Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 10
17. september 2004 FÖSTUDAGUR KÁRAHNJÚKAR Starfsmenn verk- takafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri undirbúa af kappi jarð- gangagerð vegna svokallaðrar Ufsarveitu Kárahnjúkavirkjunar. Markmiðið er að „komast ofan í jörðina“ áður en vetur sest að á há- lendinu eystra, að því er fram kem- ur á vefsíðu virkjunarinnar. Lokið er við að grafa lausan jarðveg frá væntanlegu inntaki ganganna og unnið að því að sprengja bergið og leggja veg að vinnusvæðinu. Arnarfell annast gerð jarðganga og inntaks í göng úr Ufsarlóni í Jökulsá í Fljótsdal ásamt því að leggja veg að Ufsarlóni og austur að Kelduá. ■ BARNSFAÐERNISMÁL „Ef áratuga- gamlar leiðréttingar á faðerni berast hér inn, þá er það nánast einsdæmi,“ sagði Sóley Ragnars- dóttir, lögfræðingur hjá Hagstofu Íslands, spurð um tíðni þess að leiðréttingar á faðerni bærust til þjóðskrár mörgum árum, og jafn- vel áratugum, eftir að dómur hefði gengið í barnsfaðernismáli. Tilefni fyrirspurnar Frétta- blaðsins er allsérstætt mál, sem varðar faðerni barns, sem ekki var leiðrétt í þjóðskrá fyrr en um það bil fimm áratugum eftir að dómur hafði gengið í því. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hófst málið árið 1946-1947, þegar kona ein, sem þá var búsett á landsbyggðinni, kenndi tiltekn- um manni barn sitt. Maðurinn gekkst við því í fyrstu en fékk síðan bakþanka um að hann ætti það. Hann greiddi aldrei meðlag og neitaði að hann væri faðir barnsins. Konan fór þá í barns- faðernismál við manninn, sem bjó í öðrum landshluta þegar hér var komið sögu. Málið var bæjar- þingsmál sem rekið var fyrir Sakadómi Reykjavíkur, sem þá var til húsa á Fríkirkjuvegi 11. Niðurstaðan varð sú að málið var afgreitt á aðalblóðflokkum eins og þá tíðkaðist og blóðsýni úr manninum útilokaði að hann gæti verið faðir barnsins. Málið var því fellt niður, eins og jafnframt tíðkaðist þá þegar blóðflokkur afsannaði faðerni. Í prestsbókinni í búsetuhéraði konunnar stóð þó áfram skráð staðhæfing hennar um að maður- inn tiltekni væri faðir barnsins. Hann var skráður faðir þess í þjóðskrá þegar hún var stofnsett árið 1952, nokkrum áður eftir fæðingu barnsins. Þar kom nú nýverið að maður- inn vildi leiðrétta þessa rangfeðr- un í þjóðskrá. Hann leitaði til lög- manns sem tók til við að afla nauðsynlegra gagna. Þar sem málið var komið svo til ára sinna fundust þau loks á þjóðskjalasafn- inu. Þjóðskrá Hagstofunnar brá við hart og gaf út nýtt fæðingar- vottorð fyrir barn konunnar, sem nú er ófeðrað. jss@frettabladid.is NORÐUR-KÓREA, AP Norður-Kóreu- menn segjast ekki til viðræðu um kjarnorkuáætlun sína fyrr en Suður-Kóreumenn hafi sagt allan sannleikann um leynileg- ar tilraunir sínar með kjarn- orku. Stefnt hafði verið að fundi sex ríkja í þessum mánuði þar sem fjalla átti um kjarnorku- vopnaáætlun norður-kóreskra stjórnvalda. Fundaráformin eru í uppnámi eftir að upp komst að Suður-Kóreustjórn hafði gert til- raunir með plútóníum fyrir rúm- um tveimur áratugum og að hún hafði reynt að auðga úraníum fyrir tveimur árum. Stjórnvöld segjast ekki ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum. ■ SKIPIN STÓR OG SMÁ LÁGU BUNDIN VIÐ BRYGGJU Í ÓVEÐRINU Í GÆR. Hafnarstjórinn í Reykavík sendi í gærmorgun frá sér tilkynningu þar sem eigendur báta í Reykjavíkurhöfn voru beðnir að koma og huga að því að þeir væru vel festir og allt í lagi með þá eftir storminn sem gekk yfir í fyrrinótt og í gærmorgun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KJARNORKAN KYNNT Suður-kóreskur námsmaður gengur fram- hjá teikningu af kjarnaofni. Norður-Kóreustjórn: Neita viðræðum um kjarnorkumál Faðernið leiðrétt eftir fimm áratugi Faðerni barns var nýverið leiðrétt í þjóðskrá, rúmum fimm áratugum eftir að dómur um það gekk í Sakadómi Reykjavíkur. Leita varð til þjóð- skjalasafnsins til að fá gögn sem sýndu að barnið væri ekki rétt feðrað. JARÐGÖNG Borað er í berg við inntak jarðganganna, sem ætlunin er að koma vel af stað fyrir veturinn. Kárahnjúkar: Í kapphlaupi við veturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.