Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 2
2 18. september 2004 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra segist ekki hafa skipt um skoðun varðandi lögmæti Íraksstríðsins þrátt fyrir að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, hafi kveðið upp úr um að stríðið hafi verið ólögmætt. Hann segir fortíðina hins vegar ekki skipta máli lengur og hvetur menn að horfa til framtíðar varð- andi Írak þar sem lýðræðislegar kosningar standi fyrir dyrum. Aðspurður um hvort hann teldi sig hafa verið blekktan um tilvist gereyðingarvopna í Írak sagði for- sætisráðherrann að hann hefði „að minnsta kosti hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum“ með að upplýsing- ar í skýrslum sem hann fékk „hafi ekki verið réttar“. „Það er ljóst að maður hefði viljað sjá margt í þessu máli öðruvísi, ýmsar upplýsingar sem ég og aðrir fengum stóðust ekki,“ sagði Halldór. ■ HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb- ættið hefur lengi varað við svoköll- uðum „skottulækningum“ sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orku- námskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir „orku- leka,“ aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúk- dómum. Nefnd eru dæmi um að al- varlega veiku fólki hafi snarskán- að eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunám- skeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu nám- skeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane-fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. „Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki,“ sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu „orkulæknarnir“. Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að „greina“ aðra ein- staklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. „Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund,“ sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. „Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferð- ar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem lækn- ar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar „cultism“ þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raun- veruleikanum og altrú á einhvers konar „gúrú“. jss@frettabladid.is Forsetakosningar: Misvísandi kannanir BANDARÍKIN, AP Töluverður munur er á niðurstöðum tveggja skoðanakann- ana á fylgi bandarísku forsetafram- bjóðendanna þrátt fyrir að hafa að stærstum hluta verið gerðar á sama tíma. Samkvæmt könnun Gallup hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti öruggt forskot á demókratann John Kerry og eykur það frekar en hitt. Gengi könnunin eftir fengi Bush 54 prósent atkvæða en Kerry aðeins 40 prósent. Baráttan er hins vegar hníf- jöfn samkvæmt könnun Pew þar sem báðir frambjóðendur mælast með 46 prósenta fylgi. Gallup-könnunin var gerð 13. - 15. september en Pew-könnunin 10. - 14. september.■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Ég hef hvorki þekkingu né reynslu til þess.“ Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Suðurlands, hefur nú sótt öðru sinni um stöðu hæstaréttardómara. Í Fréttablaðinu í gær auglýsti Hannes Jónsson, varaformaður KKÍ, eftir körfu- boltadómurum. SPURNING DAGSINS Hjördís, hvernig litist þér á að gerast körfuknattleiksdómari? Akureyri: Hass fannst í þvagi barna VÍMUEFNI Hassefni fundust í þvagi tveggja tólf ára barna á Akureyri. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrarbæjar, segir að ekki sé vitað til þess að áður hafi slík efni fundist í þvagi svo ungra barna í bænum. Gunnar segir þetta vera mjög alvarlegt og veki að sjálfsögðu ugg, en það sýni að alltaf sé þörf á að vera á tánum gagnvart vímuefnum þegar ungmenni eru annars vegar. Þá vill hann hvetja foreldra barna í eldri bekkjum grunnskóla til að fylgjast vel með börnum sínum komi til kennaraverkfalls. Þeim sé hætt við því að snúa sólarhringnum við og reynslan hafi sýnt að neysla vímuefna hjá ungmennum fari yfirleitt fram eftir að útivistartíma barna er lokið. ■ Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Það gerir lífið spennandi að vita ekki alltaf hvað bíður manns. En um bíla gegnir öðru máli. Þér finnst nýr Corolla spennandi kostur af því að þú veist hvað bíður þín í nýjum Corolla. Þú gerir kröfur um öfluga, hljóðláta og sparneytna vél, öryggi í umferðinni, þægindi í akstri og bíl sem er góður í endursölu. Þess vegna viltu nýjan Corolla og ert spenntur þegar þú sest undir stýri í fyrsta skipti. