Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 17. september 2004 37 Einn stærsti viðburð- ur í golfheiminum Í dag hefst Ryder-keppnin í golfi í Detroit í Bandaríkjunum en þar etja saman kappi bestu spilarar Bandaríkjanna og þeir bestu í Evrópu. GOLF Bandaríkjamenn hugsa Evr- ópumönnum þegjandi þörfina þegar Ryder-keppnin í golfi hefst í dag í Detroit í Bandaríkjunum en Evrópa er núverandi handhafi þessa eftirsótta bikars. Allar stærstu stjörnur Bandaríkjanna taka þátt en margir klóra sér í hausnum yfir liði Evrópu sem er að mestu skipað golfspilurum sem annaðhvort eru lítt þekktir eða lifa á fornri frægð. Golfáhugamenn taka jafnan andköf þegar stjörnur á borð við Tiger Woods, Phil Mickelson, Chris DeMarco eða Davis Love lyfta kylfu enda hafa þeir allir margsannað sig á stórmótum. Öðru máli gegnir um Luke Don- ald, David Howell eða Ian Poulter sem allir spila fyrir Evrópu. Colin Montgomerie er í liðinu þrátt fyrir að vera kominn niður í 60. sæti á heimslistanum í golfi svo vonir Evrópu eru því að mestu bundnar við Sergio Garcia, Dar- ren Clarke og Padraig Harr- ington. Harrington er efstur Evr- ópubúanna á heimslistanum í golfi en hann hefur spilað undir getu síðustu vikur og mánuði og þykir ólíklegur til afreka. Clarke og Garcia eru báðir óútreiknan- legir, báðir geta spilað eins og meistarar en þess á milli fallið í tóma meðalmennsku. Ólíklegustu spilarar Evrópa hefur hins vegar átt því láni að fagna í Ryder-mótunum að ólíklegustu spilarar hafa sýnt ótrúlega takta þegar á hefur þurft að halda og vel getur verið að liðs- stjóri Evrópu, Bernard Langer, veðji á að slíkt gerist aftur. Hér áður fyrr skipti ekki höf- uðmáli hvaða tveir keppendur spiluðu saman. Sú ákvörðun var tekin með litlum fyrirvara og eft- ir létt klapp á bakið hófu keppend- urnir leik. Í dag er allt annað upp á teningnum og heilmikil vísindi sem fara í að velja hvert par fyrir sig enda getur það þegar upp er staðið skorið úr um hvort liðið á vinningsmöguleika á sunnudaginn kemur. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir beint frá Ryder-keppninni alla dagana. albert@frettabladid.is BARIST UM BIKARINN Bernard Langer, liðsstjóri Evrópuliðsins og Hal Sutton, liðsstjóri Ameríkuliðsins sjást hér saman með bikarinn sem keppt er um í Bandaríkjunum. LIÐSKIPAN Í RYDER-BIKARNUM Lið Evrópu Lið Bandaríkjanna Padraig Harrington Tiger Woods Sergio Garcia Phil Mickelson Darren Clarke Davis Love III Miguel Angel Jiminez Stewart Cink Paul Casey Jim Furyk Luke Donald Chad Campbell Lee Westwood Kenny Perry Thomas Levet Chris DeMarco Ian Poulter David Toms Colin Montgomerie Jay Haas Paul McGinley Chris Riley David Howell Fred Funk FYRIRKOMULAGIÐ: Fjórmenningur Tveir og tveir eru saman í liði þar sem þeir skiptast á að slá sömu kúlu þar til að hún fer ofan í holu. Það lið sem spilar holuna á færri höggum vinnur hana og það lið sem vinnur fleiri holur á hringnum vinnur einvígið. Fjórleikur Tveir og tveir aftur saman í liði en skor þess sem spilar betur hverri á holu telur. Annars eins og í fjór- menningskeppninni að ofan. Einstalingsleikir Einn á móti einum sá sem spilar holun á færri höggum vinnur hana. Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Rúmenum í Keflavík á sunnudaginn: Friðrik kemur inn í liðið fyrir Eirík KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Rúmenum í undankeppni Evrópukeppninnar í íþróttahúsinu í Keflavík á sunnu- daginn. Liðið lék gegn Dönum á útivelli og uppskar tíu stiga tap. Sigur í leik helgarinnar er mikil- vægur, ætli liðið sér að vinna A- riðilinn og komast í úrslit um að komast upp í A-deild. Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á lið- inu frá leiknum í Danmörku. Miðherjinn Friðrik Stefánsson kemur inn í liðið í stað Eiríks Ön- undarsonar en Friðrik gat ekki leikið með gegn Dönum vegna fjölgunar í fjölskyldunni. „Með tilkomu Friðriks mun liðið hækka töluvert og styrkjast und- ir körfunum en við lentum í basli þar í Danmörku,“ sagði Sigurður. Sigurður segir rúmenska liðið vera skipað öflugum leikmönn- um og þar beri helst að nefna Virgil Stanescu. Leikurinn hefst kl. 16 á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.