Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 16
Fréttafölsun? Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, hefur á undanförnum mánuðum skrifað vikulega pistla um fjöl- miðla í blað sitt. Beinir hann aðallega sjónum að fjölmiðlum Norðurljósa og er iðulega þungorður. Meðal blaðamanna hafa pistlarnir sætt furðu; þykja einkenn- ast af því að gera hænu úr fimm fjöðrum. Misritun og stafvillur í Fréttablaðinu heita t.d. „rangfærslur“ eins og lesa mátti í pistli Ólafs Teits í blaðinu í gær. En ein- kennilegt má þykja að jafn vandfýsinn maður á verk annarra skuli sleginn blindu þegar hann á sjálfur í hlut. Í gær birti Viðskiptablaðið næstum heila myndasíðu í tilefni af af- hendingu bókarinnar Forsætisráðherrar Íslands sem Ólafur ritstýrði. „Ólafur Teitur Guðnason, ritstjóri bókarinnar … afhenti Davíð Oddssyni fyrsta eintak hennar við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudaginn“ sagði þar. Þessu til árétt- ingar er birt mynd af þeim Davíð og Ólafi Teit með bókina. Eini gallinn er sá að gestir sem voru viðstaddir athöfnina sáu að það var formaður ritnefndar, Júlíus Hafstein, sem afhenti Davíð bókina meðan Ólafur Teitur sat meðal gesta. Júlíusi mun að von- um ekki hafa verið skemmt við lesturinn. En hvað skyldi svona kallast á máli fjöl- miðlarýnisins? Vísvitandi blekking? Myndafölsun? Alfreð lokar á blogg Stefán Pálsson sagnfræðingur, vinstri græningi, forstöðumaður minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur og landskunnur bloggari upplýsir á vefsíðu sinni í vikunni að Orkuveitan hafi „lokað fyrir aðgengi að öllum vefsíðum með endingarnar blogspot.com og tripod.com“. Þetta eru vefsíður þar sem þorri bloggara vistar efni sitt. Líklega vilja Alfreð Þor- steinsson og félagar með þessu girða fyrir að starfsmenn verji vinnutímanum í að blogga. En Stef- áni finnst einkennilegt að á sama tíma er opið á ýmsar aðrar vefsíður svo sem kjaftasíðuna malefn- in.com þar sem Stefán segist „vita að einhverjir Orkuveitustarfs- menn eyði miklum tíma“. Það er lesendabréf í Morgunblað- inu 13. september, þar sem sagn- fræðingurinn Gunnar Þór Bjarna- son kvartar undan fordómum og sleggjudómum í íslenskum fjöl- miðlum um bandarískt samfélag. „Vinsælir pistlahöfundar, ritstjórar og stjórnmálafræðingar syngja einni röddu um að Bandaríkin séu á valdi trúarofstækis“. Með þessu séu menn bara að flíka vanþekk- ingu og sleggjudómum og gera sig seka um „barnaskap, fáfræði og hroka“. Og höfundur telur að „í skrifum um Bandaríkin skíni oft í gegn sú skoðun að stjórnmálaum- ræða vestanhafs sé á miklu lægra plani en gengur og gerist í Evrópu, þar á meðal á Íslandi“. Um það má vissulega deila hvort stjórnmálaumræða í Banda- ríkjunum sé á „lægra plani“ en hér á landi eða í Evrópu yfirleitt. Hinu verður vart á móti mælt að hún er á öðru plani og því út í hött þegar hérlendir stjórnmálamenn eru að setja samasemmerki milli flokks síns og flokkanna í Bandaríkjunum, hvort heldur er demókrata ellegar repúblikana. Tímarítið Economist – sem seint verður talið til Ameríkuhatara og hefur raunar ítrekað áframhald- andi stuðning sinn við Bush yngri í kosningunum fram undan – minnti á þetta nýlega í grein. Þar var frá því skýrt að nánasti pólitíski ráð- gjafi Bush, Karl Rove, hefði svarað af mikilli heift þegar foringi breskra íhaldsmanna, Michael Howard, hafði viðrað þá hugmynd að fá að koma í heimsókn til forset- ans. Karl Rove öskraði í símann: „Þú getur gleymt því að hitta for- setann. Ekki hafa fyrir því að koma. Þú hittir hann ekki“. Orsökin fyrir þessari heift var sú að foringi bresku íhaldsmannanna hafði dirfst að ráðast á Blair fyrir að hafa blekkt bresku þjóðina um múgmorðvopn Íraka og skorað á hann að taka stöðu sína sem forsæt- isráðherra „til alvarlegrar íhugun- ar“. Í framhaldi af þessari frásögn um samskipti Hvíta hússins og breska íhaldsins segir Economist: „Þeirrar samfélagslegu íhalds- stefnu sem er grunnur Repú- blikanaflokksins sjást varla merki í Bretlandi samtímans“. Og tímaritið heldur áfram: „Bretland á það sam- eiginlegt með öðrum ríkjum Evr- ópu að vera í raun eftirkristið sam- félag. Trú er einkamál þeirra fáu sem kjósa að rækja trú sína. Kirkj- ur hér eru fyrirferðarlitlar, hóg- værar og ögn á vinstri hliðina. Til er örsmár hópur andvígur fóstur- eyðingum, en hann er ekkert í lík- ingu við bandarísku fóstureyðinga- andstæðingana sem leggja stjórn- málamenn á miðju og til hægri í einelti. Hér fara næstum engar um- ræður fram um stofnfrumurann- sóknir og næsta litlar um hjóna- bönd samkynhneigðra. Reyndar eru íhaldsmenn í örvæntingu sinni að reyna að sannfæra kjósendur um félagslegt frjálslyndi sitt með því að stilla eins mörgum samkyn- hneigðum og einstæðum mæðrum á lista sína eins og þeir geta í þeim tilgangi að vinna með því sæti þar sem mjótt er á mununum. Karl Rove mundi ekki vita hvar hann ætti að byrja ef hann ætlaði að ná árangri í að byggja upp samfylk- ingu íhaldsafla í Bretlandi“. Það er ekki bara Atlantshafið sem hefur verið að breikka í póli- tískum skilningi. Um allan heim fjarlægist fólk stefnu Bandaríkj- anna. Nýleg könnun á vegum bandaríska háskólans University of Maryland sýnir þetta svart á hvítu. Spurt var: Hvorn kýst þú frekar, Bush eða Kerry? Niður- stöðurnar sýndu greinilega að meirihluti fólks í 32 löndum studdi Kerry. Meðal hefðbund- inna vinaríkja Bandaríkjanna í Evrópu; Þýskalands, Frakklands, Noregs, Ítalíu, og Hollands, náði stuðningur við Bush 14 prósentu- stigum eða minna, en yfir helm- ingur studdi Kerry. Í Bretlandi, heimalandi nánasta vinarins og bandamannsins Tony Blairs, vann Kerry með 30 stiga mun. Af 1.001 Breta sem spurðir voru gegnum síma sögðust 47 prósent fremur kjósa Kerry meðan 16 prósent tóku Bush fram yfir Kerry. Af þeim tólf löndum, sem beinan þátt tóku í hernaði í Írak, þ.e. „bandalagi hinna staðföstu og fúsu“, voru það aðeins Filippseyjar, þar sem meirihlutinn kaus Bush. Hreinn meirihluti í sjö „bandalags- löndum“ taldi utanríkisstefnu Bandaríkjanna hafa versnað undir Bush. Neikvæðustu viðhorfin til Bandaríkjanna komu fram í Frakk- landi, Þýskalandi og Mexíkó þar sem ríflega 80% aðspurðra töldu utanríkisstefnu Bush hafa leitt til neikvæðari tilfinninga til Banda- ríkjanna. Í Asíu voru viðhorfin blendnari. Kerry vann hreinan meirihluta í Kína, Indónesíu og Japan, en aðeins nauman í Indlandi og Taílandi.. Af öllum löndunum 35 sem könnunin náði til var það að- eins í Nígeríu, Póllandi og á Filipps- eyjum, sem menn tóku Bush fram yfir Kerry, þó þannig að aðeins þriðjungur í Nígeríu og Póllandi tók Bush framyfir og Kerry var um það bil fimm prósentustigum lægri (afgangurinn tók ekki afstöðu). Það er því ljóst samkvæmt könnun þessarar bandarísku stofn- unar, að þegar íslenskir „dálkahöf- undar, ritstjórar og stjórnmála- fræðingar“ telja bandarísk stjórn- völd „á valdi öfga og trúarofstæk- is“ og umræðu vestanhafs, ef ekki á lægra plani, þá að minnsta kosti á „öðru plani“, þá eru þeir ekki einir um þá skoðun. Yfirgnæfandi meiri- hluti heimsbyggðarinnar horfir í forundran á þá stefnu, sem Banda- ríki Bush standa fyrir, skelfast hana og telur heiminn verr staddan nú en fyrir innrásina í Írak. Hugar- heimur þessara manna er þeim ger- samlega framandi. Þeir gætu þess vegna verið frá annarri plánetu. Í Hollywood-myndum gerist það stundum að framandi verur frá öðrum hnöttum taka á sig mann- gervi til að koma fram illum áform- um sínum. En stundum slær raun- veruleikinn skáldskapnum við. ■ F orystumenn atvinnufyrirtækja landsins hafa andað léttareftir að leiðtogar ríkisstjórnarinnar lýstu því yfir að þeir ætl-uðu ekki að ganga lengra í nýrri lagasetningu um starfsskil- yrði viðskiptalífsins en gerðar eru tilllögur um í nýlegri álitsgerð nefndar á vegum viðskiptaráðherra. Ýmsir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar með Morgunblaðið í broddi fylkingar höfðu spáð því að ríkisstjórnin væri að undirbúa atlögu að svokallaðri hringamynd- un í atvinnulífinu og í uppsiglingu væru meiri þjóðfélagsátök en í kringum fjölmiðlafrumvarpið í sumar. Þetta