Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 54
Spennumyndin Man on Fire eftir leikstjórann Tony Scott er frum- sýnd í dag en þar teflir hann fram Óskarsverðlaunaleikaranum Denzel Washington í hlutverki alkóhólistans og fyrrum CIA- morðingjans Johns Creasy, sem er kominn á síðasta snúning. Hann er dreginn hálf áhugalaus aftur inn í heim spennu og ofbeldis þeg- ar hann tekur að sér lífvörslu fyrir auðmann í Mexíkó þar sem mannrán eru í tísku. Hann verður því hálfgerð barnfóstra þar sem hlutverk hans er að gæta ungrar dóttur millans, sem Dakota Fanning leikur. Stelpukrakkinn fer vitaskuld verulega í taugarnar á gamla harðjaxlinum. Henni tekst þó að komast inn fyrir harða skelina og þegar stúlkunni er rænt hikar líf- vörður hennar ekki við að grípa til örþrifaráða. Hvernig er að leika fyllibyttu? Nú þykir Washington vera hið mesta prúðmenni og engar svæsn- ar drykkjusögur fara af honum. Þurfti hann þá að æfa sig í því að vera fullur þegar hann undirbjó sig fyrir hlutverkið? „Nei. Ég þurfti að hugsa um per- sónuna, hvað hún segir og hvað hún gerir. Maður fer í gegnum alls kon- ar tilfinningar og líður eins og róna. Allt það sem áfengi getur kallað fram gerði það í hans tilfelli. Hann var sokkinn í myrkur og er á barmi þess að fremja sjálfsmorð en ég gekk auðvitað ekki svo langt,“ segir Washington og hlær. Washington segist heldur ekki hafa séð ástæðu til þess að prufa ólíkar áfengistegundir til þess að átta sig á muninum á þeim. „Ég hef aldrei verið viskímaður. Ég kann hins vegar vel að meta flösku af góðu víni. Jack Daniels er ákveðið stig sem sumir drykkjumenn fara á en ég hef aldrei náð því.“ En hefur Washington einhvern tíma verið í þeirri stöðu að vilja drekka til að gleyma? „Ekki meðvitað. Ég hef aldrei hugsað með sjálfum mér: „Oh, ég hata heiminn.““ Ekki spenntur fyrir Hollywood Þrátt fyrir að hafa lifað og hrærst í kvikmyndum árum sam- an segist Washington aldrei hafa horft mikið á bíómyndir. „Ég lærði leiklist í skóla og hugsaði með mér að kannski myndi ég ein- hvern tíma leika á Broadway fyrir 800 dollara á viku. Ég leiddi hug- ann aldrei að Hollywood. Ég og fé- lagar mínir vorum New York-leik- arar og litum niður á Hollywood. Ég meina, hvað er Hollywood? Það er ekki einu sinni raunveru- legur staður. Í hvert skipti sem ég fer þangað er eitthvað fólk að ganga um og horfa á handaför í gangstéttinni. En þegar ég segi Hollywood, er ég þá að tala um sjálfan mig? Ég er leikari. Ég geri bíómyndir. Er ég þá að líta niður á sjálfan mig? Ég fer í það minnsta ekki á frumsýningar nema vinir mínir bjóði mér.“ ■ Stutt- og heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorama skellur á með látum í Reykjavík fimmtudaginn 24. september. Hátíðin stendur yfir í sex daga og á þeim tíma verða rúmlega 120 mislangar kvikmynd- ir sýndar þannig að þeir sem vilja sjá allt verða að hafa sig alla við. Ýmsar uppákomur verða í gangi í tengslum við hátíðina en sú sér- kennilegasta verður væntanlega sundbíóið sem Nordisk Panorama og ÍTR bjóða upp á í Sundhöllinni. „Við ætlum að sýna mynd sem heit- ir Watercolours. Þetta er mjög við- eigandi þar sem myndin fjallar um lítinn strák sem er að fara á sund- námskeið,“ segir Anna Marín hjá Nordisk Panorama. Watercolours er finnsk stutt- mynd eftir Kai Nordberg sem er 12 mínútna löng og er sögð fjalla um gleðina í lífinu og smá sorg sem fylgir því þegar börn þurfa að busla óstudd í hinum stóra heimi. „Við vörpum myndinni upp á vegg í Sundhöllinni og svo verður hægt að hlusta á hljóðið undir yfir- borðinu þannig að fólk getur legið í mestu makindum á kút, horft á vegginn og haft eyrun ofan í vatn- inu til að hlusta. Þetta er geggjuð hugmynd og mér vitanlega hefur þetta ekki verið gert áður hérna. Það hafa verið haldnir tónleikar í sundi en bíósýning er eitthvað alveg nýtt,“ segir Anna Marín, sem reikn- ar með miklum fjölda í sundbíóið. Eitthvað fyrir alla Það er þó margt annað spenn- andi í boði á Nordisk Panorama og það má auðvitað ekki gleyma því að hér er virtasta stutt- og heimild- armyndahátíð Norðurlanda á ferð- inni. Um 60 myndir keppa til verð- launa en þær voru valdar úr 450 innsendum verkum. Síðan eru al- þjóðlegar hliðardagskrár með öðr- um eins fjölda mynda. Myndirnar eru eftir alls konar fólk, jafnt yfirvegaða sannleiks- leitendur og djarft tilraunafólk, og þarna gefst tækifæri til að sjá margt það nýjasta og frumleg- asta sem er verið að gera í kvik- myndageiranum. Það má nefna sem dæmi tónlistarmyndir eins og Rocket Brothers um dönsku sveitina Kashmir og Rubber Soul frá Serbíu og Svartfjallalandi, pólitískar myndir eins og The Corporation, smellnar myndir á borð við Peptalk, Elexir, Home Game, Grubby Girls, stuttar og skondnar heimildamyndir You Were There With Your Friend Frank, Arks og