Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 18
Í tilefni af Hausthátíð Árbæjar og vígslu nýrra gervigrasvalla laug- ardaginn 18. september var ég beðinn að segja sögu Fylkis í stuttu máli. Saga félagsins er orð- in nokkuð löng og merkileg og því frá mörgu að segja. Í þessari hálfrar síðu frásögn verður því stiklað á stóru og ýmsu sleppt sem gaman hefði verið að segja frá. Upphaf félagsins sem áður hét Knattspyrnufélag Seláss- og Ár- bæjarhverfis, KSÁ, var þannig að á fundi hjá Framfarafélagi Seláss- og Árbæjarhverfis FSÁ kom fram tillaga frá Hafsteini Þogeirssyni þess efnis að stofnað yrði íþrótta- félag í hverfinu. Ég sat þennan fund og var mér falið að vinna að stofnun íþróttafélags. Nokkrir fundir voru haldnir með Gísla Halldórsyni, forseta ÍSÍ o.fl. um aðstöðu fyrir hugsanlegt félag. Niðurstaðan varð sú að við feng- um vilyrði fyrir aðstöðu á litla sparkvellinum við Rofabæ. Það varð úr að ég samdi drög að lög- um fyrir íþróttafélagið upp úr lög- um Vals. Undirbúningsstofnfund- ur var síðan haldinn í stofunni að Hraunbæ 57. Þar komu tíu menn saman. Litlu síðar eða 28. maí 1967 var síðan haldinn stofnfund- ur þar sem tillaga um stofnun íþróttafélags var samþykkt. Sig- urjón Ari Sigurjónsson teiknaði merki félagsins og var það sam- þykkt. Einnig var samþykktur búningur félagsins sem var blá- hvítröndótt peysa og bláar buxur. Félagið var hálf andvana og lá starfsemin alveg niðri 1968. Innan FSÁ var alger þekkingarskortur á starfsemi íþróttafélags. Árið 1969 var kosin ný stjórn. Hana skipuðu: Theódór Óskarsson formaður, Magnús Ólafsson varaformaður, Reynir Vilhjálmsson gjaldkeri, Kristján Þorgeirsson ritari o.fl. Þetta ár var ákveðið að losa KSÁ frá Framfarafélaginu og sækja um inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur. Þar fengust full rétt- indi 15. nóvember 1969. Það ár var sótt um framtíðarsvæði fyrir félagið í Selásnum. Nafni félags- ins var breytt á framhaldsaðal- fundi 11. janúar 1970. Nýja nafnið var Íþróttafélagið Fylkir. Nýtt fé- lagsmerki teiknaði Torfi Jónsson. Ákveðið var að taka upp nýja bún- inga fyrir félagið, appelsínugula peysu og svartar buxur. Hinn 12. maí 1970 var sam- þykkt að senda meistaraflokk í knattspyrnu í 3. deildarkeppnina. Á þessum árum æfðu menn í Baldurshaga í Laugardal og víðar um bæinn. Litli salurinn við Ár- bæjarskóla gjörbreytti aðstöðu Fylkis og var öflug starfsemi þar, t.d. handbolti, blak og leikfimi. Fyrsti meistaratitill félagsins vannst þegar 3. fl. kvenna varð Reykjavíkurmeistari 1971, þjálf- ari var Arnheiður Árnadóttir. Félagið stóð fyrir kvikmynda- sýningum og diskótekum í Fram- farafélagshúsinu við Hlaðbæ en það hús er nú horfið. Besta aug- lýsingin sem Fylkir fékk á þess- um árum var Árbæjarhlaupið og tóku mörg hundruð börn þátt í því að hlaupa niður Rofabæinn. Fé- lagið gekkst einnig fyrir skíða- ferðum, taflmótum, áramóta- brennum, æfingaferðum t.d. að Leirá í Borgarfirði og blaðaút- gáfu. Deildaskipting félagsins var 1972 og lét ég þá af formennsku og Kristján Þorgeirsson tók við sem formaður aðalstjórnar, Óskar Sigurðsson varð formaður knatt- spyrnudeildar og Vilhjálmur Vil- hjálmsson formaður handknatt- leiksdeildar. Seinna var stofnuð fimleikadeild og var Sveinn V. Jónsson fyrsti formaður hennar. Síðar voru stofnaðar: Siglinga- deild, körfuknattleiksdeild, júdó- deild og blakdeild. Það er margs að minnast í langri sögu félagsins t.d. má nefna smíði félagsheimilisins sem unnin var í sjálfboðavinnu og bar- áttan við borgaryfirvöld um íþróttahús og knattspyrnuvelli. Að þeim málum mun ég ekki víkja í svo stuttu máli. Fjölmargir menn og konur hafa gert Fylki að því stórveldi sem það er í dag og hafi þau öll miklar þakkir fyrir. ■ 18. september 2004 LAUGARDAGUR18 MAÐUR VIKUNNAR Nýr umhverfisráðherra hefur átt farsælanferil í stjórnmálum