Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 12. september 2004 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextir Engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H i m i n n o g h a f www.frjalsi. is Bjarni Ármannsson: Þarf meiri samþjöppun VIÐSKIPTI Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var mjög ánægður með ráðstefnuna á mið- vikudag. Hann segir að Íslands- banki bjóði upp á ýmsar vörur og þjónustu sem gagnast geti sjávarút- vegsfyrirtækjum víða um lönd. „Markmið Íslandsbanka er að vera leiðandi í fjármálaþjónustu fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi; bæði í framleiðslu og markaðssetningu. Okkur fannst mikilvægt að leiða aðila í þessum iðnaði saman til að ræða um þróun greinarinnar í heiminum og þá sérstaklega um það hvernig hægt sé að ná aukinni arð- semi í greininni og stuðla að bættri markaðsstöðu sjávarfangs í sam- keppni við aðra matvöru í heimin- um,“ segir Bjarni. Hann segir það áhugavert að fyrirlesarar hafi verið nokkuð sammála um hver þróunin í grein- inni komi til með að vera. „Ein megin niðurstaða ráðstefn- unnar er að það er nauðsyn á auk- inni samþjöppun á ákveðnum sviðum í greininni. Þetta er ekki síst vegna þess að kaupendahópur- inn er stöðugt að styrkjast. Sömu- leiðis er nauðsyn á leiðtogum til að keyra slíkt samþjöppunarferli áfram,“ segir hann. ■ BJARNI ÁRMANNSSON Forstjóri Íslandsbanka fjallaði um mikil- vægi aukinnar samþjöppunar í erindi sínu á Akureyri. Kjell Inge Rökke: Pólitíkin mikilvæg VIÐSKIPTI Kjell Inge Rökke er einn þekktasti sjávarútvegsjöfur heims og var meðal ráðstefnugesta á Akureyri. Í samtali við Fréttablaðið að ráðstefnu Íslandsbanka lokinni sagði Rökke að í sjávarútvegi þurfi menn að vera mjög meðvitaðir um mikilvægi stjórnmálanna. „Það er ekki mikilvægasti þátturinn en það er mjög mikilvægt að vera meðvit- aður um landslag stjórnmálanna hvað fiskveiðar varðar,“ segir hann. Hann segir að áhrif stjórnmála- manna séu mikil meðal annars vegna pólitískra ákvarðana um leyfilega veiði og úthlutun veiðirétt- inda. „Það er því ekki nóg að reka gott fyrirtæki í sjávarútvegi og virða umhverfið heldur þarf að átta sig á því að auðlindin er í eigu almennings og er því háð stjórnmál- um,“ segir Rökke. Hann er því sáttur við að ákveðnar hindranir séu fyrir vexti sjávarútvegs- fyrirtækja í Noregi. Um íslenska fiskveiðikerfið segir Rökke hins vegar að þó hann þekki ekki til þess í smáatriðum virðist sér sem það gangi vel. „Sum bestu sjávarútvegsfyrirtæki heims eru hér á Íslandi og ekki bara fyrir- tækin heldur einnig fólkið sem vinnur í þessum geira á Íslandi,“ segir hann. ■ » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.