mun sem betur fer ekki ganga eftir ef rétt er skilið. Hringamyndun getur að sönnu verið meinsemd sem skemmir fyrir heilbrigðu viðskiptalífi en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hún sé sérstakt vandamál hér á landi sem bregðast þurfi við með lagasetningu. Þó að margt hafi reynst skynsamlegt í tillögum nefndar viðskipta- ráðherra er ekki víst að það sé heppilegt fyrir íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf að allar tillögur hennar verði lögfestar. Sérstaklega á þetta við um samkeppnisþáttinn en ætlunin er að auka valdsvið sam- keppnisyfirvalda og veita þeim heimild til að skipta upp fyrirtækj- um við sérstakar aðstæður. Á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands á fimmtudaginn vör- uðu Þór Sigfússon hagfræðingur og Þórunn Guðmundsdóttir hæsta- réttarlögmaður við hinum fyrirhuguðu breytingum. Fram kom í máli Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra að tillögurnar yrðu ekki lagðar strax fyrir Alþingi og góð umræða gæti skapast um þær. Vonandi felst í þessum orðum að ráðherrann ætli að beita sér fyrir markvissu samráði við atvinnulífið áður en hún kynnir þinginu laga- breytingatillögur sínar. Full ástæða er fyrir stjórnvöld að hlusta gaumgæfilega á viðvör- unarorð Þórs Sigfússonar og Þórunnar Guðmundsdóttur. Samkvæmt frásögn Fréttablaðsins í gær af fundinum kvaðst Þór óttast að flókn- ari reglur drægi úr einkaframtaki í íslensku athafnalífi. Lagði hann áherslu á að vernda þyrfti frumkvöðlaeðli þjóðarinnar en það kynni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti ættu að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Ekki er síður ástæða fyrir stjórnvöld að hlusta á viðvörunarorð Þórunnar um að það geti dregið verulega úr áhuga erlendra aðila til að fjárfesta hér á landi ef lögfest verður heimild samkeppnisyfir- valda til að skipta upp fyrirtækjum. „Þetta er það fyrsta sem erlend- ir aðilar spyrja um þegar þeir koma inn á markaðinn. Þeir spyrja hvernig lagaumhverfið sé og hvaða hættur kunni að leynast í því,“ sagði Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær. Okkur Íslendingum ber meiri nauðsyn til að skapa aðstæður sem laða erlenda fjárfesta að viðskiptatækifærum hér á landi og vinna þannig gegn viðskiptahalla og óhóflegum lántökum utanlands en að fæla þá frá með forsjárhyggju og reglukerfi sem hvergi hefur reynst vel.■ 18. september 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Viðskiptaráðherra þarf að hlusta vel á raddir atvinnulífsins. Efasemdir um lagasetningu Er Bush geimvera? ORÐRÉTT Flókið líf Ég er utan af landi og ókunnug- ur í plássinu þegar ég kem til Reykjavíkur. Þá tek ég leigubíl af Reykjavíkurflugvelli og upp á Mela. Síðan rata ég fótgang- andi niður í bæ. Ég kann ekki á strætó en tek þá stundum í London því þar stendur utan á þeim hvert þeir eru að fara. Svo tek ég leigubíla því konan mín og strákurinn stela stundum bílnum. Einar Oddur Kristjánsson þingmaður. DV 16. september Hlýtur að hafa verið vont Við byrjuðum ágætlega en svo fórum við að ljúka sóknum okk- ar illa og fengum mörk á okkur í bakið. Vignir Svavarsson fyrirliði handknatt- leiksliðs Hauka. Morgunblaðið 16. september Klikkaðir kjósendur Fyrirsögn leiðara Jónasar Kristjánssonar þar sem fjallað er um bandaríska kjósendur. DV 17. september. Vissuð þið þetta? Ef ég fer til útlanda og eyði fullt af peningum þá kemur það við fjárhag heimilisins. Katrín Óskarsdóttir nuddari í lesenda- bréfi. Morgunblaðið 17. september. FRÁ DEGI TIL DAGS Hringamyndun getur að sönnu verið meinsemd sem skemmir fyrir heilbrigðu viðskiptalífi en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hún sé sérstakt vandamál hér á landi sem bregðast þurfi við með lagasetningu. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG BANDARÍKJAFORSETI OG STEFNA HANS ÓLAFUR HANNIBALSSON Það er ekki bara Atlantshafið sem hefur verið að breikka í pólitískum skilningi. Um all- an heim fjarlægist fólk stefnu Bandaríkjanna. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.