Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 1

Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM NOKKUR VINDUR OG VÍÐA VÆTA Austlæg átt og úrkoma um landið sunnan- og vestanvert. Hitinn á bilinu 8-13 stig. Sjá nánar á bls. 6 17. september 2004 – 254. tölublað – 4. árgangur VIÐRÆÐUR Á VILLIGÖTUM Sveitarstjórar gagnrýna samn- ingatækni kenn- ara og launa- nefndar. Þeir segja kjaravið- ræðurnar ekki í takt við nútíma- viðræður. Þær séu í vítahring. Sjá síðu 4 NÝR RITSTJÓRI Kári Jónasson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og tekur til starfa 1. nóvember. Hann hefur starfað í 42 ár við fjölmiðlun. Sjá síðu 2 AUKNAR TEKJUR Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa aukist um milljarð fyrri hluta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Aukin neysla skýrir aukninguna. Sjá síðu 6 FAÐERNI LEIÐRÉTT Faðerni var nýver- ið leiðrétt í þjóðskrá, rúmum fimm áratug- um eftir að dómur um það gekk í Saka- dómi Reykjavíkur. Leita varð til Þjóðskjala- safnsins. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 42 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Allt landið Me›allestur 69% 51% Fréttablaðið Morgunblaðið Allir Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 Helgi Guðmundsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Eldar ljúffenga lifur ● matur ● tilboð nr. 37 2004 Í HVERRI VIKU heilabrot bækur fólk þjóðbúningar matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 17 . - 23 . s ep tem be r + Reykjavík 5 Lopapeysur Þráinn Steinsson EINEGGJA TVÍBURAR bragð • fjölbreytni • orka grillaður kjúklingur caprese og Toppur 599 kr. nr. 37 2004 Alveg eins eða hvað: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Eineggja tvíburar segja frá birta ● þjóðbúningar ● sjónvarpsdagskrá KOSTIR OG GALLAR Sagnfræð- ingafélag Íslands boðar til fundar um meinta kosti og galla forsætisráðherra- bókarinnar nýju í Reykjavíkurakademí- unni, Hringbraut 121. Fundurinn hefst klukkan 12. Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR ÍRAK Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að borg- arastríð kunni að brjótast út í Írak fyrir árslok 2005. Þetta byggir ráð- ið á rannsókn stjórnmála, efnahags- og öryggismála í Írak. Ráðið segir þrjá möguleika fyrir hendi um þró- un mála í Írak og alla slæma. Bjartsýnasta spá ráðsins er sú að viðkvæmt jafnvægi muni ríkja í Írak. Önnur er að auknar árásir og upplausn í írösku þjóðfélagi dragi úr möguleikum á að byggja upp mið- stýrða landsstjórn og grafi undan lýð- ræðisþróun í landinu. Þriðja spáin er að ofbeldið versni enn og leiði til borgarastríðs. Ráðið vann rannsókn sína síðla sumars og var markmiðið að lýsa möguleikum á þróun mála fram til ársloka 2005, þegar fyrirhugaðri hersetu Bandaríkjanna og banda- manna þeirra í Írak lýkur. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn kveðið upp úr með að innrásin í Írak hafi verið ólögleg. „Frá okkar sjónarhorni og út frá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna var innrásin ólögleg,“ sagði hann í viðtali við BBC. Ríkisstjórnir sem stóðu að inn- rásinni í Írak gáfu ekki mikið fyrir orð Annans. Bush sagðist myndu taka sömu ákvörðun nú ef hann þyrfti þess. „Öryggisráðið hafði samþykkt nokkrar ályktanir og ráð- gjöfin sem við fengum var sú að innrásin væri fullkomlega lögleg,“ sagði John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu. „Ummæli Annans koma okkur ekki á óvart. Þetta er það sem spænska stjórnin hefur sagt og ástæðan fyrir því að við kölluðum hermenn okkar heim frá Írak,“ sagði Javier Valenzuela, talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. Hvorki náðist í Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra né Dav- íð Oddsson utanríkisráðherra. brynjolfur@frettabladid.is Bush varaður við borgarastríði í Írak Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur dregið fram þrjá möguleika um framþróun í Írak, alla slæma. Kofi Annan hefur í fyrsta sinn sagt að innrásin í Írak hafi verið ólögleg. VIÐ BRUNNINN BÍL Bardagar hafa sjaldan verið harðari en undanfarna daga. „Frá okkar sjónarhorni var innrásin ólögleg. Óveðrið: Risatré fór í sundur VEÐUR Risavaxið tré í garði í Efstasundi 6 í Reykjavík bókstaf- lega kubbaðist í sundur í óveðrinu í fyrrinótt. Ekkert skemmdist þó þegar tréð slengdist til jarðar. Íbúi að Efstasundi 6 kvaðst hafa vaknað, ásamt barni sínu, um miðja nótt við mikla skruðn- inga. Taldi íbúinn að þeir væru af völdum óveðursins. Í gærmorgun kom hins vegar í ljós að lætin voru ekki einungis af völdum veðurs. Stórt tré í garðin- um hafði brotnað um miðjan stofn og lagðist hluti þess yfir inn- keyrsluna. Íbúinn kvaðst vera ný- fluttur þannig að hann vissi ekki hversu gamalt tréð væri. Það væri brotið í tvennt en héngi uppi á nokkrum tægjum í stofninum. Sjá nánar síður 8 og 14 RISATRÉ BROTNAÐI Tréð kubbaðist í sundur í miðju, eins og sjá má á myndinni. STJÓRNMÁL Sjálfstæðiskonur eru afar vonsviknar yfir því að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra hafi valið karlmann sem að- stoðarmann. Sigríður Anna hefur verið ötull talsmaður jafnréttis inn- an flokksins og hvatamaður fyrir aukinni samvinnu kvenna. Hún hef- ur lýst því yfir að hún sé ekki ánægð með stöðu kvenna innan flokksins. Fréttablaðið ræddi við fjölmarg- ar sjálfstæðiskonur í gær, sem lýstu yfir vonbrigðum með val Sig- ríðar Önnu. Þær treystu sér þó ekki til þess að koma fram undir nafni, heldur sögðust fyrst vilja ræða málið innan sinna raða. Sjálfstæðiskonur eru ekki sáttar við hve konum fækkaði í þing- flokknum eftir síðustu kosningar. Þær hafa haldið reglulega fundi þar sem ræddar hafa verið hugmyndir um hvernig bæta megi hlut kvenna í flokknum. Sigríður Anna hefur tekið virkan þátt í því starfi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra olli flokks- systrum sínum vonbrigðum þegar hún valdi karlmann sem aðstoðar- mann um síðustu áramót. Sjálf- stæðiskonur segja ákvörðun Sigríð- ar Önnu hafa magnað upp óánægj- una sem þá spratt upp. Þær segja að mikið sé af hæfum konum innan flokksins og að konur hafi staðið sig afskaplega vel sem aðstoðarmenn hingað til. Þær séu alveg jafnvígar í starfið og karlar. ■ Val umhverfisráðherra á aðstoðarmanni: Sjálfstæðiskonur ósáttar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.