Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 14
VEÐUR Sjónarvottar sögðu ótrú- legt hafa verið að sjá afleiðingar veðurhamsins í Freysnesi í Öræf- um þar sem þak fauk af einni álmu Hótels Skaftafells um klukkan fimm í gærmorgun. Auk skemmd- a sem urðu á húseignum fauk mal- bik af vegi við Svínafellsá. Björg- unarsveitir á Suðurlandi, höfuð- borgarsvæðinu og víðar höfðu ein- nig nóg að gera undir morgun og fram undir hádegi í gær við að festa þakplötur og aðstoða fólk vegna veðursins. Þak fauk af 12 herbergjum í Hótel Skaftafelli og var fólk í þeim öllum. Anna María Ragnars- dóttir, hótelstýra og -eigandi, segir þó engan hafa meiðst í óveðrinu en eðlilega hafi öllum brugðið mjög mikið. „Það varð engum svefn- samt hér,“ sagði hún og taldi að þarna hafi veðurhæðin jafnast á við fellibylji sem þekkist nær mið- baug. „Það mældist 50 metra vind- hraði á sekúndu í hviðum hér rétt fyrir austan okkur í Sandfelli.“ Sigurður Gunnarsson á Hnappavöllum í Björgunarsveit- inni Kára í Öræfum var kallaður út skömmu eftir klukkan sex um morguninn til að ferja erlent ferðafólk frá hótelinu yfir í þjón- ustumiðstöðina í Skaftafelli. Sveit- in hefur yfir að ráða Benz Unimog bryndreka, sem er um 10 tonn að þyngd og haggast varla í verstu vindhviðum. „Þetta var víst aðal- lega einn hvellur sem allt splundraðist í. Fólkið sat svo nátt- úrulega hrætt niðri í stofu í kjall- aranum,“ sagði Sigurður, en hann fór þrjár ferðir yfir í þjónustumið- stöðina með fólkið og tvær til við- bótar með farangur og fleira smá- legt til að hægt væri að gefa öllum að borða. Til stóð að björgunar- s v e i t a r m e n n hjálpuðu til við að hreinsa upp brak eftir að matsmenn tryggingafélags lykju störfum seinni partinn. Anna María segir skemmdir á hótelinu mjög miklar. Þakið hafi splundrast og liggi á víð og dreif um svæðið. Þá brotnuðu rúður, klæðning skemmdist og önnur álma hótels- ins færðist til á grunni sínum. „Þegar svona þak fer af stað skemmir það svo mikið vegna foksins, það varð alveg svakalega hvasst hérna. Við munum ekki eft- ir öðru eins veðri,“ sagði hún. Við tekur hreinsun og svo uppbygging og taldi Anna að loka þyrfti hótel- inu í einhverja daga á meðan. Hún segir að um töluvert fjárhagslegt áfall sé að ræða enda rekstur í ful- lum gangi á hótelinu. „Við erum með bókað dagana sem framundan eru og svo verða svona skemmdir auðvitað aldrei bættar að fullu. Svo sjáum við fram á ansi margar vinnustundir, sem við töldum okk- ur eiga að baki þegar við höfðum byggt upp hótelið,“ sagði hún, en fyrsta álman í Hótel Skaftafelli var opnuð árið 1989. Talið er að álman sem fauk ofan af hafi verið byggð árið 1986. „Fyrir mestu er að enginn slasaðist, en auðvitað er ömurlegt að sjá starf manns fara svona,“ sagði Anna María. Óli Þór Árnason, veðurfræðing- ur á Veðurstofu Íslands, segir heldur hvassara hafa orðið í mestu toppunum í veðrinu en hægt hafi verið að sjá fyrir í fljótu bragði, en Veðurstofan var- aði engu að síður við storminum og fólk var hvatt til að huga að lausamunum. „Spáin gekk samt eftir í meginatriðum. Við vorum að sjá tölur upp í 44 metra á sek- úndu í meðalvind og hviður upp í 54 metra á sekúndu, eins og á Stór- höfða,“ sagði hann og taldi að í svo miklum vindi væri tæpast hægt að reikna með öðru en að eitthvað kæmi upp á. „Þarna í Freysnesi var vindur um 32 metrar þegar hvassast var og vindhviðan fór 14 17. september 2004 FÖSTUDAGUR AFGANISTAN, AP Uppskerubrestur blasir við í Afganistan. Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna telur að milljónir Afgana þurfi á aðstoð að halda á næstu mánuðum ef ekki á illa að fara. Miklir þurrkar hafa verið í vest- ur- og suðurhluta landsins og í norð- urhlutanum hefur uppskeran ein- nig verið rýr. Á sumum svæðum hefur uppskeran algjörlega brugð- ist og segja starfsmenn hjálpar- stofnana að uppskeran geti orðið hin minnsta í sögu landsins ef ástandið lagist ekki. Hugsanlegt er að allt að sex milljónir Afgana þurfi að fá mat og aðra aðstoð utan frá. Ekki bætir úr skák að verð á hveiti hefur hækkað um 30 prósent á árinu en mjög tak- markaðar birgðir af því eru til í landinu. Fátækasta fólkið hefur því ekki efni á mat. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur þegar farið fram á rúmlega fimm milljarða króna að- stoð til þess að sjá þeim verst settu fyrir matvælum og heilbrigðis- aðstoð frá september til febrúar. Talsmenn stofnunarinnar segja að þó að þeir peningar fáist sé ekki einu sinni víst að það dugi til. ■ Mikil eyðilegging í öflugum stormi Þak fauk af hótelbyggingu í Freysnesi í Öræfum og klæðning flettist af nærliggjandi vegi. Flytja þurfti gesti burt af hótelinu og verður það lokað næstu daga. Björgunarsveitir höfðu í mörgu að snúast í gærmorgun. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Fólkið sat svo náttúrulega hrætt niðri í stofu í kjallaran- um. TÍU ÁREKSTRAR Tíu árekstrar urðu í Reykjavík á milli klukkan átta í gærmorgun til klukkan þrjú um daginn. Ekið var á hjól- reiðamann á aðrein frá Bústaða- vegi að Kringlumýrarbraut. Hjól- reiðamaðurinn slasaðist minni- háttar og ók ökumaður bifreiðar- innar honum sjálfur á slysadeild. SLUPPU ÓMEIDDIR Tveir Austur- ríkismenn sluppu ómeiddir eftir að bíll sem annar þeirra ók valt á Snæfellsnesi í gær. Bifreiðin var að koma af Vatnaleið og náði öku- maðurinn ekki beygjunni inn á Snæfellsnesveg. Að sögn lögreglu virðist vera að bílnum hafi einfald- lega verið ekið of hratt. Bíll inn var fluttur á brott með kranabíl. AFGANISTAN Hugsanlegt er að allt að sex milljónir Afgana þurfi að fá mat og aðra aðstoð utan frá. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur: Uppskerubrestur í Afganistan BAÐ TIL GUÐS OG LIFÐI Mynd af blóðugri hönd sem hélt á gylltum krossi var á forsíðum margra dagblaða daginn eftir að gíslatökunni í Beslan lauk. Myndin var af hönd hinnar fjórtán ára gömlu Viktoríu Ktsojevu, sem heilsast nú vel. Hún sagðist hafa beðið til guðs allan tímann meðan hún var í gíslingu. ÞAKIÐ FOKIÐ AF Þak fauk af 12 herbergjum í Hótel Skaftafelli í Freysnesi á Öræfum í gær. Vindhraði var mikill í Freysnesi, en talið er að í mestu hviðum hafi hann farið yfir 50 metra hraða á sekúndu. M YN D /S IG U RÐ U R AD O LF SS O N BÍ og sláturhús: Erfiðleikar í samskiptum LANDBÚNAÐUR Ekki hefur verið gengið frá samningi milli Bænda- samtaka Íslands og sláturleyfishafa að því er segir í Bændablaðinu. Þar kemur fram að ekki hafi verið lokið við að ganga frá samkomulagi um ráðstöfun peninga sem komi inn á nýhafinni sláturtíð og renna eiga til þjónustu og þróunarkostnaðar. Í leiðara Bændablaðsins segir að samskiptum bænda og slátur- húsa þurfi að koma í jákvæðan farveg og tryggja samstarf. Gagnrýnt er að einungis fáir full- trúar sláturleyfishafa mættu á fund sem Bændasamtökin boðuðu til að ræða sameiginleg málefni. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.