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Njóttu þess að lífið er spennandi! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 VEXTIR Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um 0,5 prósentu- stig. Nú eru grunnvextir Seðla- bankans 6,75 prósent. Seðlabank- inn telur að mikill vöxtur eftir- spurnar kalli á vaxtahækkun í því skyni að sporna við hættu á þenslu og verðbólgu. Tilkynnt var um vaxtahækkun- ina á fundi þar sem Peningamál, ársfjórðungsrit Seðlabankans, var kynnt. Í Peningamálum kemur fram að vöxtur einkaneyslu hafi verið hrað- ari en Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir. Þá telur Seðlabankinn að til- koma nýrra húsnæðislána bank- anna auki vöxt einkaneyslunnar og það muni vega þyngra en það að- hald sem veitt er með hækkun stýrivaxta. „Þrátt fyrir að hækkun stýri- vaxta bankans í júní og einkum júlí feli í sér lítillega aukið aðhald pen- ingastefnunnar hefur það ekki megnað að breyta fjárhagslegum skilyrðum heimila og atvinnugeira svo heitið geti og hvað heimilin varðar hefur aðhaldið sem fjár- málaleg skilyrði veita ótvírætt minnkað,“ segir í Peningamálum. ■ Seðlabankinn hækkar stýrivexti: Ný íbúðalán ýta undir neyslu FRÁ FUNDI SEÐLABANKANS Seðlabankinn segir að breyttar aðstæður á lánamarkaði vegi þyngra en aðhaldsaðgerðir bankans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Þjóðleikhúsráð um Þjóð- leikhússtjóra: Sex koma til greina MENNING Þjóðleikhúsráð mælir með sex umsækjendum um starf þjóðleikhússtjóra en ráðinu ber, lögum samkvæmt, að veita menntamálaráðherra umsögn um umsækjendur. Þeir sem koma til greina að mati ráðsins eru: Árni Ibsen, Hafliði Arngrímsson, Kjartan Ragnarsson, Kristín Jó- hannesdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu segir að ráðið hafi verið einróma í niðurstöðu sinni. Átján umsóknir bárust um starfið. ■ JOHN KERRY Á varla nokkurn möguleika samkvæmt Gallup-könnun en á í spennandi baráttu samkvæmt Pew-könnun. HALLDÓR Í FORSÆTI Utanríkisráðherra var forfallaður á fyrsta ríkisstjórnarfundi Halldórs sem forsætisráðherrra. Forsætisráðherra um Írak: Hefði viljað sjá margt öðruvísi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N Hættuleg fjár- plógsstarfsemi „Þetta er gagnslaus en hættuleg fjárplógsstarfsemi af verstu tegund,“ segir landlæknir um „orkunámskeið“ sem haldið er hér á landi nú um helgina. Námskeiðið snýst um að koma í veg fyrir „orkuleka“ í fólki. Á SJÚKRAHÚSI Landlæknir segir námskeið, eins og boðið er upp á nú um helgina, ætluð fólki með erfiða sjúkdóma vera „fjárplógsstarfsemi af verstu tegund“. Reykjavík: Brotist inn á heimili LÖGREGLA Brotist var inn í íbúðarhús í vesturbæ Reykjavíkur í gær. Farið var inn um svefnherbergisglugga og nokkru af skartgripum stolið. Ekki lágu fyrir nákvæmar upp- lýsingar um hvenær brotist var inn en tilkynnt var um innbrotið um klukkan tvö í gær. Skömmu síðar var tilkynnt um innbrot í herbergi, sem er í útleigu, í Breiðholti en þar hafði herbergishurðinni verið sparkað upp. Þaðan var stolið sjónvarpi, myndbandstæki og leikjatölvu. ■ LYFJAKISTU STOLIÐ Brotist var inn í bát í Sandgerðishöfn í gær- morgun og stolið úr honum lyfja- kistu. Þjófurinn braut rúðu í hurð í stýrishúsinu til að komast inn. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Keflavík. Fíkniefnamál: Áfram í varðhaldi GÆSLUVARÐHALD Tæplega fertugur maður hefur verið úrskurðaður, í áframhaldandi gæsluvarðhald en hann var tekinn með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í lok maí. Varðhaldið var framlengt uns dómur gengur í málinu en þó ekki lengur en til þriðja nóvember. Maðurinn hefur nú þegar setið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann fíkniefnin þegar maðurinn kom með flugi frá Danmörku. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.