Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 38
30 12. september 2004 SUNNUDAGUR „Þegar við gefum út diska, erum við ekki bara að hugsa um ís- lenskan markað, heldur hugsum við útgáfuna í stærra sam- hengi,“ segir Lárus Jóhannesson hjá 12 tónum við Skólavörðu- stíginn. Auk þess sem 12 tónar er tónlistarverslun á breiðum grundvelli hefur fyrirtækið snú- ið sér að tónlistarútgáfu, dreif- ingu og markaðssetningu. „Stefnan hjá okkur eru ungir listamenn sem við höfum mikla trú á og við ætlum að reyna að koma á framfæri erlendis. Síðan eru þarna titlar í bland sem eru ætlaðir fyrir innanlandsmarkað, eins og tónlistin úr Piaf og jóla- plata með Diddú. Þá eru það verkefni sem manni líst svo vel á að maður slær til.“ Nú þegar er búið að gefa út fjórar af tíu útgáfum ársins. Tónlist Slowblow úr kvikmynd Dags Kára, Nóa Albínóa, Trabant á Bessastöðum og Brúð- arbandið. Nýjasta platan er svo tónlist Jóhanns Jóhannssonar úr Dís. Væntanleg fyrir jól er ný plata Eivöru Pálsdóttur en 12 Tónar gáfu út fyrstu plötuna hennar í fyrra. „Eivör er drottn- ingin okkar sem við köllum The Diva of the North,“ segir Lárus. „Hún er ótrúlegur listamaður og það er alveg undir henni sjálfri komið hvert hún vill fara með sinn ferill. Flestir sem heyra í henni eru gersamlega dolfallnir. „Síðan gefum við út plötu með nítján ára strák sem heitir Þórir Georg Jónsson. Hann er söngva- og lagasmiður af guðs náð og tónlist hans minnir á meistarara á borð við Nick Dra- ke, Elliott Smith og Will Old- ham. Mugison, eða Örn Elías Guð- mundsson, sló eftirminnilega í gegn í fyrra með plötunni Lonely Mountain. Núna er að koma út platan Næsland, með tónlist sem hann samdi fyrir nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs, sem og sólóplata sem kemur út um mánaðamótin október/nóv- ember. Þeir sem hafa heyrt það sem Muggi er að matreiða núna eru sammála um að hér sé mikið meistaraverk í undirbúningi.“ Lárus segir 12 tóna reyna að gera langtímasamninga við þá tónlistarmenn sem þeir gefa út, sem byggist á því að fyrirtækið reyni að sækja á markaði er- lendis með allar plöturnar. Hann segir þó misjafnan áhuga er- lendis á þeim plötum sem fyrir- tækið gefur út. „Við erum nú þegar að vinna úr tilboðum í tónlist Jóhanns Jóhannssonar, frá Bandaríkjunum. Um næstu mánaðamót erum við síðan á leiðinni til London til þess að kynna útgáfuna okkar - og lista- mennina sem við erum með innanborðs.“ Auk þessa sjá 12 tónar um dreifingu á annarri plötu rokk- aranna í Singapore Sling, Lofts- sögu Harðar Torfasonar, Úr seg- ulbandasafninu með Spöðum, plötu með Jóel Pálssyni og Eyþóri Gunnarssyni, auk fyrstu sólóplötu Hilmars Garðarsson- ar. Einnig eru væntanlegar ný plata frá Hudson Wayne og það besta frá Sigríði Níelsdóttur sem hefur gefið út tæplega 40 plötur á undanförnum árum. ■ ÚTGÁFA 12 TÓNAR ■ gefa út 10 plötur á árinu BRÚÐARBANDIÐ Kvennarokksveitin sem fer sínar eigin leiðir. ■ LEIÐRÉTTING FERÐAKLÚBBUR ELDRI BORGARA Haustlitaferð í Borgarfjörð laugardaginn 18. sept. Ekið verður um Svínadal, Skorradal, í Reykholt og Þverárhlíð. Matur og dansleikur ásamt skemmtiatriðum í Munaðarnesi. Skráning er hafin í s. 892-3011 Vinsamlegast greiðið