ari skoðunar á fundi sl. fimmtu- dag. Rætt er um að samningur- inn taki gildi í þremur áföngum, sá fyrsti strax en síðan komi aðrir hlutar hans til fram- kvæmdar fram á sumarið 2005, ef reynslan sýni að kjör ræst- ingafólks rýrni ekki. Bæjarráð vísaði málinu aftur til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar þar sem það verður tekið til umræðu á þriðjudaginn. ■ Ræstingar í Hafnarfirði Samningur tekur gildi í áföngum LÚÐVÍK GEIRSSON, BÆJARSTJÓRI Í HAFNARFIRÐI Samningur bæjarins um ræstingar tekur gildi í þremur áföngum. Niðurstaða eftir viðræður við verkalýðsfélagið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. IVAN GRIMMI Mynd tekin úr gervihnetti skömmu áður en fellibylurinn Ivan gekk yfir Jamaíka. Er þetta með verstu fellibyljum sem sést hafa í Karabíska hafinu. M YN D /A P MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólinn verður settur í 125. sinn í dag. BREYTINGAR HJÁ SÆSILFRI Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs í Mjóafirði, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu að eigin ósk en hann hefur verið framkvæmda- stjóri þess frá upphafi. Færey- ingurinn Simin Pauli Sivertsen hefur verið ráðinn í starfið í stað Guðmundar. Simin Pauli hefur síðustu tólf ár starfað hjá East Salmon í Færeyjum. Laugardaginn 11. sept., bendlar Fréttablaðið nafn mitt alger- lega af tilefnislausu við um- ræðu um sparnað í ríkiskerfinu til að fjármagna fyrirhugaðar skattalækkanir. Frétt þessi er hvað mig varðar hreinn tilbúningur. Ég hef einfaldlega ekki tjáð mig um þetta málefni, hvorki opinberlega né óopinberlega. Ég hef svo sem tekið eftir því áður, að þeim sem rita Fréttablaðið er ekkert sérlega umhugað um að takmarka skrif sín við staðreyndir. Ef til vill telja þeir að í því efni helgi tilgangurinn meðalið. Ég get hins vegar ekki setið undir því þegjandi þegar um mig eru sögð ósannindi. 11.9 2004 Ragnar Árnason prófessor. Fréttablaðinu þykir leitt að nafn Ragnars Árnasonar hafi verið dreg- ið inn í frétt vegna mistaka. Frétta- blaðinu leiðist tilhæfulausar og fullkomlega rangar ásakanir Ragn- ars í garð blaðsins og starfsmanna þess. Ritstj. Sauðfé leitar til byggða: Vegalömb í umferðinni LÖGREGLUMÁL Nú er mikið af sauðfé í nágrenni vega og skapast af því aukin hætta á umferðaróhöppum. Keyrt var á lamb í Norðurárdal aðfaranótt laugardags. Bíllinn er ökufær þrátt fyrir skemmdir. Ekið var á tvær kindur á Norðurlands- vegi við brúna yfir Norðurá í fyrra- kvöld. Bíllinn skemmdist nokkuð en ökumaður og farþegar sluppu ómeidd. Sauðféð sem við sögu kom í þessum tveimur óhöppum drapst. Nú standa réttir yfir um allt land og að auki virðist féð sækja aftur niður til byggða og kemur þá gjarna niður á vegina. Lögreglan vill beina því til ökumanna að sýna sérstaka aðgát, einkum í myrkri og slæmu skyggni. ■ Danmörk: Mörg vítamín skaðleg HEILBRIGÐI Of mörg vítamín geta skaðað heilsuna og því vilja Danir, sem hert hafa reglur um vítamín og fæðubótarefni í matvælum til muna, að aðrar þjóðir Evrópu fylgi þeim reglum sem þeir hafa sjálfir sett. Eru lögin afar ströng og er sem dæmi óheimilt að selja vörur þar í landi sem gefa sig út fyrir að vera sérstaklega hollar. Þannig er sem dæmi óheimilt að selja svo- kallaða multi-vítamíndrykki enda kveða reglur á um að hvergi á vöru megi koma fram magn vítamína nema í innihaldslýsingum. Hérlendis eru slíkir drykkir fáanlegir víða. ■ Á þessum árstíma sækja kindur niður til byggða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.