Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 8
Óeirð í ráðhúsi Einhver óeirð virðist vera meðal æðstu embættismanna í ráðhúsi Reykjavíkur- borgar. Stutt er síðan Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður sagði upp störfum og réð sig til Orkuveitunnar. Helga Jóns- dóttir borgarritari, sem er staðgengill borgarstjóra, sótti um starf ráðuneytis- stjóra í félagsmálaráðu- neytinu en fékk ekki og ætlar að kæra niðurstöðuna til um- boðsmanns Alþingis. Sigurður Snævarr borgar- hagfræðingur, sem að- eins er búinn að vera í stuttan tíma í ráðhús- inu, sótti líka um og er eins og Helga ósáttur. Sú spurning vaknar hvað það er í ráðhúsinu sem veldur því að vel laun- aðir og valdamiklir embættismenn kjósa að leita eftir störfum annars staðar. Þarf raunar ekki embættismenn til því á dög- unum var upplýst að Árni Þór Sigurðs- son, hinn vinstri græni forseti borgar- stjórnar, ætlar innan skamms að taka sér nokkurra mánaða frí frá störfum. Ætlar hann til Brussel, sem stundum er kölluð eftirlætisborg silkihúfanna, til að „skoða áhrif löggjafar Evrópusambandsins á sveitarfélög“ eins og það heitir. Við treystum því að þakklátir útsvarsgreið- endur fái að borga reikninginn. Slagur um embætti Þó að Páll Skúlason hyggist ekki láta af embætti háskólarektors fyrr en næsta sumar er slagurinn um eftirmann hans þegar hafinn. Einn prófessor, Ágúst Einarsson, hefur þegar gefið formlega kost á sér. Kunnugir telja að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn fljótlega og að þar á meðal verði konur. Finnst líklega mörgum tími til kominn að kona gegni þessari virðingar- og valdastöðu. Rektorsembættið er ekki eina feita embættið sem er í brennidepli þessa dagana. Beðið er eftir umsögn Hæsta- réttar um umsækjendur um dómara- embætti. Líklegt er að heitt verði í kolunum í sambandi við þá embættis- veitingu hvernig sem mál skipast. Þá er Þorgerður Katrín menntamálaráðherra að velta fyrir sér hvern hún á að skipa í embætti þjóðleikhússtjóra og er búist við niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Gríski heimspekingurinn Platón lagði Sókratesi í munn orðin: „Það hef ég oft undrast, Aþenu- menn, að þér eruð skynsömustu menn, þegar ég tala við yður hvern um sig, en þegar þér komið allir saman, hagið þér yður eins og fáráðlingar“. Vel má vera að höfundur Laxdælu hafi lesið Platón og hagnýtt sér hugsunina – með öfugum for- merkjum. Hann lætur Ólaf pá segja: „Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman“. Upp úr þessum orðum og öðru efni spann Sigurður Nordal hina frægu og listilega sömdu ritgerð sína „Samlagningu“ sem birtist í tímaritinu Vöku 1927 og var í eina tíð skyldulesefni í skólum landsins. Sigurður setti fram þá kenningu að lögmál samlagningarinnar, svo mikil- vægt sem það væri í reikningi og raunvísindum, gilti ekki á sviði mannlegra vitsmuna. „Þar eru 2 og 2 oft jafnvel ekki = 1,“ skrifaði hann. Af þessu dró hann víðtækar ályktanir um verkefni íslenskrar þjóðar. „Ekkert getur gefið oss gildi nema rækt við einstaklingana. En ef veldi vitsins fer sívaxandi í hlutfalli við veldi líkamskrafta, héðan af eins og hingað til, þá vex að því skapi von smárra menningar- þjóða að láta til sín taka. Hún er reist á því einfalda lögmáli, að á sviði vitsmuna eru tveir og tveir ekki fjórir. Þar verða herskarar miðlunganna að lúta í lægra haldi fyrir einum manni full- gildum“. Ritgerð Sigurðar kemur upp í hugann í tilefni af útkomu einkar áhugaverðrar bókar eftir Bandaríkjamanninn James Surowiecki, sem þekktur er fyrir regluleg skrif um efnahags- mál í vikuritið New Yorker; heit- ir hún The Wisdom of Crowds, með undirtitilinn Why the Many Are Smarter Than the Few and How Collective Wisdom Shapes Business, Economies, Societies, and Nations, og virðist í fljótu bragði hafa endaskipti á kenn- ingunni um samlagningu vits- muna. Leiðir höfundurinn rök að því að oft búi hópur manna, múgur, yfir meiri þekkingu og gáfum en fróðasti og gáfaðasti einstaklingurinn í hópnum. Bók Surowiecki er uppfull af dæmum um múgvit og frásögn- um af rannsóknum á því sviði fyrr og síðar, ekki síst í banda- rískum háskólum. Er margt af því þess eðlis að ekki verða bornar brigður á niður- stöðurnar. Þegar hópur fólks er til dæmis beðinn að giska á fjöl- da kúlna í stóru glerhylki verð- ur niðurstaðan af samlagningu svaranna, meðaltalinu, jafnan réttari en tilgátur einstakra manna. Athuganir sem gerðar hafa verið á hinum frægu al- þjóðlegu sjónvarpsþáttum Viltu vinna milljón? sýna að salurinn gefur rétt svör í 91% tilvika en hlutfallið er 65% þegar hringt er í fróðan einstakling úti í bæ. Raunar hafa menn fyrir löngu áttað sig á og hagnýtt sér gildi samlagningarinnar þegar vitsmunir og þekking eiga í hlut. Dæmi um það eru spá- markaðir af ýmsu tagi. Háskól- inn í Iowa hefur í hálfan annan áratug starfrækt veðmarkað sem gefur þátttakendum kost á að veðja um úrslit forsetakosn- inga