Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 28
Sólblómafræ eru uppfull af nauðsynlegum fitusýrum, próteini, trefjum og E-vítamíni. Auðvelt er að bæta þeim inn í daglega fæðu og er þau gjarnan að finna í brauði auk þess sem sól- blómaolía er mikið notuð til matargerðar. Sniðugt er að rista þau létt á pönnu og blanda í salöt eða hræra út í súpur. Bavaria Crown er nýkominn í kjarnasölu Vínbúða eftir að hafa fengist í stærstu Vínbúðunum til reynslu í aðeins tvo mánuði. Bjórinn er frá Bavaria- brugghúsinu í Hollandi sem er annað stærsta brugghús Hollendinga. Hin mikla velgengni Bavaria undanfarna mánuði bendir til þess að Bavaria- bjórinn hafi fallið að bragðlaukum Íslendinga. Bavaria Crown fæst í flestöllum Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þess má geta að Bavaria Crown er örlítið léttari og með færri hitaeiningar en Premium- bjórinn. Bavaria Crown er ódýrasti bjórinn í Vínbúðum og Bavaria Premi- um er ódýrasti 5% bjórinn. Bavaria Crown kostar 149 kr. í Vínbúðum og Bavaria Premium 169 kr. Bavaria Crown Hágæðabjór á góðu verði Nýtt í Vínbúðum Lambalifur Helga á Póstbarnum: Hollt og ljúffengt á nokkrum mínútum Helgi Guðmundsson, matreiðslu- maður og eigandi Póstbarsins, segist oft elda lambalifur fyrir sig og sína þó hann reki veitingastað þar sem aðaláherslan er á fisk. Hann leggur mikið upp úr holl- ustu og rak í þrjú ár hinn vinsæla Eikabar þar sem boðið var upp á grænmetisrétti og grænmetis- hlaðborð. Nú hefur Eikabar breyst í Póstbarinn, sem er matar- og vínstaður. „Fiskurinn er aðalatriði hjá okkur, en auðvitað erum við með grænmetisrétti, steikur, kjúklinga og núðlur, að ógleymdu fínu kaffi,“ segir Helgi. „Við vorum líka að taka í gagnið nýjan hádegisverðar- matseðil sem er með léttu austur- lensku ívafi. Um helgar er opið til þrjú hjá okkur og við viljum að fólk geti setið í rólegheitum í nota- legu umhverfi og talað saman án þess að ærast úr hávaða. Mér fannst alveg vanta þannig stað,“ segir Helgi. „En svo erum við með lifandi djass einu sinni í viku.“ Helgi hefur oft notað andalifur í réttinn sem hann gefur okkur uppskrift að, en segir ekkert síðra að nota lambalifur. Hann segist alltaf hreinsa lifrina vel og taka himnuna í burtu, en það sé þó ekki nauðsynlegt. „Ég sker lifrina í um það bil 80 gramma sneiðar, velti þeim upp úr hveiti og léttsteiki þær í smjör- líki. Þá bæti ég beikoni, sveppum og perlulauk út í og læt þetta brasast á pönnunni. Þegar blóðið er að koma upp úr lifrinni er rauð- víni bætt við og örlitlu vatni og lambakjötskrafti. Þá þykki ég með sósujafnara og læt malla í mínútu. Að lokum bæti ég smjör- inu út í. Þetta er einfalt og ákaf- lega ljúffengt. Með þessu ber ég fram nýjar soðnar kartöflur.“ edda@frettabladid.is Helgi Guðmundsson matreiðslumeistari töfrar fram freistandi lifrarrétt á nokkrum mínútum. Lambalifur með rauðvínssósu og nýjum soðnum kartöflum FYRIR FJÓRA 600 g lifur 100 g beikon 100 g af steiktum ferskum sveppum 100 g af heilum perlulauk 1 bolli rauðvín smjörlíki smjör Haustmatur: Járnrík lifur Lifur er sérlega hollur og næringarríkur matur og sneisafull af járni og A- vítamíni. Hitaeiningafjöldinn fer alveg eftir eldunaraðferðinni en lifrin er í sjálfu sér mjög fitusnauður matur. Þar að auki er lifrin ódýr og fljótlegt að matreiða hana þannig að úr verði herramanns- matur. Lifur má léttsteikja á pönnu, ofn- steikja heila, grilla í ofni eða á útigrilli, hakka hana og búa til buff eða lifrar- kæfu. Himnur og æðar eru hreinsaðar burt áður en lifrin er matreidd. Sumum þykir lifur best ef hún er látin liggja í mjólk í klukkutíma eða svo fyrir eldun, en það á að vera óþarfi. Lifrin er afar meyr, enda er þetta ekki vöðvi og inniheldur engan bindivef, en hún þolir hins vegar ofeldun illa. 1 gúrka salt 2 hvítlauksgeirar 1 1/2 tsk kummin (cumin) 1 dós (200 g) hreint skyr 1/2 dós hrein jógúrt nýmalaður pipar 2-3 msk. myntulauf, söxuð Gúrkan skorin í litla teninga og þeir settir í sigti. Salti stráð yfir og látið standa í 15-20 mínútur. Þá eru gúrkuteningarnir skolaðir í köldu, rennandi vatni og síðan látið renna vel af þeim á eldhúspappír eða viskastykki. Settir í skál. Hvítlaukurinn saxaður smátt og hrærður saman við ásamt kummini. Skyri og jógúrt hrært saman við og kryddað með pipar og ef til vill salti eftir smekk. Myntan söxuð eða skorin í ræmur og blandað saman við. Borið fram til dæmis með ýmsum indverskum eða öðrum sterkkrydduð- um mat. Gúrku-raita er gott meðlæti Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.