Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 30
22 12. september 2004 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Arsenal sýndi enn og aftur mátt sinn og megin en liðið bar sigurorð af Fulham á útivelli í gær en þá fóru fram átta leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það tók Arsenal góðan tíma að brjóta vörn Fulham á bak aftur en þegar það gerðist opnuðust flóðgátt- irnar. Það var Svíinn Freddie Ljungberg sem kom Arsenal yfir á 62. mínútu eftir frábæra sendingu frá Thierry Henry. Hann var svo aftur á ferðinni þremur mínútum síðar en í þetta sinn kom sending- in frá Dennis Bergkamp. Þriðja markið leit svo dagsins ljós á 71. mínútu og þar var að verki hinn frábæri Jose Antonio Reyes. Arsenal er því með fullt hús stiga og það virðist fátt geta stoppað þetta lið. Eiður Smári klúðraði góðu færi Chelsea tapaði hins vegar sínum fyrstu stigum á leiktíðinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Aston Villa á Villa Park. Leik- urinn var ágætur og í það heila frekar jafn. Liðin voru svipað mikið með boltann en færin voru reyndar ekkert alltof mörg. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í liði Chelsea þegar um hálftími var eftir af leiknum og hann fékk nokkuð gott færi á lokamínútunni en það var frekar þröngt og skot hans fór yfir. Fram- kvæmdastjóri Chelsea, Portúgal- inn Jose Mourinho, var afar ó- sáttur eftir leik og sendi dómara leiksins tóninn. „Við hefðum átt að fá vítaspyrnu þegar (Didier) Drogba var felldur og ég er sann- færður um að ef hér hefði verið um að ræða (Ruud Van) Nistelrooy eða (Thierry) Henry, hefði víti verið dæmt,“ sagði hundfúll Íslandsvinurinn, Jose Mourinho. United jöfnuðu á 90. mínútu Það gengur lítið hjá Man- chester United í upphafi þessarar leiktíðar og liðið uppskar aðeins jafntefli gegn Bolton á Reebok. Það var Argentínumaðurinn Gabriel Heinze sem kom Manchester United á bragðið í sínum fyrsta leik með félaginu með marki á 43. mínútu. Kevin Nolan jafnaði metin átta mínútum síðar en lokakaflinn var drama- tískur í meira lagi. Gamla brýnið Les Ferdinand virtist hafa tryggt Bolton sigurinn á 90. mínútu en David Bellion var ekki á því að samþykkja það og hann jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leik- tíma. Sir Alex Ferguson var að von- um ókátur með þessa niðurstöðu. „Leikmenn mínir eru að leggja verulega hart að sér en þeir eru ekki að njóta þess nægilega vel að spila fótbolta þessa dagana. Þeir gefast hins vegar aldrei upp og það er jákvætt, sagði Ferguson.“ Rekinn útaf fyrir að fagna Newcastle fékk Blackburn í heimsókn en bæði lið mættu til leiks framkvæmdastjóralaus. Graeme Souness er reyndar nýráðinn framkvæmdastjóri Newcastle en Blackburn hafði samið við félagið að Souness myndi ekki stjórna liðinu í þessum leik. 3-0 Sigur Newcastle var öruggur og sanngjarn. Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með nýliða WBA og Everton gerði góða ferð til Manchester og lagði City að velli, 0-1. Það var Ástralinn Tim Cahill sem skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en fékk síðan gula spjaldið fyrir að fagna aðeins of mikið. Það þýddi brottvísun því hann hafði fengið að líta það gula áður. Er þetta ekki einum of mikið af því góða? Það fannst Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóra Manchester City. „Þetta er alveg fáránlegt, að reka mann útaf fyrir að fagna, ha. Svona reglur gera fótboltanum ekki gott. Einhver náungi situr á skrifstofunni sinni í Sviss og býr til svona fáránlegar reglur. Ég vorkenni stráknum því þessi brottvísun var svo heimskuleg og tilgangslaus,“ sagði reiður Keegan. Middlesborough vann Birming- ham, 2-1, í hörkuleik og þá áttust við Portsmouth og Crystal Palace þar sem heimamenn unnu 3-1. sms@frettabladid.is LJUNBERG FAGNAR Svíinn Fredrick Ljungberg fagnar hér fyrsta marki Arsenal í 3–0 sigri á Fulham í gær einu af nítján mörkum ensku meistaranna í fyrstu fimm leikjunum. AP Enn og aftur Arsenal-sigur Englandsmeistararnir eru í ótrúlegu formi og eru með fullt hús stiga. Chelsea tapaði sínum fyrstu stigum og Manchester United er enn í vandræðum. ...minnstur í heimi 17. