Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 29
3FÖSTUDAGUR 17. september 2004 Sigmundur og Berglind hafa 20 ára reynslu í að reka kaffibúð. Hér eru þau í þeirri nýjustu. Te og kaffi opnaði nýja kaffi- og tevöruverslun í Smáralindinni um síðustu helgi. Mikið var um dýrðir og brasilískir tónar hljóm- uðu í opnunarteitinu. Þarna er að sjálfsögðu mikið úrval kaffiteg- unda og tes og allir fylgihlutir tengdir þessum drykkjum, svo og gjafakörfur með góðu innihaldi til tækifærisgjafa. Einnig lítill kaffibar sem hægt er að tylla sér á eða grípa kaffi með sér. Eigend- urnir eru að sjálfsögðu te- og kaffihjónin Sigmundur Dýrfjörð og Berglind Guðbrandsdóttir, sem löngu er orðin þekkt fyrir sitt gæðakaffi sem þau selja bæði í pökkum og í fljótandi formi. Á dögunum opnuðu þau kaffihús á Laugavegi 25 og nú er það ný búð. Sigmundur var tek- inn tali og spurður um þessa út- þenslustefnu. „Við höfum rekið kaffihús í Smáralindinni frá opn- un hennar, á ganginum fyrir utan Debenhams. Verslunin er í hinum endanum, við hliðina á Og Voda- fone og beint á móti BT. Við höf- um fundið fyrir eftirspurn eftir okkar vörum í Smáralindinni. Við erum í Kringlunni, Suðurveri og á Laugaveginum en þetta var sjálfsögð viðbót til að auðvelda fólki að nálgast okkar vörur.“ Te og kaffi opnaði sína fyrstu kaffiverslun fyrir tuttugu árum á Barónsstíg 18 hér í borg. Árið 1986 flutti verslunin í bakhúsið á Laugavegi 24 og þar var opnaður fyrsti expressóbarinn á Íslandi. Sigmundur rifjar það upp. „Mokka var brautryðjandi í fram- leiðslu expressókaffis á Íslandi og Hornið númer tvö. En landinn var ekki mikið á þessari línu heldur drakk filterkaffi og enginn var með umboð fyrir expressóvélar. Ég sá auglýsingu í dönsku blaði frá ítölsku fyrirtæki sem seldi góðar vélar, labbaði mig inn á Póst og síma og pantaði eina slíka með telex. Hún kostaði svipað og nýr Lada fólksbíll þannig að þetta var heilmikil fjárfesting.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Undanfarin ár hafa ástralskir vínframleiðendur unnið markvisst að uppbyggingu vínframleiðslu í landinu. Þeir hafa verið óhræddir að fara nýjar leiðir í þeim efnun og unnið til margra verðlauna á alþjóðavettvangi. Vínfyrir- tækið Casella Estate, sem framleiðir Yellow Tail, var ný- lega valið vínútflytjandi ársins í Ástralíu. Vínið var upp- haflega framleitt fyrir Bandaríkjamarkað en mikil eftir- spurn var eftir víninu í Evrópu og því var það einnig sett á markað þar. Yellow Tail Merlot er frekar mjúkt vín með góðu jafnvægi. Vínið er með góðan ávöxt og jafnvel svo- lítið nammibragð af því! Verð í Vínbúðum 1.290 kr. Yellow Tail Merlot Vínútflytjandi ársins Vín vikunnar Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Hjörtu með rauðum chili og kókos Mér hefur alltaf þótt vel matreidd lambahjörtu vera fyrirtaksmatur; undirstöðumikill og blóðaukandi. Þessi matreiðsla er óhefðbundin, þar sem chilipiparinn bætir, styrkir og kætir en kókosið dregur hugann til fjarlægra stranda. Fituhreinsið hjörtun og skerið þau í frekar litla bita og steikið á pönnu í ca 3 mín. með lauknum og hvítlauknum. Setjið til hliðar. Steik- ið grænmetið, chili og engifer á pönnu í um 2 mín. Setjið þá hjörtun út í og steikið allt áfram. Bætið lárviðarlaufi, eplasafa og soyasósu út í og látið suðuna koma upp. Sjóðið kröftuglega í 2-3 mín. Lækkið þá hit- ann, setjið rjómann í og látið allt malla í ca 15-20 mín. Hrærið kókós- mjölinu út í og látið malla með seinustu mínúturnar. Gott að bera fram með góðri kartöflumús, brauði og salati. Kostnaður um 600 kr. 900 g lambahjörtu (fituhreinsuð og skorin í bita) 270 kr. 1 rauður laukur (saxaður smátt) 1 hvítlauksgeiri (kraminn með hnífsblaði og saxaður) 1 msk. ferskur engifer (rifinn) 1 rauður chili (fræhreinsaður og skorinn í sneiðar) 25 kr. 2 sellerístilkar (skornir í sneiðar) 1 lárviðarlauf 6-7 sveppir (skornir í sneiðar) 120 kr. 3 msk. sojasósa 2 dl eplasafi 1 og 1/2 dl rjómi 95 kr. 2 msk. fínt kókosmjöl Te og kaffi með búð í Smáralind: Til að anna eftirspurninni Framleiðandinn Casella Estate er fjöl- skyldufyrirtæki með langa sögu og við stjórnvöl fyrirtækisins í dag eru bræðurnir John, Joe og Marcello Casella sem eru sjötta kynslóð ættarinnar. Enginn annar vínframleiðandi í Ástralíu hefur náð eins góðum árangri á jafn skömmum tíma og Yellow Tail en vínið kom fyrst á markað 2001. Í dag er Yellow Tail mest selda ástralska vínið í Bandaríkjunum með yfir 5 milljónir kassa seldar á síðasta ári. Áströlsk vín hafa verið fáanleg hér á landi í nokkur ár og hefur úrvalið aukist jafnt og þétt, nú síðast með tilkomu Yellow Tail. Shiraz-vínið er nokkuð bragðmikið vín, mjúkt og berjaríkt með sætum eikar- keim. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. Nýtt í Vínbúðum Yellow Tail Shiraz Gula ástralska undrið Advent Edge: Nýjar heilsuvörur Komnar eru á markað nýjar Edge-vörur frá fyrirtækinu EAS: Kolvetnasnauðar mál- tíðir. Um er að ræða svokallaðan máltíð- ardrykk, sem er snauður af kolvetnum og sykri en ríkur af próteinum, vítamínum og steinefnum. Drykkurinn er fáanlegur í þremur bragðtegundum. Þá eru komnar nýjar morgunstangir sem henta vel þeim sem vilja vera á kol- vetnasnauðu fæði. Í stöngunum er að- eins 1 g af sykri. Enn ein nýj- ung er Carb Control- máltíðarstöng sem er fáanleg með súkkulaði annars vegar og hnetu- smjöri hins vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.