Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 328 stk. Keypt & selt 51 stk. Þjónusta 43 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 33 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 43 stk. Atvinna 32 stk. Tilkynningar 6 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 18. september, 262. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.00 13.22 19.42 Akureyri 6.43 13.06 19.28 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég hef haft áhuga á fornbílum síðan ég man eftir mér. Ég ólst eiginlega upp í bíl- skúrnum hjá pabba, sem var mikill bíla- áhugamaður. Hann átti t.d. Citroën 1930 og Lanchester 1947 módelið. Þetta er því í blóðinu og af fjórum bræðrum erum við þrír með delluna,“ segir Árni Þorsteinsson fornbílaeigandi. Margir gætu haldið að það væri erfitt að fá varahluti í bíla sem var hætt að fram- leiða fyrir áratugum síðan. Sú er þó ekki raunin. „Við förum til dæmis nokkrir saman til Pennsylvaníu á hverju ári, á stærstu forn- bílasýningu heims. Þar er hægt að kaupa bíla og varahluti, svo er líka hægt að panta úr vörulistum og á netinu. Í dag er aftur farið að framleiða varahluti í flesta þessara bíla þannig að það er mjög auðvelt að fá það sem vantar,“ segir Árni. Kona Árna, Guðný Sigurðardóttir, hefur sama áhugamál. „Það er mjög gott að eiga konu sem skilur áhugamálið og tekur þátt í því. Hún klæðir til dæmis bílana að innan, saumar yfir sæti og hurðarspjöld. Hún tekur líka þátt í öllum ferðum.“ Þau hjónin eiga samtals fjóra bíla: Chevrolet Styleliner ‘52, Chevrolet Fleetmaster ‘48, Rambler Classic ‘65 og loks óuppgerðan Chevrolet ‘53. Árni og Guðný eru í Fornbílaklúbbi Ís- lands ásamt tæplega 600 öðrum meðlimum en konur eru að verða meira áberandi í klúbbnum en áður, bæði með mönnum sín- um og sem bílaeigendur. „Klúbburinn kemur saman vikulega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin eru svo mynda- og rabbkvöld auk margra ferða. Í sumar fórum við í 13 ferðir.“ En er ekki horft mikið á hann þegar hann ekur um götur bæjarins í nýbónuðum hálfrar aldar göml- um bíl? „Jú jú, fyrst fór maður hjá sér, en ég er eiginlega hættur að taka eftir því,“ segir Árni. „Það er gaman að sýna bílinn í kyrr- stöðu en ekki eins gott þegar maður hægir á umferðinni af því að aðrir ökumenn eru svo uppteknir við að horfa á hann,“ segir Árni að lokum. ■ Með fornbíladellu í blóðinu: Gott að eiga konu með sama áhugamál bilar@frettabladid.is Volvo S40 kemur einstaklega vel út í fjórum nýjum árekstrar- prófunum sem gerðar voru í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Bíllinn hlaut hæstu einkunn fyrir yfir- burða öryggi barna og annarra farþega í bílnum annars vegar og hins vegar fyrir að huga að öryggi gangandi vegfarenda með ytri hönnun bílsins. Jafn- framt var hann valinn besti kosturinn og sá bíll sem var með bestu bakhnykksvörn- ina. Volvo hefur ætíð haft háar öryggiskröf- ur og hefur haft orð á sér fyrir öryggi. Augljóslega er mikill metnaður í herbúðum Volvo fyrir því að tryggja að það orðspor haldist. Haustfagnaður Heklu stend- ur yfir nú í septembermánuði. Meðal annars eru frumsýndir tveir nýir bílar frá Mitsubishi, annars vegar Mitsubishi Grandis sem er nýr sjö manna ríkulega búinn og sportlegur fjölnotabíll, og hins vegar sportbíllinn Mitsubishi Lancer Evolution VIII, sem er hvorki meira né minna en 265 hestöfl. Boðið er upp á reynslu- akstur og þar á meðal á dísil- knúnum Volkswagen Golf TDI sem fór hringinn um landið á einum tanki nýlega í sparakstri FÍB. Einnig verða tilboð hjá Heklu eins og til dæmis á Volkswagen Bora og Skoda Octavia Terno. Félag íslenskra bifreiðeig- enda, FÍB, sendir nú félags- mönnum sínum FÍB-tíðindi á PDF-vefblaði með fréttum og þjónustupplýsingum til FÍB-félaga. Tilgangurinn er að koma fréttum og skilaboðum fljótt og örugglega til félags- manna um hverskonar tilboð og sérkjör sem þeim bjóðast á hverj- um tíma. Langstærstur hluti félagsmanna FÍB er með internettengda tölvu og getur auðveldlega hlaðið þessari PDF-útgáfu blaðsins niður í tölvuna sína. Með þessu er póstsendingarkostnaður félagsins sparaður en hann hefur hækkað mikið á síðustu árum. Nissan Motor co. ætlar að kynna fimm ný módel af Nissan á næstunni til að mæta minnkandi sölu vegna samkeppni frá öðrum framleiðendum. Fyrsti bílinn verð- ur kynntur í apríl 2005 en ekki hefur verið gefið upp um hvernig bíla er verið að ræða. Nissan mun kynna endurhannaðan Path- finder, 350Z sportbílinn og Niss- an Murano á bílasýningunni í Par- ís í lok mánaðarins og líklegt er að þeir muni fara í sölu í Evrópu á næsta ári. Árni við Chevrolet Styleliner, árgerð 1952, einn af fjórum fornbílum þeirra hjóna. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLUM Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Af hverju krumpast gamalt fólk svona? 12 feta Coleman Redwood árgerð ‘99, skráð ‘00. Verð 650 þús. með geymslukostnaði í vetur. Uppl. í síma 898 6105. Til sölu mjög vandað ítalskt leður- sófasett 3+1+1 í gammel rose lit. Mjög vel með farið. Verðhugmynd ca. 100 þús. S. 699 2365.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.