Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 19
Í síðustu viku skilaði nefnd um réttarstöðu samkynhneigðs fólks niðurstöðum sínum í vandaðri skýrslu. Nefndin fór yfir íslensk lög og reglur á þeim sviðum þar sem samkynhneigðir njóta ekki sömu réttarstöðu og gagnkyn- hneigðir og kannaði framkvæmd laga sem miða að því að vinna gegn mismunun gegn samkyn- hneigðum. Þrátt fyrir vandaða vinnu veldur niðurstaða nefndar- innar varðandi kirkjulega vígslu samkynhneigðra miklum von- brigðum en ljóst er að það mál er mjög mikilvægt í baráttunni fyrir jafnri stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Í dag gilda lög nr. 87/1996 um staðfesta samvist um lögformlega sambúð samkynhneigðra. Sam- kvæmt þeim geta einungis sýslu- menn og löglærðir fulltrúar þeirra staðfest samvist samkyn- hneigðra para. Þetta útilokar að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega athöfn samkvæmt 17. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 en sú grein heimilar prestum og for- stöðumönnum annarra skráðra trúfélaga hér á landi að annast kirkjulega hjónavígslu. Það sama gildir um sáttaumleitanir í tengsl- um við skilnað. Samkvæmt lögum um staðfesta samvist geta aðeins sýslumaður eða dómari leitað sátta á milli einstaklinga í stað- festri samvist en ekki prestar eða forstöðumenn trúfélaga. Þetta þýðir að þótt íslenska þjóðkirkjan eða önnur trúfélög ákvæðu að fara að gefa saman einstaklinga af sama kyni myndi sú athöfn ekki hafa neitt lagalegt gildi sökum hindrana í lögum um staðfesta samvist. Það sama er uppi á teningnum ef þjóðkirkjan eða önnur trúfélög hefðu afskipti af einstaklingum í staðfestri sam- vist eins og með sáttaumleitunum við skilnað. Alþingi þarf í báðum tilfellum að breyta lögunum um staðfesta samvist til að samkyn- hneigðir geti fengið kirkjulega vígslu eða verið lögformlega undir armi kirkjunnar þegar erfiðleikar koma upp í samband- inu. Það veldur því miklum von- brigðum að nefndin afgreiddi málið með því að skora á þjóð- kirkjuna að breyta afstöðu sinni til staðfestrar samvistar samkyn- hneigðra en leit algjörlega fram- hjá því að slíkt hefði ekkert laga- legt gildi. Í rökstuðningi kemur fram að nefndin telji að kirkjan þurfi að breyta afstöðu sinni til þessara mála til að hægt verði að breyta íslenskum lögum á þann hátt að prestar geti einnig stað- fest samvist. Það verður að gera alvarlegar athugasemdir við þessa af- greiðslu nefndarinnar. Það liggur fyrir að íslenska þjóðkirkjan hefur til þessa ekki tekið það í mál að heimila kirkjulega vígslu sam- kynhneigðra. Það liggur einnig fyrir að þjóðkirkjan hefur verið að velta þessu máli fyrir sér síðan 1994 án niðurstöðu. Sendi biskup Íslands nefndinni meðal annars bréf á þessu ári þar sem kom fram að íslenska þjóðkirkjan væri ekki tilbúin að vígja samkyn- hneigð pör sem hjón og ekki væri hægt að svara því hvort og hvenær það yrði gert. Það er því ljóst að þessi afgreiðsla nefndar- innar er einungis ávísun á óbreytt ástand. Verði farið að tillögum nefndar- innar lítur út fyrir að þjóðkirkjan hafi ekki aðeins vald til að standa í vegi fyrir kirkjulegum vígslum á eigin vegum heldur einnig til að hindra að slíkar vígslur fari fram innan annarra trúfélaga. Í 63. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldis- ins kemur fram að allir hafi rétt til að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Það gengur einfaldlega ekki upp að afstaða og sannfæring íslensku þjóðkirkjunnar hafi úr- slitaáhrif á lög sem gilda um öll trúfélög á landinu og hafi áhrif á iðkun trúar innan þeirra. Íslenska þjóðkirkjan hefur ekki lagasetningarvald. Það hefur Alþingi. Því liggur endanleg ábyrgð á núverandi ástandi þar. Fyrst nefndin vildi raunverulegar breytingar hefði verið mun rök- réttara fyrir hana að skora á Al- þingi að breyta lögum um stað- festa samvist á þann hátt að prest- um og forstöðumönnum skráðra trúfélaga hér á landi yrði heimilt að framkvæma staðfesta samvist. Ef Alþingi breytir lögum um staðfesta samvist yrði öðrum trú- félögum veitt