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í gær: Valur og Þróttur upp FÓTBOLTI Valsmenn og Þróttarar endurheimtu sætin sín í Landsbanka- deild karla á nýjan leik í gær þegar 17. umferð 1. deildar karla fór fram. Valsmenn voru svo gott sem komnir upp fyrir leikinn en tryggðu sætið endanlega sem og sigur í deildinni í annað sinn á þremur árum. Þróttarar kórónuðu ótrúlega endurkomu með sínum fimmta sigri í röð, nú 2–1 á Haukum. Það var Eysteinn Pétur Lárusson sem skoraði sigurmarkið á síðustu sekúnd- unum og tryggði félaginu úrvals- deildarsætið á nýjan leik. þróttur var aðeins með 11 stig eftir fyrri umferðina en hefur fengið 17 stig úr úr síðustu átta leikjum sínum. Þeir Matthías Guðmundsson, Stefán Helgi Jónsson, Hálfdán Gíslason og Jóhann Möller skoruðu mörkin í 0–4 sigri Vals á stjörnunni í Garðabæ en heimamenn eru í bullandi fallhættu í neðsta sæti þegar aðeins einn leikur er eftir. Það er enn mikil spenna í fallslagnum þar sem fjögur lið geta enn fallið, Stjarnan (-12), Njarðvík (- 8) og Haukar (0) eru öll með 18 stig (markatala innan sviga) og Völsungar eru með stigi meira eftir 2–1 sigur á Njarðvík í gær. Blikar unnu nágranna sína í HK, 5–1, í dag og gerðu endanlega út um vonir HK um sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn. Ragnar Gunnarsson skoraði þrjú fyrstu mörk Blika og Olgeir Sigurgeirsson hin tvö. ■ Fjögurra marka tap Valsstelpna í Evrópukeppninni í Svíþjóð: Eigum góðan möguleika HANDBOLTI Valsstelpur töp- uðu gegn sænska liðinu Önnered HK í Evrópu- keppni félagsliða í hand- knattleik í gærdag. Loka- tölur urðu 30-26 en leikur- inn fór fram í Gautaborg. Valsstelpur, sem eru ný- krýndir Reykjavíkur- meistarar, eiga því ágæt- an möguleika á að slá út þetta sænska lið. Valsstelpur lentu mest sex mörkum undir en voru síðan nálægt því að jafna metin í síðari hálfleik. Þær misstu síðan aðeins þráð- inn á lokakaflanum og fjögurra marka tap því staðreynd. Guðríður Guð- jónsdóttir, þjálfari Valsstelpna, var nokkuð sátt með úrslitin. „Við getum alveg slegið þetta lið út og við stefnum að sjálfsögðu að því. Þetta sænska lið er í svipuðum styrkleikaflokki og við en er nokkuð ólíkt okkur, þær eru stærri og sterk- ari en á móti kemur að við erum sneggri og hreyfan- legri.“ Árný Björg Ísberg var markahæst í Valsliðinu með 6 mörk og þær Ágústa Edda Björnsdótt- ir og Katrín Andrésdótt- ir skoruðu 4 mörk hvor. Berglind Íris Hansdóttir var hins vegar besti leik- maður Vals og varði 20 skot. Seinni leikur liðanna verður háður næstkomandi laug- ardag og fer hann fram í Valsheimilinu að Hlíðarenda. ■ ÚRSLIT GÆRDAGSINS: Aston Villa–Chelsea 0–0 Bolton–Man. Utd. 2–2 0–1 Heinze (44.), 1–1 Nolan (52.), 2–1 Ferdinand (90.), 2–2 Smith (90.) Fulham–Arsenal 0–3 0–1 Ljungberg (62.), 0–2 sjálfsmark (65.), 0–3 Reyes (71.). Liverpool–WBA 3–0 1–0 Gerrard (16.), 2–0 Finnan (42.), 3–0 Luis Garcia (60.). Man. City–Everton 0–1 0–1 Cahill (60.). Middlesbrough–Birmingham 2–1 1–0 Viduka (27.), 1–1 Heskey (42.), 2–1 Viduka (48.). Newcastle–Blackburn 3–0 1–0 sjálfsmark (9.), 2–0 Shearer (16.), 3–0 O´Brien (83.). Portsmouth–Crystal Palace 3–1 1–0 Fueller (3.), 1–1 Granville (43.), 2–1 Berger (47.), 3–1 sjálfmark (85.). LEIKUR DAGSINS Í DAG: Tottenham–Norwich Kl. 15.05 LEIKUR Á MORGUN: Charlton–Southampton Kl. 19.00 LEIKIR GÆRDAGSINS ENSKA ÚRVALSDEILDIN HETJA ÞRÓTTARA Mark Eysteins Lárussonar tryggði Þróttum sæti í efstu deild á nýjan leik. VARÐI VEL Berglind Íris Hansdóttir varði 20 skot gegn sænska liðinu Önnered í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.