Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 31
FÓTBOLTI FH gæti fagnað sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í dag en þá fer fram 17. og næst- síðasta umferðin í Lands- bankadeild karla í knatt- spyrnu. FH er með þriggja stiga forskot á ÍBV sem mætir Fylki í Eyjum. Vinni FH Fram og ÍBV tapar stigum gegn Fylki er titillinn FH-inga. Veik von Fylkismanna Reyndar eiga Fylkis- menn enn veika von um að hampa titlinum eftirsótta en þá þarf liðið að leggja ÍBV að velli og FH að tapa eða gera jafntefli gegn Fram. S í ð a n þ y r f t i a l l t a ð ganga upp hjá Árbæjar- liðinu í lokaumferð- inni. Á þessu má sjá að staða FH er afar vænleg og miðað við spilamennsku liðsins undan- farin misseri eru talsverðar líkur á að tit- illinn verði þeirra. Fyrir fimmtán árum síðan var FH- liðið í mjög s v i p a ð r i stöðu. Það gat tryggt sér titillinn á heimavelli í lokaumferð Íslands- mótsins árið 1989 með sigri á Fylki sem var þá svo gott sem fallið. FH tapaði hins vegar þeim leik, 1-2, og á sama tíma vann KA sigur á Keflavík á útivelli, 0-2, og stal hreinlega titlinum af FH á síðustu stundu. Það verður nú að segjast eins og er að lið FH í dag er mun sterkara en liðið 1989 og árangur FH í ár er ekki á neinn hátt tilvilj- unarkenndur eða markaður heppni. Þeir hafa leikið bestu knattspyrnuna og eru með breið- asta hópinn en nú mun þetta allt snúast um taugarnar. Þær brugð- ust fyrir fimmtán árum og spurn- ingin er hvort þær halda nú. Einnig þjálfari fyrir 15 árum Ólafur Jóhannesson er þjálfari FH og hann var einnig við stjórnvölinn árið 1989, kom reyndar víða við í millitíðinni. Hann vill því væntanlega ná loksins að kveða niður drauginn sem fylgt hefur knattspyrnuliði FH öll þessi ár. Á hinn bóginn eru and- stæðingar FH-inga, Framarar, oftast sterkastir á þessum tíma árs. Ár eftir ár hefur liðið bjargað sér frá falli í 1. deild á lokasprett- inum og það sama virðist ætla að vera uppi á teningnum nú. Eftir hræðilega byrjun og þjálfara- skipti hefur leið liðsins legið upp á við og þeir munu án alls vafa leggja allt í leikinn gegn FH. Baráttan á botninum er einnig grjóthörð og Víkingur og KA gætu fallið í dag. Ef Víkingar tapa gegn Skagamönnum og KA fyrir KR, Fram vinnur FH, og Grind- víkingar næla sér í stig gegn Kefl- víkingum, munu Víkingur og KA falla í 1. deild. Það getur margt gerst í þessari næstsíðustu um- ferð, úrslit geta ráðist á toppi og botni - en á hinn bóginn er mögu- leiki á því að spennan aukist enn- frekar og að allt ráðist í lokaum- ferðinni. sms@frettabladid.is Draugurinn frá 1989 kveðinn niður? FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla í dag með sigri á Fram í Kaplakrika en þá þurfa Eyjamenn að tapa stigum gegn Fylki í Vestmannaeyjum SUNNUDAGUR 12. september 2004 23 Ungbarnasund Ungbarnasund er að hefjast í Árbæjarlaug á laugardögum kl. 09.00 og 09.40 Upplýsingar og skráning í síma: 510 7600 eða 866 0122 Sundskóli Ármanns HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Sunnudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  14.00 ÍBV og Fylkir mætast við Hástein í Landsbankadeild karla.  14.00 Víkingur og ÍA mætast á Víkingsvelli í Landsbankadeild.  14.00 Keflavík og Grindavík mætast á Keflavíkurvelli í Lands- bankadeild karla í knattspyrnu.  14.00 FH og Fram mætast á Kapla- krikavelli í Landsbankadeild karla.  14.00 KR og KA mætast á KR-velli í Landsbankadeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla 1 á RÚV. Beint frá kappakstrinum í Monza á Ítalíu.  13.20 UEFA Champions League á Sýn. Fréttir úr Meistaradeildinni.  13.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik FH og Fram í Kaplakrika.  