Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 4
4 18. september 2004 LAUGARDAGUR KJARAMÁL Sveitarfélögin hafa ein- faldlega ekki svigrúm til að greiða 30 til 35 prósenta hækkun á launakostnaði kennara, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. „Í því felst ekki neinn dómur um hvort það er réttlát lausn fyrir kennara eða ekki,“ segir Guð- mundur. Stefán J. Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ríkið hafa svelt grunnskólann lengi fyrir flutninginn til sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafi gert endan- legan samning við ríkið þegar þau tóku við grunnskólunum og eigi ekki von á auka fjárveitingu. „Ég held að sveitarfélögin hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað mikið skorti á eftir að ríkið hafði verið með skólana í svelti. Launa- kjörin voru slæm og grunnskól- inn var í mikilli kreppu þegar ríkið skilaði honum af sér. Þær nauðsynlegu úrbætur sem hafa skilað sér í skólana hafa verið mjög kostnaðarsamar,“ segir Stefán Jón. Guðmundur segir ekki hægt að auka tekjur sveitar- félaga með einföldum hætti: „Það er ekki borðleggjandi að við sem íbúar séum tilbúnir að leggja á okkur hærri álögur og það liggur ekki í borði að það komi meiri tekjur frá ríkinu vegna grunn- skólans. Það er víða þannig að erfitt er að reka aðra þjónustu þegar kostnaður við fræðslu er orðinn um 60 til 70 prósent. Þetta er flókinn og erfiður hnútur til úrlausnar.“ ■ KJARABARÁTTA Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfé- lögum til að mæta kröfum kennara. „Þetta er ekki okkar deila,“ segir Halldór Ásgrímsson. Hagfræðingur hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga segir fjár- hagsstöðu margra sveitarfélaga bága. Hún sé ekki eina fyrirstaða þess að erfiðlega gangi að semja við kennara. „Starfsfólk sveitarfélaganna er um 19 þúsund. Kennarar eru rúm- lega fjögur þúsund. Þetta er því ekki bara spurning um hvort sveit- arfélögin hafi efni á að koma til móts við þær kröfur sem kennarar fara fram á heldur verða sveitarfé- lög að standa ábyrg gagnvart öðr- um starfsmönnum sínum,“ segir Gunnlaugur Júl- íusson, svið- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands ís- lenskra sveitar- félaga. Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga víða erfiða. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé gefið þegar ríkið telji sig geta lækkað skatta en sveit- arfélögin safni skuldum og standi jafnvel frammi fyrir skatta- hækkunum. Það sé þó aðeins ein leið tveggja. Hin sé forgangsröðun verkefna sem ekki séu lögbundin, megi þar nefna menningarmál, íþróttamál og æskulýðsmál. „Ef ríkið telur sig eiga mögu- leika á að lækka skatta sín megin en sveitarfélögin segja; Við ráðum ekki við þau verkefni sem við höf- um, þá er þetta spurning um milli- færslu þar sem ríki og sveitarfélög eru sitt hvor hliðin á hinu opin- bera,“ segir Gunnlaugur. Halldór Ásgrímsson segir hafa verið ljóst þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum á sínum tíma að meira fjármagn frá ríkinu kæmi ekki til greina. Greiðslur rík- isins til sveitarfélaganna hafi ekki verið of lágar. Sveitarfélögum hafi verið veitt einum milljarði umfram þann kostnað sem ríkið hafi borið af grunnskólunum: „Sveitarfélögin verða að leysa kjaradeilu við kenn- urum á sínum vettvangi.