heimild til að fram- kvæma slíkar vígslur. Það er ástæða til að binda vonir við að Fríkirkjan og umburðarlyndari trúarbrögð hafi aðra afstöðu til kirkjulegrar vígslu samkyn- hneigðra en þjóðkirkjan. Með slíkri lagabreytingu opnaðist einnig fyrir þann möguleika að samkynhneigðir stofnuðu sitt eigið kristilega trúfélag. Slík lagabreyting myndi jafn- framt verða til þess að íslenska þjóðkirkjan yrði að taka á þessu máli af alvöru. Hún gæti tekið upp á því að banna prestum sínum að framkvæma slíkar athafnir en frjálslyndum prestum væri veitt mikilvægt vopn í baráttunni fyrir meira umburðarlyndi og jafnrétti innan kirkjunnar. Með því að standa í vegi fyrir því að samkynhneigðir fái kirkju- lega vígslu eru Alþingi og ís- lenska þjóðkirkjan að setja sam- kynhneigða skör lægra í þjóð- félaginu og ýta undir þá fordóma að samkynhneigð sé á einhvern hátt óeðlileg. Það verður einnig að teljast óþolandi að ríkisstofnun eins og kirkjan mismuni fólki og ali á for- dómum með þessum hætti. Það er því staðföst trú undirritaðs að ef Alþingi breyti ekki lögunum um staðfesta samvist hljóti öll rök um kosti ríkisrekinnar kirkju að vera fallin. ■ 19LAUGARDAGUR 18. september 2004 Með því að standa í vegi fyrir því að samkynhneigðir fái kirkju- lega vígslu eru Alþingi og ís- lenska þjóðkirkjan að setja samkynhneigða skör lægra í þjóðfélaginu og ýta undir þá fordóma að samkynhneigð sé á einhvern hátt óeðlileg. Kristileg kúgun samkynhneigðra ANDRI ÓTTARSSON LÖGMAÐUR UMRÆÐAN KIRKJAN OG SAMKYNHNEIGÐ ,, BRÉF TIL BLAÐSINS 5 arma ljósakróna – Patricia Nú: 14.830,- Áður: 29.870,- 5 arma ljósakróna – Linda 9.940,- 5 arma ljósakróna – Sara 7.890,- úrval ljósakróna á frábæru verði LJÓSIN Í BÆNUM, Suðurveri / RAFBÚÐIN ÁLFASKEIÐI, Hafnarfirði / BYMOS, Mosfellsbæ / RAFBÚÐ RÓ, Keflavík / BLÓMSTURVELLIR, Hellissandi / ÞRISTUR, Ísafirði / KAUPF.HVAMMSTANGA / KH. BLÖNDUÓSI / RAFSJÁ, Sauðárkrók / RAFLAMPAR, Akureyri / ÖRYGGI, Húsavík / SVEINN GUÐMUNDSSON, Egilsstöðum RAFALDA, Neskaupstað / HS RAF, Eskifirði / KLÖRUBÚÐ, Djúpavogi / LÓNIÐ, Höfn / KLAKKUR, Vík / GEISLI, Vestmannaeyjum opið laugardaga: 11 - 16 Lenging skólaársins mistök? Pétur Ari Markússon skrifar: Í ljósi ummæla kennara undanfarna daga má skilja að ein grunnástæða óá- nægju þeirra sé vegna þess að a) þeir hafi nú fleiri og flóknari verkefni í kennslu án þess að hafa ásættanlega að- stöðu né kaup og b) lengri vinnutíma og vinnuár, án samsvarandi aukningu í launum. Sýnist mér að þessi kergja í kennurum hafi magnast upp á tiltölu- lega skömmum tíma eftir að skóladagur- inn og skólaárið var lengt, enda hafa sveitarfélögin ekki það fjármagn til að koma til móts við þessar skipulagsbreyt- ingar. Annars vil ég biðja fjölmiðla að sýna okkur tölur og krónur um kröfur kennara og afstöðu viðsemjanda þeirra í stað að fá einungis ummæli deiluaðila. Hvað er verið að rífast um í krónum og tölum? Hver eru grunnlaunin, hvar á launahækkunin að koma, hvernig vilja kennarar endurskilgreina störf sín og á hvaða töxtum? Ég leyfi mér að fullyrða, án neinna hald- bærra gagna nema mína eigin tilfinn- ingu, að stór hluti foreldra grunnskóla- barna hefur ekki séð ennþá hverju þessi lenging á skóladvöl þeirra hefur skilað, t.a.m. í aukinni kennslu og námsárangri. Allir vita að þessi tími er nýttur í vett- vangsferðir og leiki, m.ö.o. að þessi tími hefur takmarkað gildi annað en að börn- in eru í pössun. Ef til vill er þessi tími nýttur betur á gagnfræðastiginu í ljósi breytinga sem þar standa til í kennslu námsefnis sem áður tilheyrði framhalds- skólum, en í yngri bekkjum hefur þetta engan raunverulegan tilgang. Því er kald- hæðnisleg staðreynd að kennarar kvarta svo yfir þessum aukatíma sem þeir virð- ast vinna, að eigin sögn, á næstum því sömu heildarlaunum og áður. Af hverju taka sveitarfélögin sig ekki til og aftur- kalla þessa lengingu skólaársins og skóladagsins? Það er augljóst að þetta var ótímabært ákvörðun, sem engu hef- ur skilað nema kennaraverkfalli! Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.