vestanhafs. Í öll skiptin hafa skekkjumörk verið að með- altali um 1.5% sem er mun betri árangur en í skoðanakönnunum Gallups þar sem skekkjan hefur verið 2,1%. Ekki furða að slíkir markaðir spretti nú upp á net- inu eins og gorkúlur á haugi. Má segja að vinsælasta leitarvélin á vefnum, Google, sé byggð á múgviti. Hún finnur efnið sem við erum að leita að með því að leggja saman óskir netverja og raða niðurstöðum upp á þeim grundvelli. Bandaríska varnar- málaráðuneytið hugðist í fyrra- sumar notfæra sér þessi vísindi og búa til spámarkað um hryðjuverk en varð að falla frá þeim fyrirætlunum, ekki vegna þess að hugsunin væri í sjálfu sér dregin í efa heldur vegna almennrar siðferðilegrar hneykslunar á framtakinu. Surowiecki kemst svo að orði í bók sinni: „Við réttar aðstæður er hópur fólks ótrúlega gáfaður, og oft gáfaðri en gáfaðasti ein- staklingurinn í hópnum.“ Hann segir að oft geti verið skynsam- legra að byggja á múgviti en mannviti einstakra persóna. Þetta er svo ögrandi kenning að ekki er nema eðlilegt að ýmsum verði orðfall í fyrstu. Upp í hug- ann koma ótal dæmi um hið gagnstæða; er ekki veraldarsag- an öðrum þræði sagan um þá ógæfu sem ósjálfstæð hugsun einstaklinga, sem birtist í múg- hyggju og múgæði, hefur valdið? Um miðja nítjándu öld skrifaði Charles MacKay bókina Extraordinary Popular Delusions & the Madness of Crowds þar sem hann rekur kerfisbundið sögu óra og ímynd- ana mannkyns. En þegar nánar er aðgætt er ekki ginnungagap á milli MacKay og Surowiecki. Hinn síðarnefndi setur ýmsa fyrirvara á kenningu sína um múgvitið. Það er ekki sama hvernig hópur er samansettur ef hann á að ná meiri árangri en einstakir menn. Hann verður að vera fjölskrúðugur með þeim hætti að þekking og vit komi úr ólíkum áttum og vitneskjan verður að finna sér farveg sem kemur í veg fyrir að einn api eftir öðrum því það er ávísun á ranga útkomu. Takmörk kenn- ingarinnar eru Surowiecki að sjálfsögðu ljós. Þau má sjá af einföldu dæmi sem hagfræðing- urinn John Kay nefnir í um- fjöllun um þetta efni í Financial Times á dögunum: „Þegar ég flýg í háloftunum treysti ég frekar á þekkingu flugmann- anna en samanlagt vit farþeg- anna“. Sama má segja um dóm læknisins á sjúkrahúsinu; við teljum víst öll skynsamlegra að byggja sjúkdómsgreiningu á sérþekkingu hans frekar en samanlögðu viti sjúklinganna í kringum hann. Segja má að múgvit í skilningi Surowiecki (en ekki MacKay) birtist hvergi betur en í frjálsu markaðskerfi og skýri hvernig það starfar og hvers vegna það hefur yfirburði yfir miðstjórnarskipulag eins og reynt hefur verið með rauna- legum afleiðingum í sósíalísk- um ríkjum. Enginn einn maður eða eitt stjórnvald getur búið yfir þeirri þekkingu sem þarf til að uppfylla þarfir manna og óskir. Það gerist aðeins í víxl- verkan ólíkrar og dreifðrar þekkingar. Þegar að er gáð er kannski ekki eðlismunur á hugsun Surowieckis og Sigurðar Nordal í „Samlagningu“, heldur hafa þeir ólíkar áherslur og taka viðfangsefnið ólíkum tökum. Enda segir Sigurður í ritgerð- inni: „Enginn mun geta neitað því, að mikill mannfjöldi hljóti að öllu saman töldu að hafa meira vit, meiri reynslu og þekkingu en hver einstaklingur sem vera skal.“ Og hann bætti við: „Gallinn er aðeins sá, að vér kunnum engin ráð til þess að leggja þessa hluti saman. Þeir hlíta ekki þeim lögum.“ Þetta síðarnefnda hefur ekki reynst alveg rétt eins og dæmin frá salviti spurningaþáttanna og árangri markaðanna sanna. ■ H ver einasta manneskja glímir við breyskleika ígegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessiglíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljóna króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbygg- ingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlits- skylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrver- andi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefði getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dóm- urinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðis- skyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauð- synlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra. ■ 12. september 2004 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Fyrrverandi aðalgjaldkeri kvaddi sér hljóðs: Sekt og ábyrgð Af mannviti og múgviti FRÁ DEGI TIL DAGS Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA GNF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 8. hver vinnur. XXXx Vinningar eru:• Miðar á myndina• DVD myndir• Margt fleira. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina! gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SUNNUDAGSBRÉF GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Enginn einn maður eða eitt stjórnvald getur búið yfir þeirri þekk- ingu sem þarf til að uppfylla þarfir manna og óskir. Það gerist aðeins í víxlverkan ólíkrar og dreifðrar þekkingar. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.