“ gag@frettabladid.is a.snaevarr@frettabladid.is Kennaraverkfall: Þorgerður áhyggjufull KJARABARÁTTA Verkfall kennara var rætt á ríkisstjórnarfundi á föstu- dag. „Þetta mál er á valdi sveitarfé- laganna en ráðherrar í ríkisstjórn- inni létu í ljósi áhyggjur af yfirvof- andi verkfalli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra að loknum ríkisstjórnar- fundi í gær. „Mér finnst það afar slæmt, bæði sem foreldri og ráð- herra, ef börnin komast ekki í skóla á mánudaginn. Ég held þó í vonina um að menn leggi sig fram og reyni að ná endum saman nú um helgina en því miður heyrist mér á röddum bæði kennara og sveitarfélaga að útlitið sé dökkt.“ ■ Áhyggjur foreldra: Brotið á rétti barna MÓTMÆLI Fámennur hópur mót- mælti því að börnum yrði úthýst úr grunnskólum landsins verði af verkfalli kenn- ara. Anna María Proppé, fram- kvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra, segir börn eiga laga- legan rétt til að ganga í skóla. „Við viljum ýta undir að sveitarfélögin og kennarar semji. Hagsmunir barna okkar eru númer eitt, tvö og þrjú. Það er tvímæla- laust verið að brjóta á rétti barn- anna. Þau eiga rétt á að vera í skóla og við foreldrar eigum rétt á að þau fái menntun,“ segir Anna María. ■ ■ AFRÍKA Hefurðu beðið um launahækkun á árinu? Spurning dagsins í dag: Var rangt af Sigríði Önnu Þórðardóttur að ráða karlkyns aðstoðarmann? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 68,86% 31,14% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Fyrirbyggjandi aðgerðir: Pútín hótar árásum MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði á ráðstefnu í Moskvu að Rússar væru að undirbúa fyrirbyggjandi árásir á hryðjuverka- menn. Pútín sagði að farið yrði í einu og öllu eftir stjórnarskránni og al- þjóðalögum en tiltók ekki hvort árás- ir yrðu gerðar innanlands eða utan. Rússneskir embættismenn og ráð- herrar hafa áður hótað því að gera árásir á hryðjuverkamenn í útlöndum og tveir Rússar voru sakfelldir í Kat- ar fyrir að myrða tsjetsjenskan upp- reisnarleiðtoga þar. ■ VLADIMÍR PÚTÍN Hótar fyrirbyggjandi árásum á hryðjuverka- menn. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar: Sveitarfélög hafa ekki bolmagn til launahækkana Öryggismál þingsins: Enn ein brotalömin LONDON, AP Breska dagblaðið The Sun sýndi fram á enn eina brota- lömina í öryggismálum breska þingsins þegar blaðamaður þess fékk starf sem þjónn í þinghúsinu þrátt fyrir að framvísa fölsuðum meðmælum. Að auki tókst blaða- manninum að smygla inn búnaði sem hefði mátt nota í sprengju, svo sem klukku og vírum. Í stað sprengiefnis smyglaði hann efni sem líktist því. Peter Hain, leiðtogi Verka- mannaflokksins í þinginu, þakkaði dagblaðinu fyrir framtakið. „The Sun hefur í raun gert okkur greiða með því að staðfesta það sem ég óttaðist mest,“ sagði hann. ■ OLÍULEIÐSLA SPRAKK Í það minnsta fimmtán manns létu lífið þegar olíuleiðsla sprakk nærri Lagos, höfuðborg Nígeríu. Sprengingin átti sér stað þegar þjófar reyndu að stela olíu sem flutt var um leiðsluna. BURT MEÐ JARÐSPRENGJURNAR Leiðtogar aðildarríkja Afríku- sambandsins vilja aðstoð Evrópu- ríkja við að fjarlægja jarð- sprengjur úr jörðu í Afríku. Um 40 milljón jarðsprengjur eru enn taldar faldar í jörðu í Afríku og árlega látast eða særast um tólf þúsund manns. Sprengjunum komu Bretar og Þjóðverjar fyrir í seinni heimsstyrjöld. ANNA MARÍA PROPPÉ Mótmælti með for- eldrum í gær. Útlitið ekki bjart: Fá úrræði MÓTMÆLI „Mér finnst útlitið ekki