fargjald fyrir 15.sept. Allir eldri borgarar velkomnir. ...20 Gbyte Reykjavík - á fleygiferð til framtíðar Sýning um hvernig Reykjavík breyttist úr sveit í borg Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Rvk. Opin kl. 13-17 - ókeypis aðgangur Hvernig ertu núna? Góður. Hæð: 174. Augnlitur: Blár. Starf: Veitingamaður. Stjörnumerki: Vatnsberi. Hjúskaparstaða: Giftur. Hvaðan ertu? Fæddur á Laugavegi 69, alinn upp í Kópavogi. Helsta afrek: Engin. Helstu veikleikar: Alltof margir til að hægt sé að telja þá upp. Helstu kostir: Gamansamur. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Fréttir. Uppáhaldsmatur: Soðinn fiskur með Vestfirðingi. Uppáhaldsveitingastaður: Alltof margir. Uppáhaldsborg: Las Vegas. Uppáhaldsíþróttafélag: HK. Mestu vonbrigði lífsins: Að horfa á eftir ættingja eða vini. Hobbý: Lykta af viskýinu mínu. Viltu vinna milljón? Hver vill það ekki? Jeppi eða sportbíll: Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sjómaður. Skelfilegasta lífsreynslan: Held henni fyrir mig. Hver er fyndnastur? Dóttursonur minn Ásgeir Þór. Hver er kynþokkafyllst? Frúin. Trúir þú á drauga?Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Köttur konunnar minnar. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Býfluga. Áttu gæludýr? Kött. Hvar líður þér best? Heima. Besta kvikmynd í heimi: Zorba the Greek. Besta bók í heimi: Biblían. Næst á dagskrá: Sjá Dýrin í Hálsaskógi. Arnar Björnsson, íþróttafrétta-maður á Sýn, kenndi Lothar Mätthaus, þjálfara ungverska lands- liðsins, eitt og annað í knattfræðum þegar þeir fylgdust með leik U-21 árs liðs Íslands og Ungverjalands á Dunaujvaros-vellinum rétt fyrir utan Búdapest á þriðjudag. Matthäus, sem er einn frægasti knattspyrnu- maður heims og var um árabil fyrirliði þýska landsliðsins, var ósammála Húsvík- ingnum knáa þegar Gunnar Þór Gunn- arsson, varnar- maður Íslands, fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum á aðeins tveimur mínútum. Arnar hrópaði: „Skandall“ þegar dómarinn vísaði Gunnari Þór í sturtu en Matthäus tók upp hanskann fyrir dómarann. Arnar, sem áttaði sig ekki í fyrstu hver bar upp andmæli, sneri sér við og út- skýrði mál sitt frekar. Sagði að fyrra gula spjaldið sem Gunnar Þór fékk að líta hefði verið vitlaus dómur og þótt Íslendingurinn ungi hefði átt seinna spjaldið skilið væri það ansi hart að reka hann út af. Matthäus stóð fastur á sínu en þegar Húsvík- ingurinn skeleggi hafði útskýrt mál sitt enn frekar lét þjálfarinn undan og viðurkenndi að dómarinn hefði frekar átt að veita Gunnari Þór loka- aðvörun. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Í Súðavík William Demant Invest A/S Svartur á leik FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrir mistök birtist röng teikning með viðtali við rithöfundinn Stefán Mána í gær. Fram hefði átt að koma að Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir gaf blaðinu góðfúslegt leyfi til að not- ast við myndir hennar. Fréttablaðið biður Höllu Sólveigu og lesendur velvirðingar á þessum mistökum. Erum að byggja upp vopnabúr BAKHLIÐIN Á ÁSGEIRI DAVÍÐSSYNI, EIGANDA GOLDFINGER Las Vegas í uppáhaldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.