Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 17. september 2004 33 Erfið æska og pyntinga- meistarar „Til að skrifa sjálfsævisögu þarf maður að hafa löngun og hæfileika til að upplifa ævi sína og sjálf sitt sem texta,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í ágætri grein sinni „Tilgangur. Komdu. Himinn. – Hugleiðingar kringum þrjár sjálfsævisögur 2003“ í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti sem er nýkomið út. Guðmundur Andri fjallar um Andlit eftir Bjarna Bjarnason, Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson og Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kalman Stef- ánsson og segir: „Þótt þessar þrjár bækur Bjarna, Þráins og Jóns Kalmans kunni að eiga það sam- merkt að ei- l í f ð a r i n n a r gætir ekki eins og í Fjall- kirkjunni vek- ur það eftir- tekt manns hversu ólíkar þær eru, þótt allar séu eftir u p p k o m n a karlhöfunda og allar lýsi af einurð og einlægni erfiðri æsku – þessu tabúi í íslensku samfélagi þar sem fram til þessa hefur frem- ur verið sóst eftir bókum um hina góðu daga æskuáranna. Jónas Sen píanóleikari skrifar bráðskemmtilega grein sem ber yf- irskriftina „Eru íslensku tónskáld- in pyntingarmeistarar nútímans?“ Jónas veltir upp hugmyndum Henrys Pleasants sem ritaði The Agony of Modern Music og Nicholas Slonimsky höfundar The Lexicon of Musical Invective, fær- ir sig síðan yfir í íslenskt tónlistar- líf og segir: „Sumt af því sem hér hefur verið frumflutt undanfarin ár er harla gott. Nýlegt dæmi er Passía Hafliða Hallgrímssonar... Ég er hins vegar á því að stór hluti íslenskra nútímaverka sé ekki merkilegur, einfaldlega vegna þess að þannig hefur það alltaf verið. Ógrynni tónverka var samið á nítj- ándu öld; megnið af þeim er löngu gleymt og heyrist hvergi nema í helvíti.“ Síðar í greininni, sem snýst um verkefnaval Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í vetur, segir Jónas: „Ég er á þeirri skoðun að ís- lensk tónlist hafi sérstöðu, af þeirri einföldu ástæðu að hún er íslensk. Ég tel að Sinfónían hafi hlutverki að gegna gagnvart íslenskri tónlist, burtséð frá því hversu skemmtileg hún er og því hversu stór hluti hennar eigi eftir að falla í gleymsku eftir fáeina áratugi.“ Í heftinu er einnig sendibréf sem Þórbergur Þórðarson skirfaði Matthíasi Johannessen 13. ágúst 1963, Glæpasaga Íslands í þremur stökkum án atrennu eftir Stefán Mána, Dánarrannsóknir og morðtil- raunir – vaðið á ljóðum á skítugum skónum, eftir Eirík Örn Norðdahl, ljóð eftir Þorstein frá Hamri, Vé- stein Lúðvíksson, Ófeig Sigurðsson, Sigríði Jónsdóttur og Jón Bjarman, bókmenntagagnrýni eftir Þorleif Hauksson, Dagnýju Kristjánsdóttur, Baldur Hafstað og Geirlaug Magn- ússon – og ýmislegt fleira góðgæti. ■ Þetta er viðamesta og veglegasta rit sem út hefur komið um þann hluta af menningararfi okkar sem Þjóðminja- safninu hefur verið falið að varðveita. Eru hér birtar 38 greinar eftir jafn marga höfunda, sem flestir eru starfs- menn safnsins eða vinna í nánum tengslum við það. Síðast þegar Þjóð- minjasafnið réðst í bókagerð af þessu tagi, í tengslum við 130 ára afmælið 1993, voru einstakir munir og minjar í brennidepli en hér er farin sú leið að fjalla um forngripina og fornminjarnar almennt og setja efnið í menningar- sögulegt samhengi, íslenskt og nor- rænt. Fyrir vikið fæst miklu heildstæð- ari og áhugaverðari mynd af þjóð- minjum okkar en í eldri bókinni þótt sú aðferð sem þar var beitt hafi líka sitt gildi. Lesendur sem þekkja eitthvað til efn- isins munu komast að raun um það þegar þeir blaða í þessari bók að hún er unnin af einstakri vandvirkni og yfir- vegun. Er greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í að gera texta skýran og hnitmiðaðan og hjálp er af millivís- unum úr einum kafla í annan svo og heimildaskrá sem munu nýtast skóla- fólki og öðrum sem vilja leita frekari fróðleiks. Þá er myndefnið mikið augnayndi eins og öll hönnun bókar- innar. En sá galli er á gjöf Njarðar að bókin með sínum 424 blaðsíðum er ansi þung og verður varla lesin öðruvísi en við borð þannig að ekki keppir hún við reyfarana á náttborðinu. Bókinni er skipt í sjö kafla. Í hinum fyrsta, „Safn og samfélag“, eru þrjár yfir- litsgreinar. Óvanalegasta greinin er eftir Pétur Gunnarsson rithöfund, sem horf- ir á Þjóðminjasafnið utan frá með aug- um gestsins og vekur til umhugsunar um hvernig hversdagslegir brúkshlutir verða með tímanum að þjóðminjum. Árni Björnsson og Gunnar Karlsson rekja menningarsöguna í samhengi við Íslandssöguna. Aðrir kaflar eru um upp- runa Íslendinga og tíma elstu byggðar í landinu, lífskjör og viðurværi um aldirn- ar, húsakynni og byggingar, atvinnu og afkomu, listir og handverk og félags- menningu og dægradvöl. Þetta er bók sem fáir munu líklega lesa í samfellu frá byrjun til enda; lík- legra er að menn leiti uppi það efni sem vekur mestan áhuga, fletti bókinni og skoði myndefnið. Sjálfur staldraði ég fyrst við greinar Agnars Helgasonar mannfræðings þar sem raktar eru erfða- fræðirannsóknir á uppruna Íslendinga en niðurstaða þeirra um að nær 63% af kvenleggjum Íslendinga megi rekja til Bretlandseyja ögrar óneitanlega við- teknum skoðunum um uppruna land- námsmanna. Aðrar greinar í bókinni þar sem rakið er hvernig náttúruvísindaleg- um aðferðum hefur verið beitt við forn- leifafræðileg viðfangsefni vöktu líka áhuga minn. Nefni ég í því sambandi grein Hildar Gestsdóttur „Mannabein í þúsund ár“ en hún rekur skilmerkilega hvernig ný þekking og tækni gerir okkur kleift að öðlast sagnfræðilega þekkingu með rannsóknum á þúsund ára göml- um beinum manna og dýra. Annars er ógerlegt að gera upp á milli einstakra greina en hér er sannarlega komið rit sem á erindi til allra sem vilja fræðast um sögu okkar og menningararf. Menningararfurinn og Þjóðminjasafnið BÆKUR GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstjórar: Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir. 424 bls. með myndum. Þjóðminjasafn Íslands 2004. Annars er ógerlegt að gera upp á milli einstakra greina en hér er sannarlega komið rit sem á erindi til allra sem vilja fræðast um sögu okkar og menningararf. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.