bjart,“ segir Erla Hermannsdóttir, starfsmaður Barnaheilla og móðir tveggja stúlkna á grunnskóla- aldri. „Ég hræð- ist að ef verður af verkfalli kennara þá verði það langt,“ segir Erla. „Ég ber hag barnanna fyrir brjósti. Það verður erfitt að finna úrræði fyrir stúlkurnar komi til verkfalls kenn- ara,“ segir Erla. Dætur hennar eru í 2. og 8. bekk og segir Erla takmark- að hversu mikið sé hægt að leggja á eldri dótturina við pössun á þeirri yngri. ■ Foreldri ósátt: Staðan með ólíkindum MÓTMÆLI „Mér finnst með ólíkind- um að verkfall kennara þurfi að vofa yfir reglulega og að krakkarn- ir séu sendir heim,“ segir Ólöf Björnsdótt- ir, foreldri sem mótmælir að til verkfalls kenn- ara þurfi að koma. „ K e n n a r i getur ekki sinnt starfi sínu af hugsjónasemi. Hann verður að hugsa um starf sitt út frá pen- ingum. Þetta er það sem hann hef- ur lært og þetta er það sem hann vill vinna við. Að sjálfsögðu vill hann fá borgað fyrir sína vinnu. Við foreldrar eigum einnig að gera kröfu á kennara að þeir standi sig í starfi og að sjálfsögðu á að borga þeim góð laun fyrir það,“ segir Ólöf. ■ ÓLÖF BJÖRNS- DÓTTIR Segir með ólíkindum að verkföll kennara séu svo tíð. „Þetta er ekki deila ríkisins“ Kjaradeila kennara og sveitarfélaganna er ekki deila ríkisins, segir for- sætisráðherra. Hagfræðingur sveitarfélaganna segir bága stöðu þeirra ekki einu fyrirstöðu launahækkana hjá kennurum. MÓTMÆLA AÐ BROTIÐ SÉ Á RÉTTI BARNA TIL NÁMS Hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga segir bágan fjárhag sveitarfélaganna ekki einu ástæðu þess að ekki sé hægt að mæta launakröfum kennara. Ekki sé hægt að gera mun betur við einstakan hóp starfsmanna en annan. HALLDÓR ÁS- GRÍMSSON Segir sveitarfélögin hafa fengið nægt fé þegar þau tóku við grunnskólunum. Kjaradeila kennara og sveitarfélaga sé ekki mál ríkisins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KJARABARÁTTA „Það er ekki alveg að sjá að menn nái saman,“ segir Ás- mundur Stefánsson ríkissáttasemj- ari um kjaradeilu kennara og sveit- arfélaga. Verkfallsstjórn kennara hefur verið kölluð til starfa. Stíf fundarhöld Samningsnefnda kennara og sveitarfélaganna halda áfram. Nefndirnar voru komnar í hús ríkissáttasemjara klukkan átta í gærmorgun. Þær sátu fund til mið- nættis deginum áður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að kennarar hafi sett fram tilboð til launanefndarinnar. Hækk- un launatengdra gjalda hafi verið um 30 prósent og launanefndin hafi ekki fallist á það. Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari segir ekkert á borðinu sem ástæða sé til að rekja nánar: „Það er verið að velta upp hugmyndum en ekki er rétt að taka mið af neinu þar í bili. Hér er verið að vinna og mönnum miðar ekki allt of hratt.“ Félag leikskólakennara hefur sent félagsmönnum sínum orð- sendingu í tilefni af yfirvofandi verkfalli grunnskólakennara. Þar er hvatt til að kennarahópar sýni hver öðrum stuðning í kjarabar- áttu, samkvæmt vef Kennarasam- bandsins. ■ Kennarar og sveitarfélögin funda árangurslaust: Ekki að sjá að samningar náist STAÐAN METIN Verkfallsstjórn kennara hefur verið verið kölluð til starfa vegna fjölda fyrirspurna um yfir- vofandi verkfall sem Kennarasambandið getur ekki sinnt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ERLA HERMANNS- DÓTTIR Á tvær dætur í grunnskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.