svívirðilega nær- göngular heimildarmyndir eins og Do You Love Me? og Father to Son. Í keppninni eru sex íslenskar myndir eftir Ragnar Bragason, Rúnar Rúnarsson, Grím Hákonar- son, Þorkel Harðarson, Örn Marinó Arnarson og Sævar Sigurðsson. Utan keppni verða heimsfrumsýnd- ar fjórar glóðvolgar íslenskar, fyrsta mynd Jóns Gnarr, Með mann á bakinu, heimildarmynd Ragn- heiðar Gestsdóttur um gerð Medúllu og ókláruð mynd Frosta Runólfssonar um Mínus, auk Faux, heimildarmyndar hinnar frönsk-ís- lensku Solveigar Anspach um mál- verkafölsunarmálið mikla á Íslandi. Áhugaverðar stuttmyndir Kjarnadrykkur (Elixir) er gam- ansöm sýn á samskipti innflytj- enda og hins dæmigerða ljóshærða Svía sem tekur í vörina. Fjögur börn innflytjenda í Svíþjóð drekka úr sömu gosdós og breytast óvænt í Svía. Myndin er eftir Babak Najafi, Írana sem sest hefur að í Svíþjóð. Guli merkimiðinn (Det gula märket ) er eftir Jan Troell sem er einn þekktasti kvikmyndagerðar- maður Svía. Samkvæmt ESB-regl- um frá Brussel verður nú að merk- ja allt búfé, skrá og rannsaka. Höf- undurinn stillir upp andstæðunum sveitasælu og reglugerðaverki Evrópusambandsins. Polaris er stórskemmtileg teiknimynd um stóru spurninguna hvort við þurfum yfirleitt á öðru fólki að halda. Er samlíf leiðin til hamingju eða henni til trafala? Öllu máli skiptir að vera á leiðinni. ■ 42 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Futurama eru hreint út sagt kostulegir teiknimyndaþættir úr smiðju höf- unda The Simpsons. Fjórir árgangar eru nú fáanlegir á DVD og ættu að vera skyldueign á heimilum allra þeirra sem telja sig hafa gott skopskyn. Ævintýri pítsusendilsins Fry sem vaknar árið 3000 eftir 1000 ára svefn, drykkfellda vélmennisins Bender og félaga þeirra eru þegar best lætur tær snilld. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ BEFORE SUNSET Gagnrýnandi Frétta- blaðsins er yfir sig hrifinn af þessari fram- haldsmynd Before Sunrise og segir hana vera snilld. Before Sunset Þó svo að mynd um tvær heimspekilega sinnaðar manneskjur að daðra í París í rauntíma hljómi óneitanlega dálítið tilgerðarlegt, þá tekst leikstjór- anum að búa til ótrúlega góða mynd fyrir þá sem hafa áhuga á manneskjum í allri sinni dýpt, til- raunakenndri kvikmyndalist og afspyrnugóðum leik. Snilld. GS Terminal „Spielberg kann auðvitað öðrum fremur að spila á tilfinningar áhorfenda og því er nánast óhjákvæmi- legt annað en að gleðjast og þjást með Viktori. Það eykur svo enn á samkenndina með persón- unni að Tom Hanks, sem á það til að vera hund- leiðinlegur, er í toppformi og gerir aðalpersónunni prýðileg skil.“ ÞÞ Dís „Myndin er í raun runa af misfyndnum og skemmtilegum atriðum sem mynda frekar veika heild. Dís skilur því ekki mikið eftir sig en er hins vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslendingum er ekkert sérstaklega lagið að gera skemmtilegt bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé himnasending. Skemmtilegar persónur og skondnar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr.“ ÞÞ Ken Park „Larry Clark er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nær- mynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða.“ ÞÞ The Bourne Supremacy „Hraðinn er slíkur í atburðarás, klippingu og öðru að varla er hægt að mæla með því að fara á myndina nema maður sé tiltölulega skýr í kollin- um. Sem sagt ekki of þunnur eða með nefrennsli á háu stigi. Annars er hætt við að þráðurinn tapist. Reyndar má þó segja um þessa mynd að þó svo að þráðurinn tapist á stöku stað má samt hafa gaman að henni. Hún er nefnilega vel gerð, vel leikin og í alla staði hin ánægjulegasta afþreying.“ GS The Village „Þorpið er ekkert sérlega æsandi fyrir aðdáendur þess konar mynda, en það sem Shyamalan gerir betur í þessari mynd en í Sjötta skilningavitinu og Unbreakable að minnsta kosti er að koma í gegn ógnvænlegri sýn á eðli samfélaga í anda Thomas Hobbes; það er óttinn sem heldur samfélaginu saman, hversu einfalt sem það er.“ SS „Fry, af öllum þeim vinum sem ég hef átt… ert þú sá fyrsti.“ – Vélmennið Bender er ekki beint aðlaðandi persónuleiki og má því prísa sig sælan að eiga í það minnsta einn vin. Buslað í 120 myndum ANNA MARÍN Segir það vissulega geggjaða hugmynd að sýna bíómynd í sundi en reiknar með að fólk hópist í Sundhöllina til að horfa á finnska stuttmynd um lítinn dreng sem fer á sundnámskeið. Fyrir utan sundmyndina getur fólk séð vel yfir hundrað kvik- myndir í Regnboganum án þess að fækka fötum eða blotna. Denzel í ljósum logum DENZEL WASHINGTON Leikur gamla fyllibyttu sem tekur sig á þegar hann þarf að bjarga ungri stúlku sem var rænt á meðan hún var í vörslu hans. Þá sýnir þessi ljúfi leikari að hann getur verið harð- ur í horn að taka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.