síðan hún settist fyrst íhreppsnefndina á Grundarfirði árið 1978. Hún sat þar í tólf ár og varð fljótlega áberandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Hún var fljót að ávinna sér töluvert traust á þeim vettvangi og var kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1987. Árið 1988 var hún skipuð í svokallaða alda- mótanefnd flokksins sem undir stjórn Davíðs Odds- sonar átti að hafa forystu um stefnumörkun til framtíðar. Sigríður Anna Þórðardóttir var formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna árið 1991 þegar sögulegar kosningar til formannsembættis í Sjálfstæðisflokki fóru fram. Eins og algengt var tók hún ekki op- inberlega afstöðu milli þeirra Davíðs Oddssonar og Þor- steins Pálssonar en vitað er að Sigríður Anna hefur notið töluverðs trúnaðar hjá Davíð og öðr- um í forystu Sjálf- stæðisflokksins. Þeir sem þekkja vel til Sigríðar Önnu eru allir sam- mála um að hún sé einkar vönduð manneskja. Hún er sögð vera mjög sam- viskusöm og nákvæm – jafnvel smámunasöm – og að hún leggi mikinn metnað í að klára þau verk sem henni eru falin á sóma- samlegan hátt. Sigríður Anna er ekki áhættusækin í stjórnmálum heldur kýs hún að vinna hlutina hægt og rólega. Hún hrapar ekki að ályktunum heldur tekur sér góðan tíma í að móta sér afstöðu. Í pólitísku starfi sínu hefur hún gætt þess mjög að vera á „flokkslín- unni“ í sem flest- um málum þótt hún sé gjörn á að tala þvert gegn sannfæringu sinni til að þóknast öðrum. Þeir sem þekkja til hennar eru sann- færðir um að þótt Sigríður Anna sé foringjaholl þá sé hún ekki reiðubúin að vinna að málum sem hún getur ekki réttlætt fyrir sjálfri sér. Sigríður Anna er einkar þægileg í samskiptum við fólk og sumir misskilja þennan eiginleika og telja hann bera vott um skort á ákveðni. Þetta er nokkuð sem samstarfsmenn hennar komast fljótlega að raun um að er ekki rétt. Sigríður Anna er föst fyrir og einörð þegar hún hefur tekið afstöðu til mála. Forystuhæfileikar hennar eru því meiri en mörgum kann að virðast við fyrstu sýn. Farsæll ferill Sigríðar Önnu á þingi bendir auðvitað einnig til þess að þar fari kona sem hægt er að treysta til mik- ilvægra verka. Þegar Sigríður Anna sat í hreppsnefnd í Grundar- firði – og var oddviti á árunum 1978 til 1982 og 1986 til 1988 – var hún meðal helstu skörunga í röðum sveitar- stjórnarkvenna á landinu og vakti athygli bæði innan flokksins og meðal annarra sem fylgdust með pólitík. Í upphafi pólitísks ferils síns mætti hún vitaskuld tor- tryggni ýmissa í garð kvenna í pólitík. Hinum íhalds- sömustu fannst það ekki bæta úr skák að hún væri prestsmaddaman á staðnum og fannst að sem slík ætti hún ekki að vera að vasast í pólitíkinni. Varla þarf að fjölyrða um áhrif slíkra hindrana á Sigríðu Önnu. Þau voru engin. Þegar eiginmaður Sigríðar Önnu, Jón Þorsteinsson, fékk Mosfells- bæjarprestakall árið 1990 flutt- ist fjölskyldan um set. Sigríð- ur Anna fór beint í prófkjör í Reykjaneskjördæmi og náði fimmta sæti. Hún flaug svo inn á þing í kosningunum 1991 þar sem mikil endur- nýjun varð í Sjálf- stæðisflokknum og skeið Davíðs Odds- sonar sem forsæt- i s r á ð h e r r a hófst. Þegar Björn Bjarnason lét af embætti mennta- málaráðherra í kjölfar framboðs til borgarstjórnar áttu ýmsir von á því að Sigríður Anna fengi tækifæri til að setjast í ríkisstjórn sem mennta- málaráðherra. Hún hafði þá gegnt for- mennsku í mennta- málanefnd frá 1991 þegar hún tók sæti á þingi. Þá varð Tómas Ingi Olrich hins vegar fyrir valinu. Við þetta heyrð- ust raddir um að Sigríður Anna ætti sennilega ekki langt eftir í stjórn- málum og að hún yrði ekki aftur í framboði til Alþingis. Þetta gekk ekki eftir og strax við myndun nýrrar ríkisstjórnar varð ljóst að henni var ætlaður ráð- herradómur. Þar sem Sigríður Anna hefur verið mjög virk í