14.00 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV. Mótið í Berlín.  16.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein´t frá leik Tottenham og Norwich í ensku úrvalsdeildinni.  16.15 European PGA Tour á Sýn.  17.20 World´s Strongest Man (Sterkasti maður heims) á Sýn.  18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Beint frá leik Sampdoria og Lazio.  20.20 Ameríski fótboltinn á Sýn. Beint frá leik San Francisco 49ers og Atlanta Falcons.  21.40 Helgarsportið á RÚV.  21.55 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt verður úr leikjum í 17. umferð Landsbankadeildar karla. Evrópukeppni karla í handbolta á Ásvöllum í gær: Tólf marka Haukasigur HANDBOLTI Svo auðveldur var sigur Hauka á belgíska liðinu Sportin Neerpelt að varla er hægt að segja að menn hafi svitnað. Jafn- ræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik og eftir tuttugu mín- útur var staðan 11–13 Haukum í vil. Þá settu þeir í fluggírinn og staðan í hálfleik var 12–22. Upprúllunin hélt áfram í síðari hálfleik og aðeins spurning hvað mörkin yrðu mörg. Ósanngjarnt er að setja út á lið Belganna. Þeir eru nánast byrj- endur í íþróttinni og þeim enginn greiði gerður að spila á móti sterku liði Haukanna. Í liðinu eru þó tveir leikmenn, Dobrzynski og Riske, sem kunna þó íþróttina enda settu þeir félagar samtals 18 mörk. Haukaliðið lék vel saman og greinilegt að menn klæjar í puttana eftir komandi tímabili. Þórir Ólafsson átti fínan leik fyrir Gaflara og gerði ellefu mörk. Þá stóðu Ásgeir Örn og Andri Stefan sig vel sem og Birkir Ívar í mark- inu. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka hafði þetta að segja eftir leikinn; ,,Ég er tiltölulega sáttur sókn- arlega við okkar leik. Við þurfum þó aðeins að laga okkar varnar- leik. Í byrjun leiks vorum við í smá vandræðum varnarlega en svo náðum við góðum leik og kláruðum þetta. Í seinni hálfleik gerðumst við of værukærir í vörninni og fengum of mörg mörk á okkur, sem ég er ekki alveg sátt- ur við. Við vissum ekkert um Belgana og renndum því alveg blint í sjóinn. Við vissum það þó að ef við myndum spila okkar leik þá myndum við klára þetta.“ ■ EITT AF 42 MÖRKUM HAUKA Gísli Jón Þórisson skorar hér eitt af 42 mörkum Hauka í tólf marka sigri á belgíska liðinu Sportin Neerpelt í forkeppni meistaradeildar Evrópu á Ásvöllum í gær. Haukar spila aftur við Belgana í kvöld. Fréttablaðið/Palli ÞJÁLFAÐI LÍKA 1989 Ólafur Jóhannsson var einnig þjálfari FH-liðsins árið 1989. Formúla 1 á Ítalíu: Barrichello á ráspólnum FORMÚLA Það verður Brasilíumað- urinn, hjá ítalska liðinu Ferrari, Rubens Barrichello, sem verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Monza á Ítalíu og er það gleðiefni fyrir íbúana. Kólumbíumaðurinn, Juan Pablo Montoya, á Williams-BMW, kemur þar á eftir en heimsmeist- arinn þýski, Michael Schumacher, á sínum Ferrarifák, verður í þriðja sætinu. Fernando Alonso á Renault er fjórði og hinn knái Japani,Takumo Sato, kemur þar á eftir á BAR-Honda bíl sínum. Félagi hans, Jenson Button varð sjötti. Engin spenna er í Formúlunni, Schumacher orðinn heimsmeistari ökuþóra og Ferrari sigurvegari í keppni bílsmiða og yfirburðirnir eru búnir að vera afar miklir. ■ MÖRK HAUKA: Þórir Ólafsson 11 mörk, 3 víti. Ásgeir Örn Hallgrímsson 7 mörk Jón Karl Björnsson 6 mörk, 2 úr víti. Andri Stefan Guðrúnarson 5 mörk Gísli Jón Þórisson 4 mörk Vignir Svavarsson 3 mörk Pétur Magnússon 2 mörk Gunnar Ingi Jóhannsson, 1 mark Pétur Þorláksson 1 mark Vigfús Gunnarsson 1 mark Halldór Ingólfsson 1 mark.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.