kvennahreyfingu Sjálfstæðisflokksins hefur val hennar á karlkyns aðstoðarmanni vakið vonbrigði meðal kvenna í flokknum. Ekki nóg með að hún hafi fengið karl til verksins heldur er Haraldur Johann- essen þekktur innan flokksins meðal annars fyrir að hafa horn í síðu umhverfisverndarsinna. Hann er hins vegar bæði hagfræðimenntaður og þaulvanur blaðamaður, nokkuð sem mun vafalaust reynast Sig- ríði Önnu vel. Val hennar var hins vegar mjög óvænt og telja ýmsir að ráðningin beri þess merki að hún hafi fengið Davíð Oddsson sér til ráðgjafar við ákvörðunina. ■ Harðari en margan grunar SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA TE IK N : H EL G I S IG . W W W .H U G VE RK A. IS DAGUR B. EGGERTSSON Þótt 75% af bensín- gjöldum og bílasköttum verði til á höfuðborgarsvæðinu renna aðeins 25% af vegaáætlun Alþingis til framkvæmda þar. ,, SKOÐUN DAGSINS SAMGÖNGUMÁL Í REYKJAVÍK Stokkum upp í samgöngumálum Ef allt væri eðlilegt yrði ráðist samhliða í lagningu Sundabrautar og úrbætur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar-Miklubraut- ar á næstu misserum. Fjárveiting- um á vegaáætlun er hins vegar þannig fyrirkomið að ef til vill þarf að velja á milli þessara verk- efna. Þar hlýtur Sundabraut að vera framar í forgangsröðinni en mislæg gatnamót. Ekki vegna þess að ekki sé brýnt að taka á umferð- artöfum og slysum á Miklubraut- Kringlumýrarbraut, heldur vegna þess að hætt er við að mislæg gatnamót á þeim stað myndu að- eins flytja umferðarvandann til í gatnakerfinu. Og hvað þyrfti til að leysa nýju hnútana? Jú, meðal ann- ars þyrfti að rífa eitt fallegasta fjölbýlishús höfuðborgarsvæðis- ins við Lönguhlíð til að rýma fyrir mislægum gatnamótum. Svipaðar fórnir þyrfti að færa á öðrum nær- lægum gatnamótum. Heildar- kostnaðurinn yrði á annan tug milljarða króna. Fyrir vikið er fyllsta ástæða til að leita annarra lausna. Allar fram- kvæmdir sem bæta umferðar- öryggi eða létta álagi af þessum gatnamótum eiga ekki síður rétt á sér en mislæg gatnamót. Sunda- braut myndi létta á Miklubraut. Hún er mesta hagsmunamál at- vinnulífs á Vesturlandi, besta sam- göngubótin fyrir Grafarvogsbúa og forsenda byggðar í Gufunesi og Geldinganesi. Hún er því brýnasta stórframkvæmdin og raunar sú sem er lengst komin. Verulegar úr- bætur má jafnframt gera á Miklu- braut án þess að leggja í tugmillj- arða framkvæmd. Í þær á að ráðast. Vandinn í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins stafar af gríðarlegri fjölgun bíla. Á síðasta áratug fjölgaði einkabílum um lið- lega 50.000 sem er nærri tvöföldun. Alls voru einkabílar orðnir um 112.000 á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót. Það eru líklega fleiri bílar en bílpróf. Á móti má segja að bensíngjald og tengdir skattar hafi vaxið að sama skapi. Sú gjaldtaka hefði átt að tryggja fram- kvæmdafé til að bregðast við bílaflaumnum. Gallinn er hins veg- ar sá að þótt 75% af bensíngjöldum og bílasköttum verði til á höfuð- borgarsvæðinu renna aðeins 25% af vegaáætlun Alþingis til fram- kvæmda þar. Þingmenn höfuðborg- arsvæðisins hefur skort skilning, kjark og kraft til að breyta þessu. Reykjavík ætti ekki að þurfa að velja á milli Sundabrautar og skynsamlegra úrbóta á gatnamót- um Miklubrautar-Kringlumýrar- brautar. Langeðlilegast væri að sveitarfélögin færu með fram- kvæmdir á stofnbrautum í þétt- býli, rétt eins og aðra gatnagerð. Til að mæta framkvæmdakostnaði ætti að reikna sveitarfélögum hlut í bensíngjaldi í samræmi við álag á gatnakerfið á hverjum stað. Það er löngu tímabært að stokka upp í samgöngumálum og setja Sunda- braut í forgang. ■ Fylkir verður til KEPPT Á FYLKISVELLINUM Fram og Fylkir takast á í knattspyrnu. THEÓDÓR ÓSKARSSON UMRÆÐAN ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ FYLKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.